Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2003, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 30.04.2003, Qupperneq 12
LANDBÚNAÐUR Ef áfram heldur sem horfir verður stór hluti svína- bænda gjaldþrota, að sögn Ara Teitssonar, formanns Bændasam- taka Íslands. „Undanfarið hálft ár hefur svínakjöt og kjúklingakjöt verið framleitt langt undir kostnaðar- verði,“ segir Ari. „Þetta hefur staðið yfir án þess að maður sjái nokkur merki þess að markaður- inn hafi lagað sig að framleiðslu- kostnaði. Menn halda áfram að framleiða langt undir kostnaðar- verði. Fyrir bændur er þetta bara ávísun á launaleysi og fátækt.“ Ari segir að bændur standi ráð- þrota gagnvart vandanum. Sam- keppnislög leggi beinlínis hömlur á sameiginleg inngrip, þó sam- staða sé ekki um neitt slíkt hjá bændum. Ari segir að í mars hafi bænd- ur fengið um 120 til 130 krónur fyrir kílóið en fyrir einu og hálfu ári hafi þeir fengið 230 til 240 krónur. Á landinu eru rúmlega 20 svínabændur og segir að Ari að enginn þeirra standi vel, þeir standi bara misilla. Hann segir að- eins tímaspursmál hvenær ein- hverjir þeirra fari á hausinn. Flestir þeirra eigi nú allt sitt und- ir lánadrottnum. „Ég hugsa að meirihluti þeirra sé kominn í þannig vanskil að þeir eigi líf sitt undir sinni lánastofn- un.“ ■ 12 30. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR TEKIÐ Á Þegar lögreglan minntist 200 ára afmælis síns var meðal keppt í bíladrætti. Lög- reglukonan á myndinni gefur ekkert eftir. Formaður Bændasamtaka Íslands segir ástandið á kjötmarkaði enn mjög slæmt: Stór hluti svínabænda stefnir í gjaldþrot Kolmunni: Hoffellið með 1.300 tonn AFLABRÖGÐ Hoffell SU kom til löndunar hjá Loðnuvinnslunni úr sínum fyrsta kolmunnatúr á árinu aðfaranótt þriðjudags. Aflinn var um 1.300 tonn sem fengust suður af Færeyjum. Kolmunnakvóti Hoffellsins er 15.400 tonn á þessu fiskveiðiári. Loðnuvinnslan hefur nú tekið á móti 10.600 tonnum af kolmunna á árinu og á fimmtu- daginn er skip væntanlegt til Fá- skrúðasfjarðar til að lesta 600 tonnum af mjöli. ■ Klögubréf LÍÚ látin á Netið Varaformaður Frjálslynda flokksins og framkvæmdastjóri LÍÚ deildu hart í Silfri Egils um „brottrekstur“ þess fyrrnefnda frá Sjónvarpinu. Bréf LÍÚ vegna fréttamannsins sett á Netið. SJÁVARÚTVEGUR „Framkvæmda- stjóri LÍÚ fullyrti í þættinum að þeir hefðu haft fullan sigur og ýj- aði að því að ég hefði verið rekinn vegna bréfaskriftanna. Þetta er rangt,“ segir Magnús Þór Haf- steinsson, fyrrverandi fréttamað- ur Sjónvarpsins og varaformaður Frjálslynda flokksins, sem nú hef- ur sett klögubréf stjórnenda Landssambands íslenskra útvegs- manna á Netið. Í þættinum Silfri Egils á Skjá Ein- um deildu Frið- rik Jón Arn- grímsson og Magnús Þór harkalega um fiskveiðistefnu F r j á l s l y n d a flokksins. Deil- urnar spunnust út í það að Friðrik skoraði á Magn- ús Þór að segja frá því af hverju hann hefði verið rekinn. „Þeir hótuðu öllu illu til að láta mig hætta. En stjórnendur Ríkis- útvarpsins stóðust þrýstinginn. Þessi bréf sýna hreina og klára skoðanakúgun,“ segir Magnús Þór. Fyrsta bréfið er stílað á Boga Ágústsson, fréttastjóra Sjón- varpsins, dagsett 29. júní árið 2000. Þar er heiðarleiki frétta- mannsins dreginn í efa. Eftir rök- stuðning í löngu máli þar sem efn- istökum Magnúsar Þórs varðandi brottkast á fiski er fundið margt til foráttu lýsir formaður LÍÚ því að samtökin vilji ekki eiga orða- stað við Magnús Þór framvegis. „Þeir kölluðu mig fréttamann innan gæsalappa, sem er mál- flutningur sem jafnast á við að menntaskólastrákar séu í skít- kasti,“ segir Magnús. Bogi Ágústsson fréttastjóri svaraði bréfinu 4. júlí þar sem hann vísaði á bug „aðdróttunum“ um að Magnús nýtti sér aðstöðu sína sem fréttamaður til að koma höggi á kvótakerfið. Ekki dró til frekari tíðinda í málinu fyrr en 2. ágúst 2001 þegar bæði formaður og framkvæmda- stjóri LÍÚ rituðu sameiginlega undir ítarlegt klögubréf sem stílað var á útvarpsstjóra. Þar er þess krafist að „gripið verði til viðeig- andi ráðstafana“ varðandi frétta- manninn. Vísað er til viðtals við Magnús Þór í Sjómannablaðinu Víkingi þar sem fram komi andúð fréttamannsins á kvótakerfinu. Þessu bréfi var svarað og enn lýsti Bogi fréttastjóri stuðningi við sinn mann. Enn rituðu forystumenn LÍÚ bréf til útvarpsstjóra þann 20. september 2001 þar sem krafan um að gripið verði til viðeigandi ráðstafana er ítrekuð. „Ég hætti að mestu að fjalla um sjávarútvegsmál í Sjónvarp- inu eftir viðtalið í Sjómannablað- inu Víkingi. Því var borið við að fjárskortur hafði ráðið þeirri ákvörðun. En ég var áfram með fréttir hjá Fréttastofu Útvarps- ins og sá meðal annars um Auð- lindina á Rás 2. Ég var því ekki rekinn vegna aðfarar LÍÚ,“ segir Magnús Þór. rt@frettabladid.is Hrísey: Sjálfbært samfélag UMHVERFISMÁL Stefnt er að því að gera Hrísey í Eyjafirði að sjálf- bæru samfélagi. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra og Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráðherra skrifuðu undir samning þessa efnis á föstu- daginn. Stuðningur stjórnvalda við verkefnið í Hrísey mun m.a. renna til þess að ljúka við gerð skýrslu um orkuvinnslu í eynni. Einnig til þess að kaupa jarðgerðarílát til allra heimila á eynni á þessu ári, sem notuð verða til þess að jarð- gera lífrænan úrgang og draga þar með verulega úr því sorp- magni sem flutt er frá Hrísey. ■ MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Segir forsvarsmenn Landssambands íslenskra útvegsmanna hafa viljað að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana á Fréttastofu Sjónvarpsins. „Þeir köll- uðu mig fréttamann innan gæsa- lappa. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Umhverfisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hafa undirritað samning um innleiðingu Staðardagskrár 21 í fámennum sveitarfélögum. ARI TEITSSON Formaður Bændasamtaka Íslands segir að bændur standi ráðþrota gagnvart vandanum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.