Fréttablaðið - 12.05.2003, Side 20

Fréttablaðið - 12.05.2003, Side 20
12. maí 2003 MÁNUDAGUR20 JUST MARRIED 3.45, 5.50, 8, 10.10 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 3.50 DREAMCATCHER kl. 6 og 10.10 QUIET AMERICAN kl. 5.50, 8 og 10.20 Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 3, 6 og 9 Sýnd kl. 6, 8 og 10 bi 16 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10 kl. 8NÓI ALBINÓI kl. 68 FEMMES kl. 9SAMSARA Sýnd kl. 4, 5.30, 8, 9.05 og 10.20 b.i. 16 Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.20 kl. 4 500kr.DIDDA OG DAUÐI KÖTT...NATIONAL SECURITY bi 12 kl. 4 RECRUIT bi 16 kl.5.30, 8 og 10.30 kl. 6THE PIANIST Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 Hljómsveitin „Ég“ er ný af nál- inni og tekur sig greinilega ekkert allt of alvarlega. Á fyrstu plötu hennar, „Skemmtileg lög,“ má til að mynda finna lagaheiti á borð við „Dvergalagið,“ „Heimsmeistara- keppnin“ og „Maradona.“ Hljóm- sveitarmeðlimir fara ekki leynt með fótboltaáhuga sinn því umslag plötunnar er einnig tileinkað þess- ari mætu íþrótt. Byrjun plötunnar lofaði ekki sérlega góðu. Titillagið var bara alls ekkert skemmtilegt (svekkj- andi!) og þá sérstaklega bjagaður og vælugjarn söngurinn. Annað lagið var lítið skárra og aftur fór söngurinn í taugarnar á mér. Brún mín lyftist þó aðeins er ég heyrði „Geitungarnir mínir,“ sem er lítið og nett stuðlag. „Heimsmeistara- keppnin“ og „Leyndarmál“ hljóm- uðu einnig ágætlega og um leið kunnuglega enda afturhvarfið til gamalla tíma í algleymingi. Önnur lög á plötunni voru ekki eins skemmtileg. Þeir sem vilja hlusta á saklaust bítlarokk sem hægt er að dilla sér við í partíum gætu þó gert margt vitlausara en að skella plötunni á fóninn. Fótboltaleikur í sjónvarp- inu með hljóðið af myndi heldur ekki spilla fyrir. Freyr Bjarnason ÉG: Skemmtileg lög Umfjölluntónlist Fótboltarokk Breska pressan hefur hreinlega verið að missa sig yfir þessari sveit, Yeah Yeah Yeahs. Frumraun þeirra kom út í Bandaríkjunum í fyrra en ekki í Evrópu fyrr en nú. Þessi plata hefur þess vegna legið inni á borði breskra blaðamanna í talsverðan tíma og hafa þeir þess vegna fengið langan tíma til þess að hita almenn- ing upp fyrir útgáfu plötunnar þar í landi. „Hæpið“ er því gífurlegt. Yeah Yeah Yeahs eru hluti af ruslrokksenunni sem á upptök sín í New York. Tríóið fékk samning nokkrum vikum eftir að The Strokes sló í gegn. Tónlistin er töffaraleg og minnir dálítið á Daisy Chainsaw. Lagasmíðar eru þó poppaðri og útsetningar ekki eins groddaralegar. Lögin eru þó töluvert hressari en hjá The Strokes og The White Stripes. Demanturinn í pylsuendanum er svo söngkonan Karen O sem er ekta rokkstúlka, með lúkkið á hreinu og á víst að vera frábær á sviði. Það er skortur á alvöru stelpum í rokkinu í dag. Karen O fyllir mig von um að enn sé hægt að finna stúlkur þarna úti sem gera engar tilraunir til þess að laða mann að tónlistinni með því að sýna á sér naflann, brjósta- eða rassaskoruna. Þetta er skotheld rokkskífa. Gegnheil af slögurum og ávísun á að minnsta kosti fjögur „luftgítars“-köst. Ég bara verð að sjá þessa sveit á tónleikum! Birgir Örn Steinarsson YEAH YEAH YEAHS: Fever to Tell Umfjölluntónlist