Fréttablaðið - 30.04.2003, Page 25
kl. 16 -18 fimmtudaga til sunnudaga og
stendur til 4. maí.
Björg Örvar er með málverkasýn-
ingu í Galleríi Sævar Karls. Sýningin er
opin virka daga á opnunartíma verslun-
arinnar.
Málverkasýning Stefáns Bergs var
opnuð á sumardaginn fyrsta á veitinga-
staðnum Kránni, Laugavegi 73.
Ferðafuða nefnist sýning á miniatúr-
um, sem var opnuð í Áhaldahúsinu í
Vestmannaeyjum um páskana. Sýning-
in stendur til 27. apríl.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
MIÐVIKUDAGUR 30. apríl 2003 21
B
A
R
Á
T
T
U
D
A
G
U
R
V
ER
K
A
LÝ
Ð
SI
N
S Reykjavík: 1. maí kaffi í Iðnó að lokinni kröfugönguDagskrá:
- Atli Gíslason, lögmaður og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavík norður flytur hátíðarræðu
- Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari, Hrólfur Sæmundsson, barítón,
og félagar úr Maíkórnum troða upp. Kaffigjald: 500 krónur
Kópavogur: 1. maí kaffi á kosningaskrifstofunni í Bæjarlind 12 frá 16-18
Dagskrá hefst klukkan 17:
- Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur, fjallar um 1. maí í sögulegu ljósi
- Kristján Hreinsson flytur nokkur lög
- Jóhanna B. Magnúsdóttir, frambjóðandi í 1. sæti í SV-kjördæmi flytur hátíðarræðu
Hafnarfjörður: 1. maí kaffi í boði hafnfirskra frambjóðenda á U-listanum sem taka á
móti gestum með Þóreyju Eddu Elísdóttur í broddi fylkingar frá klukkan 16 til 18
1. maí kaffi á kosningaskrifstofum VG um land allt
Akranes: Kirkjubraut 18 klukkan 17 til 19
Borgarnes: Borgarbraut 44 klukkan 17 til 19
Ísafjörður: Hafnarstræti 14 klukkan 16 til 19
Sauðárkrókur: Aðalgötu 20 klukkan 17 til 19
Siglufjörður: Grundargötu 3 klukkan 16
Ólafsfjörður: Aðalgötu 1 klukkan 16
Akureyri: Hafnarstræti 94 klukkan 15:30 til 17
Húsavík: Neðri-Vör klukkan 17
Hérað: Gömlu TF-búðinni í Fellabæ
Neskaupstaður: Kosningaskrifstofa opnuð í Steininum með 1. maí kaffi klukkan 14
Selfoss: Austurvegi 44 frá klukkan 16
Reykjanesbær: Hafnargötu 54 frá klukkan 16
Vinstrihreyfingin – grænt framboð sendir launafólki
baráttukveðjur og hvetur landsmenn til að taka þátt í
1. maí hátíðahöldum um land allt.
Leiðrétting
Í dálkinum Besta kaffið í bæn-
um, sem birtist í blaðinu í gær,
átti að vera mynd af Eygló Harð-
ardóttur myndlistarkonu. Fyrir
mistök birtist mynd af alnöfnu
hennar og er beðist velvirðingar.
Í minningu læriföður
Það má segja að fyrri sónatan séöllu ljóðrænni og að sumu leyti
einfaldari í uppbyggingu. Seinni
sónatan er aftur á móti flóknara
verk og mjög dramatísk. Hún gefur
líka til kynna síðasta tímabilið á
ferli Brahms, sérstaklega þá fyrsti
kaflinn,“ segir Gunnar Kvaran
sellóleikari.
Hann ætlar ásamt Jónasi Ingi-
mundarsyni píanóleikara að flytja
báðar sellósónötur Jóhannesar
Brahms á tónleikum í Salnum í
Kópavogi í kvöld. Þessi tvö verk eru
það eina sem Brahms samdi um æv-
ina fyrir þessa hljóðfæraskipan.
„Fyrri sónatan, opus 38 í e-moll,
var samin árið 1865, en sú síðari,
sem er opus 99 í F-dúr, var samin
árið 1886. Það leið því 21 ár á milli
þeirra og þær gefa því afskaplega
áhugaverða mynd af tónskáldskap
Brahms.“
Gunnar segir að þeir Jónas hafi
lengi haft í huga að leika þessar
tvær sónötur saman á tónleikum, en
ekkert orðið af því fyrr en nú. Jónas
hefur áður leikið fyrri sónötuna, en
aldrei þá síð-
ari. Gunn-
ar hefur
l e i k i ð
þær báð-
ar áður,
en þá
seinni aldrei hér á Íslandi fyrr en
nú.
„Við Jónas ákváðum að tileinka
þessa tónleika Árna Kristjánssyni,
píanóleikara og píanókennara, sem
lést fyrir fáeinum vikum.
Árni var kennari Jónasar í Tón-
listarskólanum í Reykjavík og þeim
varð vel til vina. Gunnar kynntist
Árna líka vel og lék með honum
kammertónlist við nokkur tæki-
færi.
„Mér fannst alltaf að ég væri í
raun nemandi Árna Kristjánssonar.
Hann hafði gífurleg áhrif á þróun
tónlistarlífs á Íslandi á 20. öldinni
og það má segja að hann hafi verið
goðsögn í lifanda lífi.“
Árni lék báðar sellósónötur
Brahms margoft um ævina. Jónas
Ingimundarson segist aldrei hafa
heyrt Árna leika nokkurt verk jafn-
oft og seinni sónötuna.
„Okkur þykir því ákaflega vænt
um að geta vottað honum virðingu
okkar með þessum verkum.“
gudsteinn@frettabladid.is
■ TÓNLIST
JÓNAS
INGIMUNDARSON
OG GUNNAR KVARAN
Þeir flytja báðar selló-
sónötur Brahms á tónleik-
um í Salnum klukkan átta
í kvöld.