Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 10
KOSNINGAR Bæði Sjálfstæðisflokk- urinn og Samfylkingin fengu fjóra þingmenn í Suðvesturkjör- dæmi. Enginn þingmaður kjör- dæmisins missti sæti sitt á þingi, en þrír nýir koma inn. Alls voru 48.857 manns á kjörskrá í kjör- dæminu, en at- kvæði greiddu 43.252 og var kjörsókn því 88,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 420. Athygli vekur að meiri- hluti þingmanna kjördæmisins er konur, eða sex af ellefu. Það er töluvert hærra hlutfall en á land- inu í heild, þar sem aðeins 20 af 63 þingmönnum eru konur. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæp 44,7% í gamla Reykjanes- kjördæminu fyrir fjórum árum og tapaði því rúmum 6 prósent- um nú miðað við úrslitin þá. Sjálfstæðismenn fengu samt sem áður fimm þingmenn kjörna. Bjarni Benediktsson, 33 ára lög- fræðingur úr Garðabæ, náði kjöri sem uppbótarþingmaður og kemur nýr inn á þing. Samfylkingin fékk tæp 33% í kjördæminu, um 5 prósentum meira en flokkurinn fékk fyrir fjórum árum í gamla Reykjanes- kjördæminu. Allir þrír þingmenn flokksins í kjördæminu héldu sætum sínum og Katrín Júlíus- dóttir, 28 ára Kópavogsbúi, náði auk þess kjöri. Frjálslyndi flokkurinn bætti verulega við sig miðað við kosn- ingarnar fyrir fjórum árum. Hann fékk 4,6% þá en í fyrradag fékk hann 6,7%. Gunnar Örn Ör- lygsson kemur nýr inn á þing fyr- ir flokkinn. Hann komst inn sem uppbótarþingmaður. Vinstri grænir fengu svipaða útkomu og í gamla Reykjanes- kjördæminu, 6,2%. Það dugði hins vegar ekki til þess að flokkurinn næði manni inn. Óhætt er að segja að Fram- sóknarflokkurinn hafi unnið varnarsigur í kjördæminu. Hann fékk 14,9% og einn þingmann. Páll Magnússon var nálægt því að komast inn, en hann vantaði rúm 300 atkvæði til þess. trausti@frettabladid.is 10 12. maí 2003 MÁNUDAGUR Maður í gæslu: Stakk fimm með hnífi LÖGREGLUMÁL Maður um tvítugt var handtekinn á laugardagmorg- un eftir að hann stakk fimm menn með hnífi í Mosfellsbæ. Fimmmenning- arnir voru allir fluttur á slysa- deild Landspít- ala. Enginn er í lífshættu. Hníf- urinn fannst. Um tuttugu voru saman þegar stungumaðurinn réðst að mönnunum. Talið er að hann hafi þekkt gestina og átt það erindi eitt að efna til leiðinda. Hann flúði en náðist fljótt. Hann var undir áhrifum áfengis en situr nú í gæsluvarðhaldi. Málið er í rann- sókn. ■ Þrír nýir þingmenn í Suðvesturkjördæmi Þjónustuver VÍS svarar fyrirspurnum í síma 560 5000 eða á upplysingar@vis.is. Vátryggingafélag Íslands, Ármúla 3, 108 Reykjavík, www.vis.is Hvernig röðum við saman tryggingunum okkar? Mars 2003 Fjölskylduvernd VÍS Hringdu í síma 560 5000 og fáðu sendan bækling um fjölskylduvernd VÍS. Lítið eða stórt, einfalt eða margbrotið Fjölskylduhagir eru með ýmsu móti en allir eiga það þó sameiginlegt að þurfa tryggingu við hæfi. Til að koma til móts við mismunandi þarfir býður VÍS mjög breitt úrval trygginga fyrir fjölskyldur og heimili, því ætti enginn að vera ótryggður. Nýjasta afurðin í þessum flokki er Festa, sem veitir víðtæka vernd á hagstæðum kjörum. Það gildir einu hvort heimilið er lítið eða stórt, einfalt eða ríkulega búið. Í því eru fólgin verðmæti fyrir hvern og einn ef til tjóns kemur. F plús, Festa, Kjarni, Heimilistrygging og Innbústrygging eru tryggingar ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum. Bótasvið hverrar tryggingar og iðgjöld eru mismunandi þannig að allir ættu að geta fundið tryggingu við sitt hæfi. Hafðu samband við VÍS og við metum með þér hvað hentar í þínu tilviki. Nánari upplýsingar um tryggingarnar er að finna í skilmálum þeirra. Er eignatrygging fyrir