Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 2
2 12. maí 2003 MÁNUDAGUR „Ég útiloka ekkert.“ Kristján Pálsson bauð sig fram til Alþingis undir merkjum T-lista óháðra. Hann náði ekki kjöri. Spurningdagsins Kristján, á að reyna aftur eftir fjögur ár? Kosningar 2003 17,7% 12 þingmenn 12 þingmenn 18,4% 1999 33,7% 22 þingmenn 26 þingmenn 40,7% 1999 7,4% 4 þingmenn 2 þingmenn 4,2% 1999 31,0% 20 þingmenn 17 þingmenn 26,8% 1999 1,0% Enginn þingmaður 8,8% 5 þingmenn 6 þingmenn 9,12% 1999 0,5% Enginn þingmaður Halldór heldur um taumana Stjórnin hélt traustum meirihluta þrátt fyrir umtalsvert tap Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin bætti mestu við sig en náði forsætisráðherraefni sínu ekki inn á þing. KOSNINGAR Mest spennandi kosn- inganótt um langt skeið lauk með því að Samfylkingin bætti við sig mestu fylgi allra flokka í kosning- unum en mistókst það markmið sitt að koma ríkisstjórninni frá völdum. Forsætisráðherraefni flokksins féll fyrir borð á síðustu atkvæðunum sem voru talin. Sjálfstæðismenn misstu 17% at- kvæðamagns síns frá kosningun- um 1999 og horfa upp á að Hall- dór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, hefur líf ríkis- stjórnarinnar í höndum sér. Það eru ekki ýkja margar vik- ur síðan fylgi Framsóknarflokks- ins mældist ítrekað innan við tíu prósent. Þá settu Framsóknar- menn sér það markmið að ná 15% atkvæða og þar með tíu þing- mönnum. Það markmið náðist og gott betur. Flokkurinn tapaði lítil- lega fylgi milli kosninga en hélt öllum sínum mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins tvisvar tapað meira fylgi en nú. Það var 1987, þegar fram- boð Borgaraflokksins leiddi til 11,5 prósentustiga fylgistaps, og 1978, þegar flokkurinn tapaði tíu prósentustigum í vinstribylgj- unni miklu. Framsóknarflokk- urinn hefur tvisvar fengið slakari kosningu, 16,9% 1978 og 15,6% þegar hann gerði bandalag við Al- þýðuflokkinn og bauð ekki fram víða um land. Þingmeirihluti stjórnarinnar hefur minnkað um sex sæti frá því hún var fyrst mynduð 1995. Hann er þó enn traustur. Tap stjórnarflokkanna rann til tveggja flokka. Samfylkingin bætti við sig rúmum fjórum pró- sentum og þremur þingmönnum, en Frjálslyndi flokkurinn jók fylgi sitt um rúm þrjú prósent og tvöfaldaði þingmannafjöldann, varð annar nýi flokkurinn í sög- unni til að bæta við sig fylgi í öðr- um kosningum sínum. Vinstri- hreyfingin – grænt framboð var eini stjórnarandstöðuflokkurinn til að tapa fylgi og þingmanni. brynjolfur@frettabladid.is Rumsfeld undir smásjánni: Fleiri leyndarmál á yfirborðið LONDON, GUARDIAN Talsvert hefur verið rætt um ótrúlegar kringum- stæður þess að Halliburton, fyrir- tæki sem varaforseti Bandaríkj- anna stýrði um tíma, hefur fengið feitustu bitana í endurreisnar- starfi Írak. Nú greinir breska blaðið Guardian frá því að komið hefur í ljós að Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sat í stjórn fyrirtækis sem fyrir þremur árum seldi kjarnaofna til Norður-Kóreu. Tveim árum síðar, í nýju starfi, lýsti hann því yfir að N-Kórea væri hryðjuverkaríki og setti landið á lista yfir „möndul- veldi hins illa“ vegna tilrauna til að smíða kjarnorkusprengju.. Hefur þetta enn beint kastljós- inu að viðskiptatengslum hátt- settra bandarískra ráðamanna, sem þykja í besta falli siðlaus. Talsmenn Rumsfeld segja að hann muni ekki eftir að hafa feng- ið vitneskju um þessi viðskipti. ■ RUMSFELD Minnist þess ekki að hafa fengið vitneskju um málið. 