Fréttablaðið - 30.04.2003, Side 14

Fréttablaðið - 30.04.2003, Side 14
Þótt 10 dagar eigi að vera lang-ir í pólitík samkvæmt kenn- ingunni er líklega ekki að vænta mikilla breytinga í málflutningi stjórnmálaflokkanna fram að kosningum. Flest það er komið fram sem mun á annað borð koma fram. Allir hafa þegar lofað því sem þeir ætla sér að lofa. Og þeir sem hafa skammast munu nú draga úr s k ö m m u n u m . M e g i n v e r k e f n i flokkanna nú er að koma út þeim boð- um að þeim sé treystandi. Að at- kvæði greitt þeim muni ekki kippa fótunum undan efnahag þjóðarinnar, velferð hennar, fiskveiðum við Íslandsstrendur, lýðræði í samfélaginu. Þvert á móti. Atkvæði greitt flokknum er ávísun á að þetta samfélag okkar þroskist á heilnæman og jákvæðan hátt næstu fjögur árin. Þetta samspil loforða um góða tíð og óttans við hrakfarir og hallæri er svolítið kostulegt. Ef við gerum ráð fyrir að flokk- arnir séu þjónustufyrirtæki sem keppi á kjósendamarkaði eru auglýsingar þeirra og yfirlýs- ingar nokkuð groddalegar. Aug- lýsingar Sjálfstæðisflokksins gætu reyndar allt eins verið aug- lýsingar Eimskips á sama hátt og auglýsingar Framsóknar gætu verið frá Samskipum. Það þyrfti bara að skipta út vöru- merkjum og andlitum stjórnend- anna. Allar þessar auglýsingar segja lítið annað en að það sé ör- uggt að skipta við þessi fyrir- tæki. Forstjórar Eimskips og Samskipa koma hins vegar ekki fram í fréttum og spá öllu illu fyrir þeim sem kaupa flutninga af samkeppnisfyrirtækinu. Þeir geta kært hvorn annan til Sam- keppnisstofnunar en þeir láta ekki að því liggja að andstæðing- urinn muni klúðra flutningnum – ekki hitta á rétta höfn, týna gám- um eða sökkva skipinu. Það er erfitt að finna þessari hörku stað í kosningastefnu- skrám flokkanna. Þær eru furð- anlega keimlíkar. Kjósendur standa fremur frammi fyrir Pepsi og Coke-þraut en vali á milli gosdrykks og arseniks. Það má merkja örlítið meiri áherslu á atvinnulíf hjá Framsókn en Samfylkingunni og Vinstri grænir leggja aðeins meiri áherslu á velferðarkerfið en Sjálfstæðisflokkurinn og stjórn- arandstöðuflokkarnir vilja ganga örlítið lengra í að sníða galla af fiskveiðistjórnunarkerf- inu en stjórnarflokkarnir. Flest er þetta bitamunur en ekki fjár. Hvernig svo sem þessar kosn- ingar fara mun ekki verða afger- andi breyting á íslensku samfé- lagi á næstu árum. Til að trúa öðru þurfa kjósendur að lifa sig inn í áróður flokkanna. Að þeir geti ýmist forðað þjóðinni frá eða kalla yfir hana óreiðu, óáran – ragnarök. Kannski yrðu stjórnmálin óbærilega leiðinleg ef þessi upp- spennta óttatilfinning og ákafi sigurvilji fylgdi ekki. Það er alla vega skemmtilegra að horfa á fótbolta ef maður heldur með öðru liðinu. En þótt hörðustu bullurnar á áhorfendapöllunum falli saman við tap og verði herr- ar heimsins við hvern sigur þá eru leikmenn og þjálfarar lið- anna ekki svona heitir. Í stjórn- málum er hins vegar verstu bull- unum treyst fyrir forystusætun- um. Þeir halda með KR en hata þó einkum Val. Við svokallaðar lofgjörðir í frelsunarsöfnuðum má oft heyra svipaðan tón. Þar er messað um þær helvítispíslir sem vantrúað- ir munu þola á efsta degi en minna um kosti þess að lifa með Kristi. Boðskapur hinna frels- uðu er náttúrlega mikilvægari en fótboltabullanna. Hann varð- ar ekki aðeins lífið heldur eilífa lífið; hvernig við munum hafa það um alla eilífð – út í hið óend- anlega. En það hversu lítill mun- ur er á fótboltabullunni og frels- unarpredikaranum segir okkur að málefnið skipti ekki mestu heldur hvernig við viljum taka á því. Málefni verða ekki mikil- vægari þótt við stöppum niður fætinum. Þetta stand á stjórnmála- flokkunum er hvimleitt. Ekki aðeins vegna þess að umræðan fyrir kosningar er mestmegnis bull og þvæla heldur veldur þessi harða liðsskipan því að einstakir flokksmenn afklæðast alltaf eigin skoðunum fyrir yfir- frakka flokkanna. Ef flokkarnir tækju önnur þjónustufyrirtæki sér til fyrirmyndar og færðu sig nær nútímalegum viðhorfum myndi margt skána. Annar kostur væri að þeir byggju sér til stefnu sem væri nógu róttæk til að standa undir tilfinninga- hitanum. