Fréttablaðið - 12.05.2003, Page 13

Fréttablaðið - 12.05.2003, Page 13
MÁNUDAGUR 12. maí 2003 Árni Magnússon: Áframhald fyrsti kosturinn KOSNINGAR Það skýrðist ekki fyrr en um hálftíuleytið í gærmorgun hvort Árni Magnússon, frambjóð- andi Framsóknarflokksins í Reykjavík norður, væri inni eða úti. „Ég var vakinn um sjöleytið af því að þá var ég inni, en svo datt ég út meðan ég var að nudda stírurn- ar úr augunum,“ segir Árni hlæj- andi. „Svo vakti ég auðvitað þang- að til þetta var klárt,“ segir þing- maðurinn nýi, sem mun setjast á þing í haust.“Þetta verður spenn- andi, og greinilegt að ríkisstjórnin heldur. Mér finnst það hljóti að vera fyrsti kosturinn að stjórnar- flokkarnir ræðist við og athugi hvort grundvöllur er fyrir áfram- haldandi samstarfi. Þetta er fimm manna meirihluti svo það er engin spurning að það yrði fyrsti kostur- inn. Ef það gengur hins vegar ekki er ómögulegt að spá um framhald- ið á þessari stundu.“ ■ Dagný Jónsdóttir: Viljum forsætis- ráðuneytið KOSNINGAR „Ég er bara alveg í skýjunum,“ segir Dagný Jóns- dóttir, ný þingkona framsóknar- manna í Norðausturkjördæmi. „Þetta var framar björtustu von- um og ég er enn að ná áttum,“ segir hún hlæjandi, en hún var farþegi í bíl á leið frá Eskifirði til Akureyrar þegar blaðamaður náði tali af henni um hádegisbil í gær, og að sjálfsögðu ekkert farin að sofa. „Mér líður alveg stór- kostlega, en er ekkert farin að spá í framhaldið. Mér sýnist það hins vegar morgunljóst að við munum gera kröfu um forsætis- ráðherrann. Við erum ótvíræðir sigurvegarar,“ segir Dagný, sem stóð aldrei tæpt og var örugg inn strax þegar fyrstu tölur birtust. Dagný mun vera yngsta konan sem situr á þingi næsta kjörtíma- bil. „Ég hlakka ósegjanlega til að takast á við þetta verkefni,“ segir hún fagnandi. ■ ÁRNI MAGNÚSSON Var að nuddar stýrurnar úr augunum þegar hann datt út af þingi. Tveimur tímum seinna var hann hins vegar inni. DAGNÝ JÓNSDÓTTIR Er alveg í skýjunum og hlakkar til að hefja þingstörf. Hún er yngsta konan á þingi næsta kjörtímabil. KOSNINGAR Af þeim 63 þingmönnum sem unnu sér sæti í alþingiskosn- ingunum 1999 sneru aðeins 43 aftur að kosningunum á laugardag lokn- um. 20 þingmenn, nær einn af hverjum þremur, hurfu á brott. Níu féllu í kosningunum, þrír féllu í prófkjörum og tóku ekki sæti á lista, þrír gáfu ekki kost á sér aftur og fimm höfðu látið af starfi á kjör- tímabilinu. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins áttu ekki afturkvæmt. Sömu sögu er að segja af fimm Framsókn- armönnum, fjórum Samfylkingar- mönnum og sitt hvorum þingmanni Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna. Átján nýliðar unnu sér sæti á Alþingi á laugardag, sumir reynd- ar með reynslu sem varaþing- menn. Samfylkingin skilaði sjö ný- liðum á þing, Sjálfstæðisflokkur- inn fimm, Framsókn og Frjálslynd- ir þremur hvor. Eini flokkurinn sem fékk engan nýjan þingmann kjörinn er Vinstrihreyfingin – grænt framboð. ■ Vestmannaeyjar: 17 ára stúlka lést í bílslysi LÖGREGLUMÁL Sautján ára stúlka lést í bílslysi í Vestmannaeyjum í fyrrinótt eftir að bíll sem hún var farþegi í hafnaði á steinvegg við Steypustöðina í Vestmanna- eyjum á Strandvegi. Lögreglu var tilkynnt um slysið klukkan 01.18 um nóttina. Í bílnum voru þrjár sautján ára stúlkur. Kalla þurfti til tækjabíl Slökkviliðs Vestmannaeyja til að losa eina stúlkuna úr bílnum. Stúlkurnar þrjár voru allar flutt- ar á Sjúkrahús Vestmannaeyja. Skömmu síðar var stúlkan úr- skurðuð látin. Hinar tvær voru fluttar alvarlega slasaðar með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala í Reykjavík. Að sögn vakthafandi læknis gekkst önn- ur stúlkan undir aðgerð í gær- morgun og er líðan hennar eftir atvikun. Hin stúlkan er meira slösuð og er haldið sofandi í önd- unarvél. Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú aðdraganda slyss- ins. ■ Endurnýjun hefur verið mikil í flestum þingflokkum: Þriðjungur horfinn á braut Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins* og prentað í 92.000 eintökum.** *samkv Fjölmiðlakönnun Samtaka íslenskra auglýsingastofa, Samtaka auglýsenda og fjölmiðlanna. **Fréttablaðið er aðili að upplagseftirliti Verslunarráðs Íslands. Ferðir innanlands 2003 Auglýsendur athugið: Dreift með Fréttablaðinu, mest lesna dagblaði landsins, í 92.000 eintökum. Hafið samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 515 7584 eða 515 7500 fyrir 2. júní eða með tölvupósti: petrina@frettabladid.is. Fylgir Fréttablaðinu 4. júní. Hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem ætla að ferðast innanlands í sumar. Gisting, matur, afþreying, fróðleikur og skemmtun um land allt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.