Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 38
Handverkstæðið Ásgarður hef-ur á tíu starfsárum sínum verið verndaður vinnustaður þar sem sköpunarmáttur starfsmanna hefur verið virkjaður. Í desember árið 2001 brann húsnæði Ásgarðs. „Þetta hafði gríðarleg áhrif á starfsemina. Það sem við erum að byggja upp er öryggi sem fæst ekki annar staðar. Óöryggið eftir brunann olli mikilli spennu og gerði starfið erfiðara,“ segir Þór Ingi Daníelsson, forstöðumaður Ásgarðs. Hann segir að þar við hafi bæst að starfsmenn hafi ver- ið tilfinningalega tengdir gamla staðnum. „Við vorum búin að byggja þetta upp og áttum mikið í húsnæðinu. Við erum með skap- andi starf og höfum tilhneigingu til að líta á björtu hliðarnar.“ Í kjölfar brunans fékk verk- stæðið inni hjá Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í húsnæði gamla Kópavogshælisins. Nú hefur lausn fengist á húsnæðisvanda Ásgarðs. Handverkstæðið flytur í Álafosskvosina í Mosfellsbæ. „Það er mikil tilhlökkun í mann- skapnum.“ Þór Ingi segir um- hverfið í Álafosskvosinni skemmtilegt. Bæði eru þar marg- ir listamenn sem lifa þar og starfa auk þess sem þar er búð þar sem leikföng Ásgarðs yrðu til sölu. „Svo er hér mjög falleg náttúra og allt umhverfi mjög skemmtilegt. Þetta er andrúmsloft sem er okk- ur mjög að skapi.“ Húsnæðið verður afhent að fullu síðla sumars. „Þá ætlum við að halda innflutningsveislu og bjóða öllum sem koma vilja,“ seg- ir Þór Ingi. Hugmyndafræðin að baki starfinu á rætur í kenningum Rudolfs Steiner. „Við lítum svo á að fötlun sé ekki hefting heldur möguleiki. Við reynum að vinna út frá því og virkja þá möguleika sem búa í fötluninni.“ haflidi@frettabladid.is 38 12. maí 2003 MÁNUDAGUR Þetta er allt of stór spurning fyr-ir mann sem er með allt á hvolfi,“ segir Valgarður Guðjóns- son aðspurður hver hann sé – getur þó upplýst um eitt og annað er snýr að hinu ytra. Til dæmis að hann sé Kópavogsbúi og eigi ættir að rekjatil Dalvíkur og Siglufjarð- ar. Valgarður hefur verið tölvugúrú kosningasjónvarpsins nánast svo lengi sem elstu menn muna. „Þetta kom eiginlega til fyr- ir tilviljun. Í kosningum 1986 var ég starfandi hjá fyrirtæki sem heitir VKS. Sá sem átti að annast tölfræðina í kosningasjónvarpinu veiktist. Ég hljóp í skarðið og hef verið þarna síðan.“ Eftir stúdents- próf tók Valgarður nokkra kúrsa í tölvunarfræði við HÍ en þá kallaði vinnumarkaðurinn. Nú rekur hann eigið fyrirtæki sem heitir Kuggur – og býr í Breiðholtinu með konu sinni, þremur strákum og einni tengdadóttur. Valgarður er einkum þekktur fyrir að vera söngvari p ö n k h l j ó m s v e i t a r i n n a r Fræbbblanna, en áhugamál hans eru margvísleg og ekki mjög... tja, pönkaraleg. „Já, fótbolti er einnig áhugamál. Við hjónin gerum svolítið af því að spila brids og tök- um þátt í stöku keppni. Svo hef ég látið plata mig í að tefla fyrir Hrókinn,“ segir Valgarður. Þó kosningarnar hafi skipað veiga- mikinn sess hjá honum lendir Val- garður oft og iðulega í að gleyma því að kjósa. „Það er skömm að þessu.“ Og hann forðast jafnframt að gefa upp hvað hann myndi kjósa. „Ég vil forðast að gefa færi á mér svo menn séu ekki að lesa eitthvað annarlegt í tölfræðilega túlkun mína.“ ■ Persónan VALGARÐUR GUÐJÓNSSON ■ er sennilega þekktastur fyrir að vera söngvari Fræbbblanna en er einnig alger- lega ómissandi þegar kosningar eru annars vegar. Sjálfur gleymir hann oftast að kjósa. Imbakassinn Og okkur hefur borist pönk úr Kópavogi... ■ Leiðrétting Af gefnu tilefni skal tekið fram að Ingibjörg Sólrún er ekki alþingis- maður. Ekki heldur borgarstjóri. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Birkir Jón Jónsson. Ásgeir Sigurvinsson. Bjarni Sigurbjörnsson. Kynning á matsskýrslum Landsvirkjun kynnir skýrslur um mat á umhverfisáhrifum virkjana í Þjórsá við Urriðafoss og Núp í opnu húsi í Brautarholti á Skeiðum, að Laugalandi í Holtum og í stjórnstöð Landsvirkjunar í Reykjavík. Í Brautarholti á Skeiðum þann 13. maí frá kl. 14 til kl. 22 Að Laugalandi í Holtum þann 14. maí frá kl. 14 til kl. 22 Í stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg þann 15. maí frá kl. 14 til kl. 20 Í opnu húsi verða kynntar niðurstöður mats á umhverfisáhrifum. Einnig gefst tækifæri til að ræða við fulltrúa Landsvirkjunar og ráðgjafa fyrirtækisins. Virkjanir í Þjórsá við Urriðafoss og Núp og breytingar á Búrfellslínum 1 og 2 Matsskýrslur ásamt sérfræðiskýrslum eru aðgengilegar á heimasíðu Landsvirkjunar: www.lv.is                                !               ""  #   $   "                   $  "      & $    $ $$  "     ' '    (  $    )'                                                              !!!   "  Rollur, já? Hvað er svo aðaltrixið hjá þér? VALGARÐUR GUÐJÓNSSON Pönkarinn sem lenti í kosningasjónvarpinu fyrir tilviljun og hefur ílengst þar. Skapandi vinna á nýjum stað FÖTLUN ER TÆKIFÆRI Þór Ingi Daníelsson leiðir bjartsýnan hóp á vernduðum vinnustað. Hann er ánægður með nýtt húsnæði í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. Vinnustaður ■ Starfsemi handverkstæðisins Ásgarðs varð fyrir áfalli þegar húsnæði þess brann. Þar vinnur bjartsýnt fólk sem heldur ótrautt áfram. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / RÓ B ER T Elda á tvöhundruð gráðum og þvæ á sextíu!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.