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ veltir fyrir sér um hvað fólk kýs eftir tíu daga. 14 30. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Frjálslyndi flokkurinn legguráherslu á að málefni eldra fólks eru málefni alls samfélags- ins og varða fólk á öllum aldri. Aldurs- samsetning þjóðar- innar hefur breyst á síðastliðnum ára- tugum og meðalald- ur hækkað sem meðal annars hefur leitt til þess að öldruðum hefur fjölgað hlutfalls- lega hraðar en þjóðinni í heild. Eldra fólk hefur því í vaxandi mæli látið að sér kveða varðandi hags- munamál sín og gerir þá eðlilegu kröfu að fá að hafa áhrif á þau. Málefni aldraðra Frjálslyndi flokkurinn telur sjálfsagt að eldra fólk komi að ákvörðunum og hafi áhrif á helstu þjóðfélagsmál, enda hafa eldri borgarar vakið athygli á bágum kjörum sínum með ýms- um hætti um langa hríð. Eldra fólki hefur með því móti tekist að kynna baráttumál sín og al- menningur hefur lýst stuðningi sínum við þau. Við viljum marka okkur stefnu til framtíðar í málefnum eldra fólks og hafa samráð við það um framkvæmdina, þar sem við bætum kjör þeirra og bætum þeim það sem af þeim hefur ver- ið tekið á umliðnum árum. Frjálslyndi flokkurinn hefur við afgreiðslu fjárlaga lagt fram tillögur til úrbóta á kjörum aldr- aðra og öryrkja. Tillögurnar hafa ávallt miðað að því að leið- rétta stöðu þeirra sem verst eru settir og lifa eingöngu af lág- marksbótum, enda teljum við það brýnast. Tryggur ellilífeyrir Frjálslyndi flokkurinn hefur einnig lagt fram á Alþingi athygl- isverða tillögu til þingsályktunar um tryggan lífeyri. Meginefni til- lögunnar er að bæta skuli þjóðfé- lagsstöðu lífeyrisþega sem fá minni lífeyri greiddan úr lífeyris- sjóði sínum en 40 þús. kr. á mán- uði með því að breyta bótareglum almannatrygginga þannig að líf- eyrisgreiðslur undir 40 þús. kr. á mánuði skerði ekki grunnlífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót eða aðrar bætur lífeyrisþegans. Ísland er talið fimmta ríkasta land heims. Þrátt fyrir það eru kjör aldraðra og öryrkja verri hér en í löndum með sambærileg- ar þjóðartekjur. Það er athyglis- vert, að núverandi valdhafar hafa átt í stöðugum deilum við hópa eldra fólks og öryrkja um kjör þeirra allt kjörtímabilið, en núna rétt fyrir kosningar lofar ríkis- stjórnin þeim gulli og grænum skógum. Það er ekki forsvaranlegt í okk- ar velferðarsamfélagi, að eldra fólk skuli þurfa að þola að njóta ekki sama réttar og aðrir þjóð- félagsþegnar að lokinni langri starfsævi. ■ Guðs smurður forseti Sigurður Sigurðarson skrifar: Samkvæmt því sem Gunnar íKrossinum sagði í Omega (að kveldi sjöunda apríl) þá er Bush forseti Bandaríkjanna ekki kjörinn af sinni þjóð. Nei sei sei nei. Hann er kjörinn af drottni sjálfum á himnum. Og þess vegna er hann drottins smurði, þar af leiðandi óskeikull. Gunnar segist styðja allt sem hann gjörir í guðs nafni, Hall- eljúje. Ekki Halelúja eins og ís- lenskir sveitaprestar segja. En Gunnar getur ekki vonast til þess að hafa fundið þessa vitrun fyrst- ur. Nei ekki aldeilis. Davíð og Hall- dór eru fyrir löngu búnir að finna þetta út. Reyndar var það daginn sem þeir ákváðu að borga 300 milljónir til þess að koma fall- byssufóðrinu á réttan brottfara- rstað af plánetu þessari. Það var aftur sama dag og varðskipin okk- ar fengu ekki olíu á tankana og vantaði þyrluspaða handa flug- sveit landhelgisgæslunnar. Rétt forgangsröðun, það er lóðið! Áfram Kristsmenn