Fréttablaðið - 12.05.2003, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 18
Leikhús 18
Myndlist 18
Bíó 20
Íþróttir 16
Sjónvarp 22
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
FÓLK
Skapandi
vinna
AFMÆLI
Ekki blásið
í lúðra
MÁNUDAGUR
12. maí 2003 – 107. tölublað – 3. árgangur
bls. 36 bls. 38
PERSÓNAN
Tölvugúrú
kosninganna
bls. 38
FÓLK
bls. 16
Maraþon
próflestur
FÓTBOLTI
Chelsea í
Meistara-
deildina
bls. 36
FUNDUR Ráðherra Evrópumála í sló-
vensku ríkisstjórninni, Janez
Potocnik, verður gestafyrirlesari í
Hátíðasal Háskóla Íslands í tilefni
Evrópudagsins, sem var 9. maí síð-
astliðinn. Potocnik flytur fyrirlest-
ur um reynslu Slóveníu af stækkun
Evrópusambandsins frá sjónarhóli
lítils ríkis. Ólafur Þ. Harðarson,
forseti félagsvísindadeildar, sér um
fundarstjórn. Fundurinn hefst
klukkan 16.30.
Evrópumálin rædd
í Háskóla Íslands
TÓNLEIKAR Vortónleikar Tónlistar-
skólans í Reykjavík verða haldnir í
Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir
hefjast klukkan 20. Efnisskráin er
fjölbreytt og aðgangur ókeypis.
Vortónleikar
FUNDUR Fyrsti hádegisfundurinn af
þremur um MBA-nám verður hald-
inn í Háskólanum í Reykjavík í dag
undir yfirskriftinni Er vit í nýsköp-
un? Inngangserindi flytur Hannes
Smárason, aðstoðarforstjóri
DeCode. Að því búnu kynna fjórir
MBA-nemendur verkefni sín.
Er vit í nýsköpun?
STJÓRNARMYNDUN Samfylkingin
hefur gert Framsóknarflokknum
óformlegt tilboð um ríkisstjórnar-
samstarf, samkvæmt áreiðanleg-
um heimildum Fréttablaðsins, þar
sem gert er ráð fyrir að Halldór
Ásgrímsson, for-
maður Framsókn-
arflokksins, verði
forsætisráðherra í
samsteypustjórn
flokkanna tveggja.
Ljóst er hins vegar
að vilji er til þess á
meðal forystu Framsóknarflokks-
ins að kanna fyrst áframhaldandi
samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
Þeir Halldór Ásgrímsson og Davíð
Oddsson ræddu saman á fundi í
Ráðherrabústaðnum á hádegi í
gær. Áætlað er að þeir fari fram á
umboð þingflokka sinna í dag til
þess að hefja formlegar viðræður.
Af viðtölum við heimildarmenn
innan Framsóknarflokksins að
dæma leggja framsóknarmenn á
það mjög ríka áherslu að flokkur-
inn fái embætti forsætisráðherra
í næstu ríkisstjórn, hvort sem það
yrði með Sjálfstæðisflokki eða
Samfylkingu. Eftir niðurstöðu
kosninganna er flokkurinn í lykil-
aðstöðu til að gera slíka kröfu.
Einn viðmælenda blaðsins í þing-
flokki Framsóknar nefndi þann
möguleika að í stjórn Framsóknar
og Sjálfstæðisflokks myndu fram-
sóknarmenn taka 5 ráðherraemb-
ætti og sjálfstæðismenn 7, en
Framsóknarflokkurinn fengi for-
sætisráðuneytið.
Blendnar tilfinningar eru í röð-
um framsóknarmanna í garð hug-
mynda um samstarf við Samfylk-
inguna, þó svo flokkurinn útiloki
ekki neitt í því sambandi. Einn
framsóknarþingmaður, sem ekki
vildi láta nafns síns getið, benti á
að slík tveggja flokka stjórn
myndi einungis byggjast á eins
manns meirihluta. Innan flokk-
anna beggja, og þá einnig innan
Framsóknarflokksins, væru ein-
staklingar sem erfitt væri að
treysta fyrir lífi slíkrar stjórnar.
Frjálslyndir hafa lýst sig reiðu-
búna að koma með í stjórn Sam-
fylkingar og Framsóknarflokks og
auka þar með meirihluta hennar.
