Fréttablaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 39
35MIÐVIKUDAGUR 30. apríl 2003
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að Blaða-
mannafélag Íslands hefur fengið Marshall-
aðstoð.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Víetnam.
Kjartan Gunnarsson.
Jennifer Lopez.
ÞEIR FISKA SEM RÓA, EÐA HVAÐ?
Hún er ekki fiskilegt vatn tjörnin, skrifaði
Steinn Steinarr um Reykjavíkurtjörn. Ungt
Samfylkingarfólk reri þar samt í gær. Til-
gangurinn var að benda á það með tákn-
rænum hætti að núverandi fiskveiðistjórn-
unarkerfi hindri nýliðun í greininni. Nýliðar
geti ekki hafið veiðar nema kaupa rétt af
þeim sem fyrir eru í greininni.
Lýsuhólsskóli:
Umhverfis-
vænn skóli
VIÐURKENNING Lýsuhólsskóli hefur
bæst í hóp þeirra skóla sem hafa
orðið þess heiðurs aðnjótandi að
hljóta Grænfánann. Fáninn er al-
þjóðleg viðurkenning fyrir fram-
úrskarandi starf að umhverfis-
vernd og umhverfis- og náttúru-
fræðslu.
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir,
formaður Landverndar, afhenti
skólanum fánann og alþjóðlegt
skjal til staðfestingar viðurkenn-
ingunni. Lýsuhólsskóli er fimmti
skólinn sem hlýtur þessa viður-
kenningu, en einn leikskóli hefur
fengið hana. ■
STEINGRÍMUR JOÐ
Einstakur að nafninu til.
Aðeins einn
Steingrímur
Joð
FÓLK Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu Íslands er aðeins einn
einstaklingur sem heitir Stein-
grímur Jóhann í þjóðskrá. Með
því skapar Steingrímur J. Sigfús-
son sér sérstöðu meðal formanna
stjórnmálaflokkanna, en allir hin-
ir eiga sér fjölda alnafna sé litið
til eiginnafna hvort sem þau eru
eitt eða tvö. Sé Joðinu sleppt eru
Steingrímarnir á landinu öllu 290
talsins.
Össur Skarphéðinsson heitir
sjaldgæfu nafni því aðeins 23
bera það nafn með honum. Davíð-
ar eru 932 og Halldórar 1.521.
Guðjónar eru 1.211 en sé milli-
nafninu Arnar bætt við eins og hjá
formanni Frjálslynda flokksins
reynast þeir aðeins 10 að tölu.
Sé Ingibjörgu Sólrúnu bætt í
hópinn kemur í ljós að Ingibjörg-
ur í landinu eru alls 2.437 talsins
en Ingibjörgur Sólrúnar aðeins 4.
Hörð barátta var um Norður-landameistaratitil í pípu-
lögnum á móti sem haldið var í
Finnlandi. Smári Freyr Smárason
stóð sig frábærlega í keppninni.
„Það eru veitt fyrstu verðlaun, en
dómari sagði mér að frammi-
staða mín hefði þýtt annað til
þriðja sæti.“
Mistök urðu í undirbúningi
keppninnar. Keppendur fengu
sendar upplýsingar um með
hvaða efni yrði unnið hálfum
mánuði fyrir keppni. Upplýsing-
arnar komu ekki til Smára.
„Þetta var mest kopar, sem við
vinnum nánast ekkert með hér.
Þarna voru því hlutir sem ég
hafði aldrei gert áður,“ segir
Smári. „Ef ég hefði vitað það og
æft mig á koparnum, þá hefði ég
unnið þessa keppni. Ég er með
það á hreinu.“ Honum tókst að
leysa vandamálin og var ekki
langt á eftir Finnanum sem sigr-
aði. „Hann náði forskoti fyrsta
daginn og tókst að halda því.“
Það sem skiptir máli í keppn-
inni er að klára verkið, að lögnin
líti vel út og að hún haldi þrýst-
ingi. Keppnin stendur í þrjá
vinnudaga. „Það er mikil krafa
um nákvæmni og skekkjumörk í
beygjum eru kannski um tveir
millimetrar.“ Smári segir að
pressan hafi verið mikil, enda
keppnin í stórri sýningarhöll og
þúsundir áhorfenda.
Aldursmörk eru í keppninni
og má Smári ekki keppa aftur.
Hann segist þó luma á góðum
ráðum til næsta keppanda fyrir
Ísland. „Þeir voru allir með
þjálfara þessir strákar og ég
ætla að leggja til að við gerum
það líka næsta ár.“ ■
HÆRRA, HRAÐAR, MEIRA
Smári Freyr Smárason beitir logsuðugræj-
unum af mikilli leikni fyrir framan áhorf-
endur á Norðurlandameistaramótinu í
pípulögnum.
Pípulagnir
SMÁRI FREYR SMÁRASON
■ stóð sig feikivel í Norðurlandamóti í
pípulögnum, þrátt fyrir skemmri undir-
búning en hinir og efnivið sem er lítið
notaður hér á landi.
Pípari í fremstu röð