Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 16
16 12. maí 2003 MÁNUDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 200 sæti í fiú velur dagsetningu, bókar og grei›ir sta›festingargjald. Gistista›urinn ver›ur sta›festur viku fyrir brottför. 36.242 kr. Ver›dæmi til Mallorca e›a Benidorm m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja til 11 ára ferðist saman. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 1 viku, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur fyrir 2ja til og með 11 ára, 12.000 kr. Ef 2 ferðast saman 47.630 kr. Krít 19. og 26. maí, 2. og 9. júní Benidorm 4., 11. og 21. júní Mallorca 22. maí og 12. júní Portúgal 20. maí, 3. og 10. júní Verð á mann 4 í íbúð 38.900 3 í íbúð 41.900 2 í íbúð 43.900 Aukavika stgr. á mann 4 í íbúð m/1 svefnherb. og stofu 10.500 3 í íbúð m/1 svefnherb. og stofu 13.500 2 í íbúð eða stúdíói 17.500 Aukagjald fyrir einbýli m.v. stúdíó 16,900 Aukavikuverð m.v. 1 í stúdíó 29,400 Barnaafsláttur 12.000 Verð Brottfarir Sólar Plús Ítalska knattspyrnan: Juventus meistari FÓTBOLTI Juventus varð ítalskur meistari í 27. sinn eftir 2:2 jafn- tefli við Perugia á laugardag. Á sama tíma gerðu helstu keppi- nautar þeirra, Internazionale, jafntefli við Parma. Baráttu Int- er um 2. sætið er ekki lokið því liðið er aðeins þremur stigum á undan nágrönnum sínum í AC Milan. Baráttan um meistaratitilinn í vetur var lengstum jöfn og spennandi. Í lok febrúar voru Internazionale og Juventus efst og jöfn með 48 stig en Milan hafði 46 stig. Í fyrstu umferðinni í mars vann Juventus Inter 3:0 í Tórínó en Milan gerði 3:3 jafn- tefli við Atalanta á heimavelli. Þar með náði Juventus frum- kvæðinu en Mílanófélögin voru samt aldrei langt undan næstu vikurnar. Í apríl gáfu Inter og AC Milan enn frekar eftir en Juventus hélt sínu striki og voru úrslitin í raun ráðin þegar fjórar umferðir voru eftir. Juventus hefur oftast sigrað í ítölsku deildakeppninni en AC Milan kemur næst með 16 titla og síðan Inter með 13. Inter sigr- aði síðast árið 1989 en Milan árið 1999. ■ Enska knattspyrnan: Chelsea og Bolton náðu settu marki FÓTBOLTI Chelsea vann Liverpool 2:1 í lokaumferð ensku úrvals- deildarinnar í gær og tryggði sér sæti í undankeppni Meist- aradeildarinnar á næstu leiktíð. Á sama tíma vann Bolton Midd- lesbrough með sömu tölum og heldur sæti sínu í efstu deild á kostnað West Ham. Liverpool komst yfir gegn Chelsea með marki fyrirliðans Sami Hyypiä en Marcel Desailly, fyrirliði Chelsea, jafnaði í næstu sókn. Daninn Jesper Grönkjær skoraði sigurmark Chelsea og hefur markið verið metið á rúma tvo milljarða króna. Daninn Per Frandsen og Ní- geríumaðurinn Jay-Jay Okocha skoruðu snemma leiks fyrir Bolton gegn Middlesbrough. Gestirnir minnkuðu muninn þegar hálftími var eftir og um svipað leyti náði West Ham for- ystunni gegn Birmingham. Bolton náði að halda fengnum hlut en West Ham gerði aðeins 2:2 jafntefli. Með leiknum gegn Middles- brough lauk löngum atvinnu- mannsferli Guðna Bergssonar. Hann kvaddi með sigri og skilur við Bolton í efstu deild. ■ Enska knattspyrnan: Metjöfnun Giggs FÓTBOLTI Ryan Giggs varð Eng- landsmeistari í áttunda sinn í síðustu viku. Hann er eini leik- maður Manchester United sem hefur leikið með öllum átta meistara- liðum félags- ins á síðustu ellefu árum. Giggs jafn- aði þar með met Phil Neal, Kenny Dalgl- ish og Alan H a n s e n , þriggja fyrrum leikmanna Liverpool, sem urðu átta sinnum meistarar á áttunda og níunda áratugnum. Kenny Dalglish bætti síðan um betur þegar hann stýrði Blackburn til sigurs í úr- valsdeildinni árið 1995. ■ Deildabikar KSÍ: ÍA, Valur og Njarðvík meistarar FÓTBOLTI ÍA, Valur og Njarðvík sigruðu í deildabikarkeppni KSÍ. Skagamenn