Fréttablaðið - 30.04.2003, Qupperneq 36
Ætli það séu ekki 20 fermetr-ar á haus,“ segir Þorvaldur
Stefán Jónsson, verkefnisstjóri
hjá Orkuveitu Reykjavíkur, um
vinnusvæði starfsmanna fyrir-
tækisins. Alls eru nývígðar höf-
uðstöðvar Orkuveitunnar 14
þúsund fermetrar en í útreikn-
ingum Þorvaldar er einungis
gengið út frá 5 þúsund fermetra
skrifstöðuaðstöðu. Væri heild-
arfjölda fermetranna deilt niður
á starfsmennina hefði hver og
einn um 60 fermetra til ráðstöf-
unar. Þá eru bílastæði undan-
skilin.
„Í skrifstofurýminu gætum við
hins vegar tvöfaldað fjölda starfs-
manna því leiðslur og lagnir bjóða
upp á það,“ segir Þorvaldur Stef-
án og leggur áherslu á sveigjan-
leika aðstöðunnar, sem býður upp
á margs konar möguleika í upp-
röðun enda vinnusvæðið allt opið.
Hefur því verið vel tekið af
starfsmönnum þó Þorvaldur geti
ekki neitað því að sumum hafi
þótt erfitt að koma úr lokaðri
skrifstofu og í þetta opna rými:
„En menn venjast þessu,“ segir
hann.
Enn standa tvær hæðir í höfuð-
stöðvum Orkuveitunnar auðar og
er stefnt að því að leigja þær út.
Frá því hefur enn ekki verið
gengið. ■
32 30. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
ORKUVEITAN
Enn standa tvær hæðir auðar en stefnt að því að leigja þær út.
20 fermetrar á haus
Tryggingar
■ Höfuðstöðvar Orkuveitunnar rísa eins
og brúin á Titanic upp úr melunum í
Árbæ. Alls 14 þúsund fermetrar og þar
starfa 400 manns. Skrifstofuhúsnæðið er
þó aðeins 5 þúsund fermetrar.
Kröfuganga á afmælisdegi
52 ÁRA „Ég fer alltaf í kröfugöngu á
afmælisdaginn og ég held að ég hafi
gert það á hverju einasta ári ævinn-
ar“, segir Álfheiður Ingadóttir, líf-
fræðingur og þingframbjóðandi
Vinstri grænna. „Pabbi var mikill
verkalýðssinni og 1. maí var alltaf
haldinn hátíðlegur í minni fjöl-
skyldu. Ég hef haldið þeirri hefð
áfram og finnst það skipta máli.“
Frídagur verkalýðsins er vita-
skuld einnig persónulegur hátíðis-
dagur hjá Álfheiði. „Ég var alveg
sannfærð um það, áður en ég komst
til vits og ára, að lúðrablásturinn og
skrúðgöngurnar væru út af því að
ég ætti afmæli.“ Afmælishald Álf-
heiðar hefur jafnan tekið mið af
deginum og seinni árin hefur hún
haft það fyrir sið að bjóða sínum
nánustu í hádegissnarl áður en lagt
er af stað í kröfugönguna.
„Ég hélt stóra veislu þegar ég
varð fimmtíu ára enda finnst mér
gaman að bjóða til mín gestum og
geri það við hvert tækifæri. Þar
sem afmælið ber upp 1. maí hefur
það sett hátíðarhöldum svolítinn
ramma en þannig var alltaf hægt að
gera sér glaðan dag kvöldið áður,
þar sem dagurinn eftir var almenn-
ur frídagur. Þetta kom sér sérstak-
lega vel þegar maður var á partí-
aldrinum en svo hefur þetta þróast í
hádegisverð með ættingjum og vin-
um.“
Álfheiður er á kafi í kosninga-
baráttunni og hefur gaman af. „Mín
vegna mættu vera kosningar á
tveggja ára fresti. Vinstri grænir
verða með baráttufund í Iðnó eftir
gönguna. Ætli hann verði ekki bara
afmælisveislan í ár og þá er best að
taka það fram að afmælisgjafir eru
óþarfar en fólk má gjarnan kaupa
miða í kosningahappadrætti Vinstri
grænna“, segir kröfugönguglaði
frambjóðandinn og hlær. ■
Afmæli
ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR
■ líffræðingur er 52 ára á morgun. Hún
heldur upp á daginn með því að fara í
kröfugöngu en hún hefur ekki látið sig
vanta í þær frá því hún var barn og gildir
þá einu hvort hún hefur verið búsett er-
lendis eða hér heima.
www.samfylking.is
ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR
Ætlar að ganga undir merkjum femínista í
kröfugöngunni 1. maí.