Fréttablaðið - 30.04.2003, Síða 29

Fréttablaðið - 30.04.2003, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 30. apríl 2003 25 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 11 THE CORE kl. 8 b.i 12 ára SKÓGARLÍF 2 kl. 6 ABRAFAX OG SJÓRÆN. kl. 4 tilb. 400 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30 b.i.14.ára THE HOURS b.i. 12 kl. 5.40 CHICAGO b.i. 12 kl. 8 MAID IN MANHATTAN kl. 8 og 10.20 Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 11 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 b.i. 12 ára SHANGHAI KNIGHTS Það hvarflar nú varla að manni aðmynd sem beri titilinn Skotheld- ur munkur geti verið góð. Það er eitthvað svo yfirmáta hallærislegt við þessa yfirskrift að innihaldið getur ekki verið upp á marga fiska þannig að það er ekki hægt að skammast yfir því að Bulletproof Monk sigli undir fölsku flaggi. Nafnið er asnalegt og myndin líka. Hinn annars ágæti leikari Chow Yun Fat leikur hér Tíbetmunk sem kann að slást eins og hetjurnar í Crouching Tiger, Hidden Dragon og Matrix og við fáum því nóg af karate sem er óháð þyngdarlögmál- inu. Hann er verndari gamallar bók- rullu sem er þeim göldrum gædd að sá sem les hana verður almáttugur. Gamall nasisti vill öðlast þetta vald og nota það í þjóðernishreinsunum og upphefst því mikill eltingarleik- ur munks og nasista í San Francisco nútímans, en ekki hvað? Þetta er auðvitað galið og slags- málin, hasarinn og niðursuðudósa- heimspekin nægja ekki að bæta hriplekt handritið. Hér er hverri hasamyndaklisjunni smurt ofan á aðra og þegar maður er búinn að sjá fyrstu 10 mínúturnar er maður eiginlega búinn að sjá myndina alla. Fat er hátt skrifaður hjá undir- rituðum en það verður að segjast eins og er að hann hefur ekki notið sín sem skyldi í Hollywood. Það fer honum miklu betur að bregða brandi en slást og fyrir vikið er þessi mynd sú alversta sem hann hefur komið nálægt frá því hann kom funheitur frá Hong Kong. Þórarinn Þórarinsson BULLETPROOF MONK Aðalhlutverk: Chow Yun-Fat, Seann William Scott Umfjöllunkvikmyndir Hjakkað í klisjum Sjónvarpssápuleikkonan JenniferLove Hewitt er líklegast þekkt- ust fyrir allt annað en söng, a.m.k. í Evrópu. Þessi 24 ára gamla hnáta var þó búin að gefa út þrjár breið- skífur áður en hún gaf út „Bare- naked“ sem hér er umtalsefni. Hún er svolítið sæt og reynir eft- ir bestu getu að ryðja sér til rúms á þeim sveitapoppsmarkaði sem land- ar hennar Shania Twain og Faith Hill eru allsráðandi á. Söngpuðið virðist loksins vera að skila henni einhverjum árangri og lagið „Can I Go Now?“ komið í spilun á MTV. Jennifer lætur smíða utan um sig lögin og réð hina gallhörðu Mer- edith Brooks, sem söng „I’m A Bitch“ hérna um árið, til verksins. Þeir sem muna eftir því lagi vita eiginlega nákvæmlega að hverju þeir ganga hér. Ég var aldrei neitt sérlega hrif- inn af hinni sjálftitluðu tík, ungfrú Brooks, og gat því ekki haft gaman af þessari. Undarlegast finnst mér þó að stelpa sem er rétt skriðin yfir tvítugt skuli reyna að troða sér inn á 35+ tónlistarsenuna. Þeir unglings- strákar sem hafa verið slefandi yfir henni frá því þeir sáu hana fyrst í „Party of Five“ hlusta líklegast á öllu þyngri tónlist. Þessi plata hentar vel í bíla- geislaspilara tveggja barna mæðra á leið í Bláa Lónið á frídegi. Þessi leiðindi hreyfa lítið við okkur hinum. Flagð undir fögru skinni, eða bara saklaus áttavilt smástelpa? Birgir Örn Steinarsson JENNIFER LOVE HEWITT: Barenaked Umfjölluntónlist Orðin of gömul of ung 28 DAYS LATER b.i. 16 kl. 10.20 THE GOOD GIRL b.i. 16 kl. 6 Fréttiraf fólki Okkur Íslendingum finnst vístskemmtilegt að tengja okkur við hluti úti í hinum stóra heimi. Kvikmyndin „Bulletproof Monk“, sem nú er í bíó, er ekki laus við Íslands- tengslin þó lang- sótt séu. Leikar- inn Ingvar E. Sigurðsson fór nefnilega í prufu fyrir myndina. Reyndi hann að hreppa eitt aðalhlutverkið við hlið Chow-Yun Fat en laut í lægra haldi fyrir gamanleikaranum Seann William Scott. Jack Osbourne, sonur rokkaransOzzy, er á leiðinni í meðferð. Ekki er gefið upp hvaða lyfjum hinn 17 ára gamli piltur er orðinn háður. Pabbi hans var alræmdur fyrir misnotkun sína á drykk og eiturlyfjum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.