Fréttablaðið - 30.04.2003, Side 38

Fréttablaðið - 30.04.2003, Side 38
Hrósið 34 30. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR Vinnan er stór hluti af lífinu einsog hjá mörgum opinberum starfsmönnum. Henni lýkur sjaldn- ast klukkan fjögur,“ segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi, sem leikið hefur aukahlutverk og jafn- vel stundum aðalhlutverk í opinber- um hneykslismálum sem skekja þjóðfélagið með reglulegu millibili. En Sigurði finnst það ekkert sér- staklega spennandi: „Við upplifum okkur ekki sem hetjur í sjónvarps- þáttum. Þetta er bara vinna,“ segir hann. Sigurður er endurskoðandi að mennt, lauk námi 1982 í síðasta ár- gangi endurskoðenda áður en við- skiptafræðimenntun var gerð að skilyrði fyrir löggildingu. Var einn af þeim fyrstu sem lögðu tölvunám fyrir sig og var í Danmörku þeirra erinda um það leyti sem Kennedy Bandaríkjaforseti var skotinn í Dallas. Starfaði um skeið við tölvur hjá Loftleiðum og Skýrsluvélum ríkisins, þar sem hann var stjórnar- formaður í 13 ár. Síðan lá leiðin í fjármálaráðuneytið og ríkisendur- skoðandi hefur Sigurður verið frá árinu 1986. Sigurður er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur og býr þar enn. Það getur verið slítandi að liggja yfir pappírum daglangt en við því sér Sigurður með því að stunda lík- amsrækt þrisvar í viku í Teknosport í Hafnarfirði. Það auðveldar honum pappírsvinnuna og gefur honum þrek til frekari endurskoðunar: „Í æsku var ég ötull sundmaður og keppti meðal annars í skriðsundi. Vann meira að segja til verðlauna en var aldrei bestur,“ segir Sigurð- ur af hógværð og hefur viðhaldið sundkunnáttunni í Laugardalslaug- inni eins og tími hefur gefist til. „Já, ég er vel syndur,“ segir hann. Sigurður 61 árs að aldri og ekkjumaður. Eiginkona hans, Hin- rika Halldórsdóttir, lést í desember- mánuði síðastliðnum. Saman áttu þau þrjú börn. ■ Persónan SIGURÐUR ÞÓRÐARSON ■ ríkisendurskoðandi leikur aukahlutverk og stundum aðalhlutverk í opinberum hneykslismálum sem skekja þjóðfélagið með reglulegu millibili. En vinnan er einnig annað og meira. Og lífið líka. Fær Ellert B. Schram fyrir aðhalda æskuljómanum í nýju embætti sem formaður Samfylk- ingarfólks 60 ára og eldra – 60 plús. Endurskoðandi í skriðsundi KAFTEINN OFURBRÓK Bjarni Fr. Karlsson þýðir ótrúleg ævintýri Kafteins Ofurbrókar, en þriðja bókin um kappann var valin besta þýdda barnabókin í keppni Borgarbókasafnsins um Bókaverð- laun barnanna. Kafteinn Ofurbrók: Ómótstæði- leg hetja BÆKUR Kafteinn Ofurbrók átti góðan dag á afmælishátíð Borg- arbókasafnsins á sumardaginn fyrsta en hann sigraði með yfir- burðum í flokki þýddra bóka í keppninni um Bókaverðlaun barnanna. Val barna á aldrinum 6 til 12 ára liggur að baki verð- launaafhendingunni og mikill meirihluti þeirra taldi Kaftein Ofurbrók og innrás ótrúlega asnalegu eldhúskerlinganna utan úr geimnum bestu barna- bókina sem kom út á síðasta ári. Þetta er þriðja bókin um Of- urbrókina sem kemur út á ís- lensku hjá JPV-Útgáfu og út- gáfustjórinn Jóhann Páll Valdi- marsson segist „auðvitað mjög stoltur fyrir hönd hins merka Kafteins Ofurbrókar, sem börn- in hafa tekið fagnandi hér á landi sem erlendis.“ Þá má geta þess að ævintýrum ofurhetjunn- ar á nærbrókinni er síður en svo lokið og fjórða bókin um kapp- ann er væntanleg í vetur. ■ Mjódd • Dalbraut • Austurströnd Mjódd • Dalbraut • Austurströnd 1000 kr. tilboð Aukaálegg að eigin vali kr. 150 kr. 1.000 Stór pizza með 2 áleggstegundum SIGURÐUR ÞÓRÐARSON Einn af þeim fyrstu sem lærðu á tölvur og var í Danmörku við nám í þeim fræðum árið sem Kennedy Bandaríkjaforseti var skotinn í Dallas. Magadans góður fyrir bakið Þetta er líkamsrækt og alhliðaafþreying,“ segir Elísabet Grétarsdóttir, sem á dögunum stofnaði Magadansafélag Reykja- víkur ásamt vinkonum sínum. Magadansinum kynntist Elísabet í Kramhúsinu en upptökin má rekja