200 ára afmæli H.C. Andersen: Danir ráðgera hátíðahöld KAUPMANNAHÖFN, AP Árið 2005 mark- ar tímamót fyrir Dani, því þá eru 200 ár síðan frægasti rithöfundur þeirra, H.C. Andersen, fæddist. Ætla frændur vorir að fagna tilefn- inu vel og hafa af því tilefni boðið nokkrum stórstjörnum að vera op- inberir boðberar danska skáldsins á heimsvísu. Er ætlunin að breiða út boðskap Andersen, kynna líf hans og skoðanir og halda nafni hans á lofti sem eins helsta rithöfundar heimsins. Frægastur varð Ander- sen fyrir ævintýri sín, sem enn þann dag í dag njóta mikilla vin- sælda. Borgarstjóri Kaupmanna- hafnar tilkynnti að fyrsta stjarnan sem hlýtur þennan heiður verður brasilíski knattspyrnusnillingurinn Pele og verður það formlega kynnt af ríkisarfa Dana, Friðrik krón- prins, í næstu viku. ■ Gísli S. Einarsson vonsvikinn: „Með ólíkindum hvernig þetta fór“ KOSNINGAR „Ég er ánægður með flokkinn en ekki mitt gengi,“ sagði Gísli S. Einarsson, fráfar- andi alþingismað- ur fyrir Samfylk- inguna, sem ekki náði inn í Norð- vesturkjördæmi. „Það eru ákveðin vonbrigði að Ingi- björg Sólrún náði ekki inn á þing og að stjórnin heldur en svona er þetta bara.“ Kjördæmi Gísla var hið eina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt sínu frá síðustu kosningum. „Mér finnst það alveg með hreinum ólíkindum hvernig þetta fór eftir alla vitleysuna í kringum prófkjör þeirra. Enda hefur verið skýrt frá því að tals- vert hafi verið um útstrikanir í kjördæminu og það kemur ekk- ert á óvart.“ Gísli sagðist ekki vita hvað tæki nú við eftir að hafa dottið út af þingi. „Nú er bara að fara að leita sér að vinnu. Það vantar ábyggilega sópara einhvers staðar.“ ■ GÍSLI S. EINARSSON Veit ekki hvað tekur við. ■ „Það vantar ábyggilega sópara einhvers staðar.“ Kynferðisleg áreitni: Prestur fundinn sekur MADRID, AP 73 ára gamall kaþ- ólskur prestur hefur verið fund- inn sekur við réttarhöld í Madrid á Spáni um að hafa áreitt unga stúlku kynferðislega í níu ár. Hann var dæmdur til 10 ára fangelsisvistar, að hluta til vegna þess að dómarinn í málinu leyfði notkun gagna sem byggð voru á framburði stúlkunnar undir dáleiðslu. Er það í fyrsta sinn sem það er leyft fyrir spænskum dómstólum. ■ AÐGERÐIR Í TIKRIT Bandarískir hermenn hafa beitt sér gegn leifum Baath-flokksins. Tommy Franks: Baath ei meir BAGDAD, AP „Arabíski Baath-sósí- alistaflokkurinn hefur verið leyst- ur upp,“ sagði Tommy Franks, yf- irmaður Bandaríkjahers í Írak, í yfirlýsingu þar sem hann til- kynnti að frekari starfsemi flokksins og félaga hans sem beindist gegn bandaríska setulið- inu yrði ekki þoluð. Franks hefur lofað að eyða áhrifum flokksins sem hélt Írak í heljargreipum í 35 ár. Það veldur þó vandræðum að þúsundir íraskra embættismanna eru tengdar flokknum. ■ Saddam Hussein: Njóti réttarstöðu stríðsfanga WASHINGTON, AP Alþjóða Rauði krossinn hefur farið fram á það að fá aðgang að þeim írösku ráða- mönnum sem bandaríski innrás- arherinn hefur í haldi. Jakob Kellenberger, yfirmaður stofnunarinnar, segir að þeir 55 samstarfsmenn Saddams Husseins sem eftirlýstir eru af bandarískum yfirvöldum eigi að njóta sama réttar og aðrir stríðs- fangar, samkvæmt alþjóðalögum. Það er í verkahring Alþjóða Rauða krossins að hafa eftirlit með meðferð stríðsfanga og hefur því verið lögð fram formleg beiðni um að fá aðgang að þeim mönnum sem nú eru í haldi. Bandaríkjamenn hafa handtekið 20 af þeim 55 sem eru á listanum fræga yfir eftirlýsta ráðamenn úr stjórnartíð Saddams Husseins. ■ Tilraun með apa: Enginn Shakespeare LONDON, AP Gefðu óendanlega mörg- um öpum óendanlega margar ritvél- ar og á endanum munu þeir koma með Shakespeare-verk, segir kenn- ingin. Vísindamenn við Plymouth- háskóla hafa reynt að sanna þessa kenningu undanfarið með slökum árangri. „Þeir ýttu mjög oft á s-ið,“ sagði einn rannsóknarmanna. „Það má ekki gleyma því að enska tungumál- ið er þeim ekki meðfætt.“ Rann- sóknin leiddi í ljós að sex apar fyrir framan tölvu í einn mánuð fram- leiddu tómt bull. Aðrir bókstafir sem aparnir voru hrifnir af voru stafir eins og A, J, L og M. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.