Fréttablaðið - 12.05.2003, Side 17

Fréttablaðið - 12.05.2003, Side 17
17MÁNUDAGUR 12. maí 2003  15.05 Stöð 2 Ensku mörkin. Mörk helgarinnar úr enska boltanum.  15.30 Sýn NBA. Útsending frá leik LA Lakers og SA Spurs í úrslitakeppni NBA- körfuboltans.  16.35 RÚV Helgarsportið. Sýnt frá helstu íþrótta- viðburðum helgarinnar.  18.00 Sýn Ensku mörkin. Mörk helgarinnar úr enska boltanum.  19.00 Sýn Spænsku mörkin. Mörk helgarinnar úr spænska boltanum.  20.00 Sýn Gillette-sportpakkinn. Íþróttir úr öll- um áttum.  20.30 Sýn Fastrax 2002. Vélasport. Hraðskreið- ur þáttur þar sem ökutæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu.  22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis  23.00 Sýn Ensku mörkin. Mörk helgarinnar úr enska boltanum.  23.10 RÚV Markaregn. Mörk helgarinnar úr þýska boltanum.  23.55 Sýn Spænsku mörkin. Mörk helgarinnar úr spænska boltanum.  0.15 Sýn Ensku mörkin. Mörk helgarinnar úr enska boltanum. Prins Naseem Hamed: Aftur í hringinn? HNEFALEIKAR Svo gæti farið að Prins Naseem Hamed, fyrrum heimsmeistari í fjaðurvigt, snúi aftur í hringinn næsta haust. Prinsinn hefur ekki barist síð- an í maí í fyrra er hann vann Manuel Calco á heldur ósannfær- andi hátt. Hamed, sem er 29 ára gamall, hefur nú óskað eftir því við bandarísku sjónvarpsstöðina HBO að hún taki frá pláss fyrir sig í september. Forstjóri hjá íþróttadeild HBO gat ekki staðfest að Hamed væri á leið í hringinn á ný. ■ HNEFALEIKAR Roy Jones Jr., heims- meistari í hnefaleikum, fer með hlutverk Hr. Ballard í nýju Mat- rix-bíómyndinni sem væntanleg er í kvikmyndahús von bráðar. Þetta er ekki frumraun Jones á hvíta tjaldinu, því hann hefur áður leikið lítil hlutverk í mynd- unum „The Devil’s Advocate“ og „New Jersey Turnpikes.“ Jones varð í mars á þessu ári annar léttþungavigtarkappi sög- unnar til að vinna heimsmeistara- titil í þungavigt er hann bar sigur- orð af WBA-meistaranum John Ruiz. ■ HANDBOLTI Spænska félagið Ciu- dad Real varð Evrópumeistari bikarhafa annað árið í röð eftir 24:24 jafntefli við Redbergslid í Gautaborg. Ciudad Real vann fyrri leiki 33:27 á heimavelli. Rúnar Sigtryggsson skoraði eitt mark í leiknum í Gautaborg. Hann gekk til liðs við Ciudad Real í fyrra og samningsbundinn félaginu til ársins 2004. Ciudad Real er í 2. sæti spænsku deildarinnar eftir 27 umferðir en besti árangur félags- ins hingað til var 4. sæti árin 1999 og 2002. ■ RÚNAR SIGTRYGGSSON Rúnar Sigtryggsson fagnar sigri Ciudad Real í Evrópukeppni bikarhafa á sunnudag. Rúnar skoraði eitt mark í leiknum. Handbolti: Rúnar Evrópumeistari AP /M YN D JONES Roy Jones Jr. stefnir á frama á hvíta tjaldinu. Roy Jones Jr.: Leikur í Matrix-mynd hvað?hvar?hvenær? 9 10 11 12 13 14 15 MAÍ Mánudagur PRINS NASEEM Óskar eftir plássi hjá HBO-sjónvarps- stöðinni í september.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.