til tveggja palestínskra stúlkna sem hér búa og fluttu magadansinn með sér að heiman. „Við erum orðnar 20 og æfum einu sinni í viku en stefnum á öfl- ugra starf og fleiri félaga,“ segir hún. Elísabet og hinar magadans- meyjarnar vilja breyta ímynd dansins hér á landi og leggja áherslu á að upphaflega hafi dans- inn eingöngu verið ætlaður kon- um – fyrir konur. Það séu seinni tíma hugmyndir að magadans- meyjar dansi fyrir karlmenn á eggjandi hátt með skírskotun til frekari kynna: „Þetta eru hressandi æfingar og sérstaklega góðar fyrir bakið. Þá eykur dansinn sjálfsöryggi og þá ekki síst þegar dansararnir finna konuna í sjálfum sér,“ segir Elísabet, sem er tilbúin að koma fram á skemmtunum ásamt vin- konum sínum og nefnir þá sér- staklega árshátíðar: „En við döns- um ekki í karlasamkvæmum því þá halda karlarnir að þeir séu að fá allt annað en til stóð. Það er eitt af því sem við viljum koma til skila,“ segir hún. Magadansarafélagið hélt hátíð í Kebab-húsinu við Grensásveg um síðustu helgi og mættu þar hartnær hundrað konur sem reyndu með sér í magadansi við glymjandi arabíska tónlist og dýrlegar veitingar í mat og drykk. Stefnt er að framhaldi á slíkum skemmtunum. Annars starfar Elísabet Grétarsdóttir sem markaðsfræðingur hjá hug- búnaðarfyrirtæki í höfuðborg- inni. Frá því starfi er magadans- inn góð hvíld. eir@frettabladid.is MAGADANS Á GRENSÁSVEGI Tilbúnar á skemmtikvöld – þó ekki í karlaklúbba. Magadans ■ Hópur kvenna hefur stofnað maga- dansafélag og æfir stíft. Magadansinn er sagður góður fyrir heilsuna og ekki síst þegar dansararnir finna konuna í sjálfum sér. Þær dansa nú 20 saman. Símafyrirtækið Og Vodafoneefnir til fagnaðar við sundin blá síðdegis í dag. Er þangað boðið velunnurum fyrirtækisins og ýmsum viðskiptavinum – þó ekki öllum því ekkert hús á landinu rúmar þann fjölda allan. Til tíðinda telst að í veislunni ætla forráðamenn Og Vodafone að frumsýna Formúlu 1 Ferrari- bifreið Michael Schumacher kappaksturskappa. Sjálfur verð- ur Michael ekki á staðnum en líklega í símasambandi og þykir það vel við hæfi. Það verður mikið um dýrðirÞegar verktakafyrirtækið Ístak vígir nýjar höfuðstöðvar sínar 8. maí næstkomandi. Byggt hefur verið nýtt hús að Engjateigi 7 eftir teikningu danska arkitektsins Jan Sönd- ergaard, sem hafði Almannagjá á Þingvöllum til hliðsjónar við gerð hússins. Arkitektinn mun hafa heillast mjög af Almanna- gjá er hann kom þangað en að öllu jöfnu starfar hann sem hönnuður hjá Bang & Olufsen í Kaupmannahöfn. Róbert Marshall, fréttamaðurá Stöð 2, var kjörinn for- maður Blaðamannafélags Ís- lands á aðalfundi félagsins á mánudaginn. Hann lagði Guð- rúnu Helgu Sigurðardóttur, blaðamann á Frjálsri verslun, í kosningu með 32 atkvæðum gegn 26. Samkvæmt fréttavefn- um www.frettir.com, sem fjöl- miðlamaðurinn Steingrímur Ólafsson heldur úti, töldu marg- ir blaðamenn að stjórnin ætlaði að koma Guðrúnu Helgu í for- mannssætið átakalaust, meðal annars með því að boða sem fæsta félaga til fundarins, en einhver misbrestur hafði orðið á að félagar fengju „bréflega boðun eins og þó er skylt sam- kvæmt lögum félagsins“. Frett- ir.com nefna þessu til stuðnings að „óvenju lágt fór að formað- urinn Hjálmar Jónsson, blaða- maður á Morgunblaðinu, hygð- ist segja af sér formennsku.“ Þrátt fyrir að sex framboð séuí boði á landsvísu og eitt að auki í Suðurkjördæmi hefur ver- ið haft á orði að eitt framboð vanti. Þar er um að ræða fram- boð Félags íslenskra þjóðernis- sinna. Jón Vigfússon, formaður félagsins, sagði í janúar að verið væri að vinna að framboði flokksins í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi. Sjálfur átti hann að vera oddviti í Norðvesturkjördæmi og bróðir hans, Hlynur Freyr, varaformað- ur félagsins sem dæmdur var fyrir kynþáttafordóma, í öðru sæti. ■ M YN D /I N G A R AN N VE IG Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.