innbú á heimili. Í henni er innbú tryggt gegn áhættu af ýmsu tagi s.s. bruna, innbroti, ráni og þjófnaði svo fátt eitt sé nefnt. Innbústrygging tryggir eingöngu innbú fyrir bruna, vatni og innbroti. Ábyrgðartrygging einstaklings Þessi trygging tekur til ábyrgðar gagnvart þriðja aðila ef einhver meðlimur í fjölskyldunni veldur þriðja aðila tjóni sem felur í sér skaðabótaskyldu. Málskostnaðartrygging Tryggingin greiðir málskostnað vegna ágreinings í tilteknum einkamálum. Innbústrygging Verð 6.053 kr. á árieða 504 kr. á mánuðiInnbústrygging * Heimilistrygging Verð 6.492 kr. á ári eða 541 kr. á mánuðiTrygging á innbúi Ábyrgðartrygging einstaklings * Trygging á innbúi Ábyrgðartrygging einstaklings Málskostnaðartrygging Trygging á innbúi Ábyrgðartrygging einstaklings Málskostnaðartrygging Trygging á innbúi Ábyrgðartrygging einstaklings Málskostnaðartrygging VÍS fjölskylduvernd Trygging á innbúi ÁRNI M. MATHIESEN Árni, sem var fyrsti þingmaður Reykjaneskjör- dæmis, er nú orðinn fyrsti þing- maður Suðvestur- kjördæmis. Næstyngsti maðurinn til að ná kosningu á Alþingi: Aðstoðarmaðurinn fer á þing KOSNINGAR „Maður er náttúrlega bara að átta sig á þessu núna,“ sagði Birkir Jón Jónsson nokkrum klukkustundum eftir að hann varð næstyngsti maður- inn í Íslandssögunni til að ná kjöri á Alþingi. 23 ára og 290 daga gamall er hann tæplega fjórum mánuðum eldri en Gunn- ar Thoroddsen þegar hann var kosinn á þing fyrir Sjálfstæðis- flokkinn 1934, 23 ára og 177 daga gamall. „Ég veit nokkurn veginn út í hvað ég er að fara,“ segir Birkir, sem hefur verið aðstoðarmaður Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra undanfarin ár. „Ég hef verið þingflokknum innan hand- ar í ýmsum málum þannig að ég veit að e i n h v e r j u leyti út á hvað þetta gengur.“ Eftir að Birkir náði fjórða sætinu á lista Fram- sóknar í Norð- a u s t u r k j ö r - dæmi í próf- kjöri sagði hann í viðtali við Frétta- blaðið að stefnan væri sett á þingsæti. Hann neitar því þó ekki að þing- sætið hafi komið á óvart. „Það var mikil sveifla með okkur í síðustu vikunni. Þetta var að snúast okkur þá í vil, miðað við að fyrir mánuði mældumst við með 18% í Norðausturkjördæmi hjá Gallup.“ Gunnar Thoroddsen var 36 ár á þingi og því spurning hvort Birkir ætli að sitja við Austurvöll jafn lengi: „Ég lofa þér því nú ekki.“ Yngsti maðurinn til að taka sæti á Alþingi er Sigurður Magnússon. Hann var 23 ára og 167 daga gamall þegar hann kom inn á þing fyrir Alþýðubandalag- ið sem varamaður Magnúsar Kjartanssonar. Hann sat aðeins fimm daga í það skiptið. ■ BIRKIR JÓN JÓNS- SON Það þarf að fara 69 ár aftur í tímann til að finna eina dæmið um mann sem var kosinn á þing yngri en Birkir. YNGSTU ÞINGMENN ÍSLANDSSÖGUNNAR Gunnar Thoroddsen 23 ára og 177 daga Birkir Jón Jónsson 23 ára og 290 daga Ragnar Arnalds 24 ára og 336 daga Ragnhildur Helgadóttir 26 ára og 29 daga Gunnlaugur Stefánss. 26 ára og 39 daga Heimild: Alþingisvefurinn FJÖLDI GSM-ÁSKRIFTA Á ÍSLANDI 1998 78.600 1999 134.900 2000 187.600 2001 221.200 Svonaerum við BÆJAR- SKRIFSTOFUR MOSFELLSBÆJAR Suðvesturkjördæmi 14 ,9 % 3 8 ,4 % 6 ,8 % 1 Þ in gm . 0 ,9 % 3 2 ,8 % 6 ,2 % Úrslit kosninga 2003 Kjördæmakjörnir: Árni M. Mathiesen D Guðmundur Árni Stefánsson S Gunnar I. Birgisson D Rannveig Guðmundsdóttir S Siv Friðleifsdóttir B Sigríður A. Þórðardóttir D Þórunn Sveinbjarnardóttir S Þorgerður K. Gunnarsdóttir D Katrín Júlíusdóttir S * Uppbótarþingmenn: Bjarni Benediktsson D * Gunnar Örlygsson F * Næstir inn: Páll Magnússon B Ásgeir Friðgeirsson S * Nýir þingmenn 1 5 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.