Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 18
■ ■ FUNDIR
10.00 Daniel Moody frá Monash
University í Ástralíu heldur fyrirlestur á
vegum tölvunarfræðiskorar í stofu V-257
í húsi verkfræði- og raunvísindadeilda
Háskóla Íslands, Hjarðarhaga 2-6.
Moody segir í þessum fyrirlestri frá
raunprófum á gæðum hugtakalíkana.
12.05 Fyrsti hádegisfundurinn af
þremur um MBA-nám verður hald-
inn í Háskólanum í Reykjavík í dag
undir yfirskriftinni Er vit í nýsköpun?
Inngangserindi flytur Hannes Smára-
son, aðstoðarforstjóri DeCode. Að því
búnu kynna fjórir MBA-nemendur,
þau Magnús Orri Schram, Stefán
Hjörleifsson, Guðbjörg Pétursdóttir
og Ása Richardsdóttir, verkefni sín.
16.30 Ráðherra Evrópumála í sló-
vensku ríkisstjórninni, Dr. Janez Pot-
ocnik, verður gestafyrirlesari í Hátíðasal
Háskóla Íslands í tilefni Evrópudagsins,
sem var 9. maí síðastliðinn. Potocnik
flytur fyrirlestur um reynslu Slóveníu af
stækkun Evrópusambandsins frá sjónar-
hóli lítils ríkis. Dr. Ólafur Þ. Harðarson,
forseti félagsvísindadeildar, sér um fund-
arstjórn.
20.00 Í tilefni alþjóðadags hjúkrun-
arfræðinga boðar Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga til opins fundar á
Grand Hótel í Reykjavík um HABL, heil-
kenni alvarlegrar bráðalungnabólgu.
Hugrún Ríkarðsdóttir fjallar um birting-
arform, viðbrögð og horfur heilkennis-
ins, Sigríður Antonsdóttir fjallar um
smitleiðir og smitgát og Berglind Mika-
elsdóttir fjallar um hjúkrun sjúklinga
með heilkennið.
■ ■ TÓNLIST
20.00 Vortónleikar Tónlistarskól-
ans í Reykjavík verða haldnir í Salnum
í Kópavogi. Efnisskráin er fjölbreytt og
aðgangur ókeypis.
20.00 Frumflutt verða tónverk eftir
Ásu Briem, Ásrúnu Kondrup, Ólöfu Arn-
alds, Hildi Guðnadóttur, Gest Guðnason,
Ólaf Björn Ólafsson og Spunahóp tón-
listardeildar á vorhátíð Listaháskóla Ís-
lands í Hafnarhúsinu.
■ ■ SÝNINGAR
Fyrsta Vorhátíð Listaháskólans hófst
um helgina með opnun útskriftarsýn-
ingar myndlistar- og hönnunarnemenda
í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.
Gunnar Karl Gunnlaugsson sýnir
ljósmyndir af um það bil 60 brúm á
þjóðvegi 1 í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi.
Sýning Þorbjargar Höskuldsdóttur í
Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5
stendur til 14. maí.
Í Hallgrímskirkju stendur yfir sýning
á listvefnaði eftir Þorbjörgu Þórðardótt-
ur. Verkin eru unnin í ull, hör sísal og
hrosshár. Hugmyndir að verkum sínum
sækir Þorbjörg til íslenskrar náttúru og
vinnur úr þeim á óhlutbundinn hátt.
Sýningin er opin daglega kl 9-17 og lýk-
ur 26. maí.
Jóna Þorvaldsdóttir sýnir átta svart-
hvítar ljósmyndir á Mokka við Skóla-
vörðustíg. Myndirnar eru teknar í Sló-
veníu , Bandaríkjunum, Portúgal og á
Kúbu á árunum 2000 til 2002. Jóna
vinnur myndirnar allar í höndum, bæði
framköllun og stækkun.
Inger Helene Bóasson sýnir svart-
hvítar ljósmyndir í Vínbarnum. Myndirn-
ar kallar hún landslag líkamans.
Sýningin Handritin stendur yfir í
Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er á
vegum Stofnunar Árna Magnússonar.
Einnig er þar sýning sem nefnist Ís-
landsmynd í mótun – áfangar í korta-
gerð.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
18 12. maí 2003 MÁNUDAGUR
JENS HANSSON
Ég á þrjá saxófóna en uppáhald-ið er Selmer-tenórsaxófónn
sem ég eignaðist fyrir um 15
árum. Hann er frá 1959. Þetta
hljóðfæri hékk lengi vel uppi á
vegg hjá kunningja mínum og það
þurfti svolitla þrjósku og þraut-
seigju til að fá hann keyptan. En
það hafðist og ég fékk hann á 25
þúsund krónur. Þetta mun vera
Rollsinn í hópi saxófónanna, það
er þessi týpa. Kunningi minn vissi
reyndar hvað hann hafði í hönd-
unum, en spilaði ekkert á hann og
taldi hljóðfærið betur komið hjá
mér. Þessi saxófónn hefur reynd-
ar verið í skralli lengi en svo var
það fyrir ári að ég tók mig til, náði
í hamar og sló hann svoldið til.
Síðan hefur hann verið ferlega
góður. Það þurfti að nota almenni-
legt verkfæri.“
Hljóðfæriðmitt
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
TOPP 20 X977 - 20 VINSÆLUSTU
LÖGIN Á X-977 VIKA 19.
Botnleðja
ÉG ER FRJÁLS
Staind
PRICE TO PAY
Zwan
LYRIC
Radiohead
THERE THERE
The White Stripes
SEVEN NATION ARMY
Marilyn Manson
MOPSCENE
Guano Apes
YOU CANT STOP ME
Linkin Park
FAINT
Dáðadrengir
ALLAR STELPUR ÚR AÐ OFAN
Beastie Boys
IN A WORLD GONE MAD
Queens of the Stone Age
GO WITH THE FLOW
The Dandy Warhols
WE USED TO BE FRIENDS
Transplants
DJ DJ
Pearl Jam
LOVE BOAT CAPTAIN
Hed(pe)
BLACKOUT
Trapt
HEADSTRONG
Placebo
THE BITTER END
Zack de la Rocha
MARCH OF DEATH
Ozzy Osbourne
MAMA I’M COMING HOME
Maus
LIFE IN A FISHBOWL
Vinsælustulögin
hvað?hvar?hvenær?
9 10 11 12 13 14 15
MAÍ
Mánudagur