Fréttablaðið - 12.05.2003, Side 14

Fréttablaðið - 12.05.2003, Side 14
14 12. maí 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Eins og venjulega: hvernig semkosningar hér á Íslandi fara almennt og yfirleitt þá er það ljóst að Framsókn stendur alltaf eftir með pálmann í höndunum. Jafn- vel þótt Framsókn tapi fylgi – þá sigrar hún. Jafnvel þótt fylgið sé í sögulegu lágmarki þá er það stór- sigur að það skuli ekki vera enn minna. Það er eins og okkur séu ásköpuð þau örlög að þessi flokk- ur ráði því ævinlega á endanum hvernig landinu verður stjórnað. Liggur við að manni finnist óþarfi að ómaka sig á kjörstað. Súrrealískur möguleiki? Svo fremi sem náð sé tilskilinni lágmarksstærð skiptir engu máli hversu stór flokkurinn er – hann er alltaf í stjórn. Hvernig má það vera að 17 prósenta flokkur sé í slíkri lykilstöðu? Hvers vegna tekst engum að bola honum af miðjunni þar sem hann stendur og stýrir umferðinni í íslenskum stjórnmálum? Í aðdraganda kosn- inganna virtist um skeið mögu- leiki á því að flokkurinn yrði of lítill á þingi til að eiga aðild að rík- isstjórn – að sögn formannsins – og sá möguleiki virðist hafa skot- ið furðu mörgum skelk í bringu. Það varð nánast uppi fótur og fit í þjóð- lífinu og tilhugsun- in jafn skelfileg og að Esjan hyrfi. Framsókn utan stjórnar virðist í huga æði margra vera gersamlega súrrealískur möguleiki. Það er eins og þjóðin eigi erfitt með að ímynda sér slíkt ástand og finnist jafnvel eins og jörðinni sé kippt undan fótum sér. Meira að segja Samfylkingar- mönnum virtist hugnast það lítt að stjórna landinu án Framsóknar með hinum skapmiklu frambjóð- endum Frjálslyndra og ræðuskör- ungunum, þjóðernissinnunum og gamalkommunum í Vinstri græn- um. Án þess að það væri beinlínis fært í orð var draumurinn ber- sýnilega sá að koma hér á ein- hvers konar Reykjavíkurlista- stjórn undir forsæti Ingibjargar Sólrúnar – að fá Framsókn yfir. Upp kom skrýtin staða: Til þess að svo gæti orðið leit lengi vel út fyr- ir að Ingibjörg Sólrún þyrfti að fella Halldór Ásgrímsson burt af þingi. Af því varð ekki – meðreið- arsveinn Halldórs, Árni Magnús- son, felldi áður en yfir lauk Ingi- björgu Sólrúnu, af því að Sam- fylkingin hafði svo mikið fylgi á Suðurlandi að því er manni skild- ist í gærmorgun þegar maður var að reyna að botna í þessum ósköp- um. Og nú er ekkert í veginum fyr- ir því að mynduð verði Reykjavík- urlistastjórn, nema þá það að Framsókn vilji heldur stjórna landinu með Sjálfstæðisflokkn- um. Málefnaleg samstaða Samstjórn Framsóknar og Samfylkingar er stórkostlegur möguleiki sem ekki hefur verið fyrir hendi frá því að Stjórn hinna vinnandi stétta leiddi Íslendinga út úr kreppunni snemma á fjórða áratug síðustu aldar. Væri allt með felldu og snerist þetta allt um málefni ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Framsókn og Sam- fylking myndi stjórn saman því að þessir tveir flokkar eiga mesta málefnalega samleið. Með skatta- lækkunarhugmyndum sínum fóru Sjálfstæðismenn of langt til hægri fyrir smekk hins venjulega kjósanda því að nái þær fram að ganga þýðir það augljóslega mik- inn niðurskurð í velferðarkerfinu og háa vexti og öll þessi of- keyrslueinkenni sem við þekkjum svo vel í góðærum Davíðs. Að auki virðast ýmsar