krossmenn! ■ Um daginnog veginn MARGRÉT K. SVERRISDÓTTIR ■ framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins og oddviti listans í Reykjavík suður skrifar um kjör aldraðra. Eldra fólkið hafi áhrif ■ Bréf til blaðsins Regla eða ragnarök Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna Óljós úrskurður Úrskurðurinn er í fyrsta lagi ekki nógu góður og ekki nógu skýr. Það voru vonbrigði að ráðherra skyldi ekki manna sig upp í að hafna þessari framkvæmd. Mannvirkjagerð, hvort sem hún er útfærð svona eða á hinn veginn, á einfaldlega ekki heima í Þjórsárver- um. Menn skýla sér á bak við friðlandsmörkin, beinar línur dregnar á kort, afleiðing málamiðlana og deilna frá löngu liðinni tíð. Sjálf Þjórsárver eru náttúrufars- lega og landfræðilega miklu stærri en friðlandið. Nái Landsvirkjun sínu fram, með því að túlka miður ljós- an úrskurð ráðherra sér í hag, glatast óumdeilanlega hluti Þjórsárvera. Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins Sigur fyrir náttúruvernd Þetta er ósköp einfalt, úrskurður Jóns Krist- jánssonar ráðherra um Norðlingaölduveitu er afar skýr og felur í sér að Þjórsárverum er hlíft. Síðan túlkaði ráðherra úrskurð sinn enn frekar í umræðum á Alþingi þegar hann taldi sig byggja á 566 metrum. Þetta er túlkun ráð- herra á úrskurði sínum, sem er mikill sigur fyrir náttúruvernd og nýtingarsjónarmið. Ég trúi ekki öðru en að hugmyndir um að fara út fyrir þann úrskurð byggi á því að menn séu að skoða, en úrskurðurinn stendur engu að síður Er úrskurður ráðherra nógu skýr? Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Stúdentar ánægðir með LÍN „Ef leggja má út af þögninni er engu líkara en að stúdentar séu ánægðir með LÍN eins og sjóður- inn er rekinn í dag. Þó vita allir að af meiru en nógu er að taka þegar úrbætur á LÍN eru annars vegar.“ PÉTUR MAACK ÞORSTEINSSON Á VEFNUM POLITIK.IS Kynferðið skiptir öllu „...umræddur frambjóðandi, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, virð- ist með öllu búin að afskrifa þann möguleika að hún verði kosin vegna annars en eigin kyn- ferðis.“ RITSTJÓRNARGREIN Á VEFÞJÓÐVILJANUM Á ANDRIKI.ISURGUR ER Í UMHVERFISVERNDARFÓLKI VEGNA ÁFORMA LANDSVIRKJUNAR UM AÐ HAFA LÓN VIÐ NORÐLINGAÖLDU. SPURNING ER HVORT ÚRSKURÐUR RÁÐHERRA HAFI VERIÐ NÓGU SKÝR. ■ Hvernig svo sem þessar kosningar fara mun ekki verða afgerandi breyting á ís- lensku samfé- lagi á næstu árum. ■ „Það er athygl- isvert, að nú- verandi vald- hafar hafa átt í stöðugum deil- um við hópa eldra fólks og öryrkja um kjör þeirra allt kjör- tímabilið, en núna rétt fyrir kosningar lofar ríkisstjórnin þeim gulli og grænum skóg- um.“ ALDRAÐIR BÚA VIÐ BÁG KJÖR Tryggja þarf að aldraðir njóti sama réttar og aðrir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G O www.samfylking.is Félag einstæðra foreldra Tjarnargötu 2d, Reykjavík sími 551 1822 Framhaldsaðalfundur Félags einstæðra foreldra Framhaldsaðalfundur Félags einstæðra foreldra verður haldinn föstudaginn 2. maí 2003 í Skeljahelli, sal félagsins, í Skeljanesi 6, kl: 16:00. Dagskrá: 1. Fundur settur, skipan fundarstjóra og fundarritara. 2. Lagabreytingar. Tillaga til breytingar á 2.gr., 9.gr, 10gr., laga félagsins. 3. Kosning í stjórn, nefndir og kosning formanns. 4. Kosning löggiltra endurskoðenda. 5. Fundi slitð. Á aðalfundi ræður afl atkvæða úrslitum og hafa allir skuldlausir félagsmenn rétt til að kjósa. Hver félagsmaður hefur eitt atkvæði. Styrktarmeðlimir hafa rétt til setu á aðalfundi en ekki atkvæðisrétt. Félagsmönnum er bent á að greiða félagsgjald sitt fyrir árið 2003 inn á reikning félagsins, Félags einstæðra foreldra í Landsbanka Íslands 0111-26-24290, kt: 490371-0289 fyrir fundinn og sýna kvittun fyrir því ef þeir mæta.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.