urðu meistarar í þriðja sinn eftir sigur á Keflvík- ingum í vítakeppni og hefur ekk- ert félag sigrað jafn oft í keppni karlanna. Sigrar Vals og Njarðvíkur eru merkir áfangar fyrir bæði félög. Valur vann Breiðablik 4:1 í úr- slitaleik og sigraði í deildabikar- keppni kvenna í fyrsta sinn. Njarðvík vann Breiðablik 2:1 í úrslitaleik neðri deildar karla en meistaraflokkur félagsins hefur ekki sigrað í keppni á vegum KSÍ síðan 1981 þegar það sigraði í 3. deild. ■ Þarf tækifæri til að sanna mig Pétur Marteinsson, leikmaður Íslendingaliðsins Stoke, á eitt ár eftir af samningi sínum. Óvíst er hvort hann verður áfram í herbúðum liðsins. Hann segir hreinskilni vanta hjá stjórnendum Stoke. FÓBOLTI Pétur segir að mál sín hjá Stoke séu í biðstöðu og að stjórn- endur liðsins hafi ekkert rætt við sig um framhaldið. „Ég talaði við þá fyrr í vetur um mína stöðu og þeir áttuðu sig á því að ég væri ekkert sáttur við íþróttalegu hliðina á málunum. En okkur líður vel fjölskyldunni í Englandi og það vantar bara fót- boltann.“ Pétur segist vera heldur ósáttur við tímabilið í ár, en hann kom að- eins við sögu í 14 leikjum liðsins á leiktíðinni. „Ég verð að viðurkenna að ég hef fengið sénsinn nokkrum sinnum á leiktíðinni og spilað bæði hægri bakvörð og vinstri bakvörð, á miðjunni og miðvörðinn. En ég hef aldrei fengið tækifæri til að sanna mig nógu vel. Þegar ég hef spilað hef ég staðið fyrir mínu og vel það. Ég hef bæði skorað og ver- ið valinn maður leiksins en alltaf verið settur út úr liðinu í næsta leik. Ég hef ekki skilið alveg hvernig er staðið að málum og mér hefur ekki fundist menn koma hreint og beint fram hjá Stoke. Það er það sem vantar svolítið í fót- bolta yfirhöfuð.“ Aðspurður segist Pétur ekki hafa fengið neinar alvarlegar fyr- irspurnir frá öðrum liðum. „Ég er ennþá á samningi og ég held að klúbbarnir geri sér alveg grein fyrir því. Það er ekki nema mín staða hjá Stoke breytist eitthvað að ég fari virkilega að leita fyrir mér.“ Liðsmenn Stoke eru komnir í sumarfrí sem stendur yfir fram í byrjun júlí. Að sögn Péturs er hugsanlegt að eitthvað gerist í hans málum í sumar. „Það verður þá að koma frá Stoke. Ég gerði tveggja og hálfs árs samning á sín- um tíma og ég er bara þannig gerð- ur að maður verður að standa skil á sínum samningi.“ Pétur vill sanna sig í herbúðum Stoke. „Ég veit alveg hvað ég get. Ég hef borið mig saman við leik- menn sem ég hef spilað með og á móti og hef gert það með bros á vör. Ég þarf bara að fá tækifæri til að sanna mig.“ Pétur átti lengi vel við meiðsli að stríða, bæði í baki og á rist, en hefur nú jafnað sig að fullu og seg- ist vera í fínu standi. Aðspurður segir hann ekkert útilokað að snúa aftur til Noregs, en þar lék hann með Stabæk áður en hann flutti sig um set til Englands. „Ég er opinn fyrir öllu. Boltinn er hjá stjórn Stoke. Ef aðstæður breytast þannig að ég er leystur undan samningi og ef mín er ekki óskað hérna, þá verð ég að horfa á alla möguleika og okkur leið mjög vel í Skandinavíu.“ freyr@frettabladid.is GUÐNI BERGSSON Guðni Bergsson lauk löngum atvinnu- mannsferli á sigurleik og skilur við Bolton í efstu deild. JUVENTUS Ciro Ferrara, varnarmaður Juventus, fagnar sínum sjöunda meistaratitli. Hann varð meist- ari með Juventus í fimmta sinn á laugardag en hann varð einnig tvisvar meistari með Napoli á níunda áratugnum. AP -M YN D PÉTUR Sjálfstæðismaðurinn Pétur Marteinsson lék aðeins 14 leiki með Stoke á nýafstaðinni leik- tíð. Hann vill sanna sig með félaginu í ensku 1. deildinni á næstu leiktíð. Líklegt er að Brynjar Björn Gunnarsson verði áfram hjá Stoke. Hins vegar verður ekki gerður nýr samn- ingur við Bjarna Guðjónsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.