ískyggilegar hugmyndir á kreiki innan flokks- ins um uppstokkun og amerík- aníseringu í heilbrigðismálum, en frjálshyggjumennirnir í flokkn- um hafa þráfaldlega lýst því yfir að þeir vilji fyrir alla muni að flokkurinn fái það ráðuneyti. Fólkið sem kaus Framsókn nú var ekki að kjósa þessa stefnu. Sumir kunna að hafa hrifist af brosi Halldórs Ásgrímssonar og sumum kann að hafa líkað svo vel húmorinn í auglýsingunum en ætli skilaboðin sem auglýsingarn- ar fluttu hafi þó ekki líka haft sitt að segja: Þetta fólk var með öðr- um orðum að kjósa stöðugleika, kjölfestu, svipaðar afborganir af bíl og húsi, raunsæi og varfærni fremur en hugsjónir og glanna- skap. Það var að kjósa kratisma fremur en frjálshyggju. En það er ekki einungis í vel- ferðarmálum sem Samfylking og Framsókn eiga samleið heldur og í Evrópumálum þar sem þessir tveir flokkar hafa einir flokka reynt að halda uppi málefnalegri umræðu í stað þess að fara að syngja Öxar við ána eins og Sjálf- stæðismönnum og Vinstri Græn- um hættir til að gera þegar þessi mál ber á góma. En stjórnmál snúast ekki um málefni - ekki bara að minnsta kosti. Og kannski er þetta á end- anum spurning um það hvað S- hópurinn vill. Hvorum megin Samvinnudrengirnir telja sig bet- ur geta tryggt völd sín og áhrif. Ætli þurfi að fara í grafgötur um það? ■ Leikhús eða aðgerð Daníel Þorkell Magnússon, kennari með tennisolnboga og framstæðar tennur, skrifar: Birgir H. Björgvinsson skrifaðium málefni Borgarleikhúss- ins í blaðinu á þriðjudag. Ég sjálf- ur er með framstæðar tennur og hef ekki fengið bót minna mála og er ég ekki sá eini. Ég get ekki skil- ið hvernig leikstjórar geta fengið sig til að setja upp leikrit meðan stór hluti þjóðarinnar þjáist af kvillum eins og tennisolnboga, migreni, beinþynningu, sjón- skekkju, ilsigi, blettaskalla og guð má vita hvað. Ég spyr, getur ein- hver leikari samviskusamlega túlkað sína persónu meðan ein- hver úti í samfélaginu er með brjósklos og bíður eftir aðgerð? Er þetta samfélagið sem við vilj- um lifa í? Mér finnst við ættum ekki að byggja hér tónlistarhús fyrr en búið er að rétta hverja ein- ustu tönn í landinu. Og ef þú, les- andi góður, ert á leiðinni í leikhús- ið á næstunni, þá mundu að það er fólk hér í þessu ágæta landi sem er rangeygt og bíður eftir því að komast í aðgerð. ■ Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um úrslit kosninganna. Framsókn sigrar alltaf ■ Bréf til blaðsins Framsókn í lykilhlutverki Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og í Feministafélagi Íslands Slæm tíðindi Þetta eru slæm tíðindi. Búast mátti við þessum úr- slitum, ekki síst eftir þá útreið sem konur í Sjálfstæðis- flokknum fengu þegar þær færðust niður listann. Í dag standa konur frammi fyrir því að eiga einungis eina konu í báðum Reykjavíkurkjördæmunum samanlagt. Fækkun kvenna á Alþingi er afturför sem ég hefði kosið að upplifa ekki. Þessi úrslit hljóta að vekja upp umræðu um kvóta og hvernig hægt er að tryggja betur hlut kvenna. Ég blæs á umræðuna um hæfileika og verðleika sem alltaf er notuð til að afsaka fjarveru kvenna. Við búum í karlaveldi og það þarf stöðugar aðgerðir til að halda hlutnum. Helga Guðrún Jónasdóttir, formaður Landssamband sjálfstæðiskvenna Mjög óhress Ég er mjög óhress með