Viðmælendur blaðsins á meðal
Frjálslyndra telja verulega miklar
líkur á að hægt yrði að komast að
samkomulagi um sjávarútvegs-
mál ef flokkurinn yrði kallaður að
viðræðuborðinu.
gs@frettabladid.is
KOSNINGAR Það eru mikil vonbrigði
að stjórnarandstöðunni skyldi ekki
hafa tekist að fella ríkisstjórnina,
að mati Steingríms J. Sigfússonar,
formanns Vinstri grænna.
„Ég er alls ekki sáttur við að við
skyldum hafa tapað aðeins fylgi,
þó það sé nú óverulegt,“ segir
Steingrímur J. „Við vorum óheppin
og töpuðum einum þingmanni á
meðan Framsóknarflokkurinn var
t.d. mjög heppinn. Hann heldur
sínum tólf mönnum, þrátt fyrir að
hafa tapað meira fylgi en við.“
Steingrímur J. segist ekki
reikna með öðru en að Vinstri
grænir verði áfram í stjórnarand-
stöðu næstu fjögur árin. Þjóðin
hafi kosið yfir sig sömu ríkisstjórn
áfram „Það hlýtur að vera sérstakt
umhugsunarefni fyrir þjóðina að
hafa leyft Framsóknarflokknum að
kaupa sig upp í kjörfylgið á nýjan
leik með gríðarlega kostnaðar-
samri auglýsingabaráttu.“
Steingrímur J. segir að Frjáls-
lyndi flokkurinn sé sigurvegari
kosninganna þó Samfylkingin hafi
vissulega fengið góða kosningu.
Frjálslyndir hafi nánast tvöfaldað
fylgi sitt og séu búnir að festa sig í
sessi hægra megin við miðju ís-
lenskra stjórnmála. Það séu ákveð-
in pólitísk tíðindi. ■
STA Ð R EY N D UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
REYKJAVÍK Norðlæg átt
5-8 m/s og léttskýjað.
Hiti 2 til 9 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 5-8 Léttskýjað 6
Akureyri 5-10 Skýjað 3
Egilsstaðir 5-10 Slydda 0
Vestmannaeyjar 5-10 Léttskýjað 7
➜
➜
➜
➜
+
+
Formaður Vinstri grænna segir vonbrigði að ekki hafi tekist að fella stjórnina:
Framsókn keypti sig upp í kjörfylgið
Halldóri gefst kostur
á forsætisráðuneytinu
Samfylkingin hefur boðið formanni Framsóknarflokksins stól forsætisráðherra í mögulegri
tveggja flokka stjórn. Framsókn mun hefja viðræður við sjálfstæðismenn í dag.
Veðurblíða:
Sumar-
stemning í
Nauthólsvík
VEÐUR Veðrið lék við höfuðborgar-
búa í gær og mátti víða sjá fólk
njóta vorblíðunnar. Í Nauthólsvík
lagði fjöldi manns leið sína og
klæddu sig margir úr sokkum og
skóm og óðu í flæðarmálinu.
Í dag verður hiti á bilinu 1 til
10 stig. Kaldast er norðan til en
hlýjast á Suðurlandi. Á morgun
og miðvikudag verður léttskýjað
norðan- og austan til, en annars
skýjað með köflum. Sunnanátt
verður ríkjandi á fimmtudag og
bjartviðri norðaustan til, en
skýjað í öðrum landshlutum. Á
föstudag suðaustanátt, léttskýjað
austan til, en súld öðru hverju
suðvestan- og vestanlands.
Austlæg átt á laugardag og
skýjað með köflum. Hlýnandi
veður. ■STRANDLÍF Í HÖFUÐBORGINNI
Sumir voru á táslunum í flæðarmálinu, sumir hættu sér lengra út. Veðrið lék við fólk í Nauthólsvík.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Formaður Vinstri grænna segist ekki vera
sáttur við úrslit kosninganna. Flokkurinn
hafi verið óheppinn að tapa einum þing-
manni.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Rík krafa er um það á meðal framsóknar-
manna að hann leiði næstu ríkisstjórn,
hver sem hún verður.
■
Frjálslyndir hafa
lýst sig reiðu-
búna að koma
með í stjórn
Framsóknar og
Samfylkingar.