þessa niðurstöðu og finnst þróunin vera að fara í öfuga átt, sér í lagi í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn bætti hlutfallslega flestum konum inn á þing í kosningunum 1999. Fækkun kvenna nú verð- ur að skoða í samhengi við almennan fylgissamdrátt Sjálfstæðisflokksins. Til að koma í veg slíkt brottfall verður að stefna að því að dreifa konum jafnar og ofar á lista eins og til dæmis í Suðvesturkjördæmi. Í Reykja- vík varð niðurstaðan ekki nógu hliðholl konum og af því urðu úrslitin þessi í kjölfar fylgistapsins. Í vetur var stofnað Landsnet sjálfstæðiskvenna. Miklar vonir eru bundnar við það verkefni, sem hefur það að markmiði að styrkja bakland kvenna enn frekar. Konum fækkar á Alþingi Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Ekkert gerðist „Ekkert gerðist í alþingiskosn- ingunum í gær (fyrradag). Allt verður eins og áður var. Flestir bjöllusauðir skiluðu sér heim á stekk.“ JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEF SÍNUM JONAS.IS Skýr skilaboð „Samkvæmt þeim skilaboðum sem nú liggja fyrir eru skilaboð- in skýr. Framsóknarflokkurinn á að vera áfram í ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn á að fara úr ríkisstjórn og Samfylkingin inn.“ BJÖRGMUNDUR ÖRN GUÐMUNDSSON Á VEFNUM MADDAMAN.IS Þakklæti til ungmenna Sigurvin Jónsson skrifar: Ég vill koma þakklæti til fólks-ins sem aðstoðaði mig þegar ég lenti í slysi á laugardag. Ég var að ganga í Austurstræti milli þrjú og hálf fjögur um daginn þegar stafurinn minn skrikaði og ég féll í götuna og beint á andlitið. Við það brotnuðu tennur og fleira. Þrjú ungmenni komu og aðstoð- uðu mig ásamt því að hringja á sjúkrabíl. Þá buðust þau til að láta aðstandendur mína vita. Þessi ungmenni viku ekki frá mér fyrr en ég var kominn inn í sjúkrabíl- inn. Ég vil koma á framfæri þakk- læti til þessa unga fólks og sjúkra- liðanna í sjúkrabílnum. ■ Fimm af níu þingkonum Sjálfstæðisflokksins eru fallnar af Alþingi. Af 22 þingmönnum flokksins verða fjórar konur á þingi, þar af ein kona í báðum Reykjavíkurkjördæmunum samanlagt. ■ Og hvernig fór svo? Tja, Sam- fylkingin sigraði en tapaði. Framsókn tap- aði en sigraði. Auðvitað eru margar megin-niðurstöður í úrslitum kosn- inganna. Lífið er flókið og marg- breytilegt þótt grunnþættir þess séu ef til vill einfaldir. En það er pólitíkin ekki. Ríkisstjórnin heldur þing- meirihluta sínum og getur starf- að áfram ef flokkarnir vilja. Það er hins vegar ofmælt að meta niðurstöður kosninganna sem stuðning þjóðarinnar við óbreytt stjórnarsamstarf. Í fyrsta lagi vegna þess að sameiginlegt fylgi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks meðal þjóðarinnar hefur verið það mikið að til að fella ríkis- stjórn þessara flokka þurfa kjós- endur ekki aðeins að hafna ríkis- stjórninni heldur báðum flokkun- um einnig. Það gerðist 1978 eftir kjörtímabil ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar. Sameiginlegt fylgi flokkanna fór einnig undir 50 prósentin 1987 en þá fyrst og fremst vegna klofnings í Sjálf- stæðisflokknum þegar Albert Guðmundsson yfirgaf flokkinn. Ríkisstjórn Geirs glímdi við mik- inn ófrið á vinnumarkaði og erf- iðleika í efnahagsmálum; bæði heimatilbúna en ekki síður erfið- leika í hagkerfi Vesturlanda í kjölfar olíukreppunnar. Ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar nú get- ur ekki skýlt sér á bak við neitt sambærilegt i ytri skilyrðum. Samt er sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna nú aðeins 1,8 prósentustigum meira en 1978. Vandi ríkisstjórnar Davíðs er fyrst og fremst innri vandi. Og miðað við kosningaúrslitin liggur sá vandi hjá sjálfstæðismönnum. Það er sigur og nokkur áfangi hjá Samfylkingunni að ná fylgi flokksins yfir 30 prósent. Hins vegar er það staðreynd að þjóðin var tilbúin að veita flokknum meira fylgi í aðdraganda kosn- inganna. Forystusveit Samfylk- ingarinnar tókst hins vegar ekki að svara óskum fólks. Að sumu leyti náði Framsóknarflokkurinn að svara þessum óskum betur. Það hefði mátt flytja málefni og málflutning Framsóknar óbreytt- an yfir til Samfylkingarinnar og þá hefðum við fengið skýrari stefnumið vestræns jafnaðar- mannaflokks en Samfylkingunni tókst að koma á framfæri. Báðir flokkarnir reyndu að ná til fjöl- menns hóps fólks sem vill öflugt markaðshagkerfi og jafn öflugt velferðarkerfi. Sjálfstæðisflokk- urinn lagði hins vegar meiri áherslu á markaðinn og Vinstri grænir á velferðina. Þegar síð- ustu vikur kosningabaráttunnar eru skoðaðar kemur í ljós að Framsókn aflaði betur. Svo ein- falt er það. Það dregur því úr sigri Samfylkingarinnar að flokkurinn náði ekki að grípa tækifærið sem var í boði. Sú staðreynd að þessir tveir flokkar – Framsókn og Samfylk- ingin – eru þeir einu sem koma sterkir frá þessum kosningum og á hvaða mið þeir sóttu ætti að ver- a lærdómur fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Sögulega á hann að geta keppt við þessa flokka á þessum velli og það væru afgerandi mis- tök hjá flokknum að gera hann að heimavelli hinna flokkanna. Vinstri grænir geta hins vegar dregið þá ályktun að án trausts á markaðshagkerfinu getur flokk- urinn ekki vænst þess að komast yfir 10 prósenta fylgi. Ef flokks- menn vilja halda fram einarðri vinstri-sósíalískri stefnu eiga þeir að gleðjast yfir núverandi fylgi. Frjálslyndir eru sér á parti. Þeir stukku inn í tómarúm sem aðrir flokkar skildu eftir í þeim misskilningi að landhelgismál yrðu ekki framar kosningamál á Íslandi. Engin mál önnur hafa oftar orðið kosningamál hér á landi og það er ekkert sem bend- ir til breytinga þar á. Til þess er sjávarútvegur of mikilvægur. Landhelgismálið hefur aðeins breytt um svip; þar sem áður voru Bretar eru nú komnir sæ- greifar en átakalínurnar eru þær sömu. Þær snúast um aðganginn að miðunum. Það er kannski af sömu ástæðu að Evrópumál kom- ast ekki á dagskrá hér, því að á Íslandi eru Evrópumál landhelg- ismál. Hvað um það. Miðjuflokkarn- ir unnu á í kosningunum og stjórnin varð fyrir áfalli – eink- um sjálfstæðismenn. Þótt það sé augljóst að það voru miðjumenn og miðjusjónarmið sem sköpuðu þessi úrslit er niðurstaðan ekki nógu afgerandi til að úrslitin leiði til breytinga. Úr þeirri stöðu þurfa forystumenn flokk- anna að vinna – og sem endranær gegna Framsóknar- menn þar lykilhlutverki. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um niðurstöður kosninganna. " #  $ % #   & '  !           $   ())'  *+)              %#, '      -  '   #' " #  $ % #   & '  ! .   -

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.