Já, já og já Fréttiraf fólki ÉG ER ARABI / GAMLA BRÝNIÐ kl. 8 FYRSTA FERÐIN / VIÐ BYGGJUM HÚS kl. 8 STEVIE kl. 5.30 BIGGIE & TUPAC kl. 10 HEIMILDA- OG STUTTMYNDAHÁTÍÐ Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif. TÓNLIST Rokkarinn Marilyn Manson hefur gert allt það sem telst á skjön við bandarískt þjóðfélag að sínu. Hann hefur notað Alice Cooper sem fyrirmynd og stigið skrefinu lengra. Þó hann hafi kannski ekki ætlað sér það lenti Marilyn Manson í miðjunni á hinni endalausu baráttu gegn ritskoðun og hefur haldið uppi fána mál- frelsis í Bandaríkjunum. Marilyn Manson heitir réttu nafni Brian Warner og er fæddur og uppalinn í Canton í Ohio. Þegar hann var 18 ára gamall fluttist hann til Miami og gerðist tónlistar- blaðamaður. Árið 1989 kynntist hann gítarleikaranum Scott Mitchell og saman ákváðu þeir að stofna hljómsveit. Ákveðið var að liðsmenn myndu allir búa sér til sviðsnöfn þar sem fyrra nafnið væri eftir þjóðþekktri konu en eft- irnafnið eftir þekktum fjöldamorð- ingja. Upphaflega var hljómsveitin kölluð Marilyn Manson and the Spooky Kids en nafnið var fljótlega stytt. Sveitin Mansons gaf út tónlist sjálf á kassettum og varð fljótlega með vinsælari tónleikasveitum í Miami. Trent Reznor, höfuðpaur Nine Inch Nails, kom auga á Manson og bauð honum útgáfu- samning auk þess að hita upp fyrir sveit sína í tónleikaferð um Banda- ríkin. Reznor stjórnaði svo upptök- um á fyrstu plötu Manson, „Portrait of an American Family“, sem kom út árið 1994. Manson varð strax umdeildur enda þekktur fyrir að ögra áhorf- endum sínum. Hann komst til dæmis í fréttirnar eftir að hann reif trúarbók Mormóna á tónleik- um í Salt Lake City, sem er vagga trúarhreyfingarinnar og mjög mótuð af henni. Manson braust svo upp á yfirborðið í Bandaríkjunum með útgáfu sinni á Eurythmics-lag- inu „Sweet Dreams (Are Made of This)“ sem var að finna á þröngskífunni „Smells Like Children“. Önnur breiðskífan „Ant- ichrist Superstar“ og vinsældir smáskífulagsins „Beautiful People“ varð svo til þess að Man- son fangaði athygli heimsins. biggi@frettabladid.is Beyoncé Knowles undirbýr núútgáfu fyrstu sólóplötu sinnar. Plata hennar „Dangerously in Love“ kemur út í júlí. Á meðal gesta á plötunni verða fyrrum kærasti hennar Jay-Z, Missy Elliott, Sean Paul og Big Boi úr Outkast. Stúlk- an er líka væntanleg aft- ur upp á hvíta tjaldið í sept- ember í myndinni „The Fight- ing Tempations“ þar sem hún leikur á móti Ósk- arsverð- launahafan- um Cuba Gooding Jr. Leikarinn Roger Moore er ábatavegi eftir að leið yfir hann á miðri leiksýningu í New York á miðvikudag. Stöðva þurfti sýning- una í tíu mínútur en gamli Bond sneri aftur til þess að klára sýn- inguna. Læknar Moore segja hann hafa þjáðst af ofþreytu og vatns- skorti í líkamanum. Rokkarinn Ozzy Osbourne hefurákveðið að slíta samning sín- um við Sony. Hann hefur gefið út plötur hjá útgáfunni í 23 ár. Sam- kvæmt fréttatilkynningu var ákvörðunin tekinn eftir fráhvarf forstjórans Tommy Mottola í janú- ar. Hvort ákvörðun hans tengist því eitthvað að dóttur hans Kelly var sparkað fyrr í vikunni er ekki vitað. Madonna þakkaði Frökkum sér-staklega fyrir að hafa verið mótfallnir stríðsátökum í Írak. Þetta gerði hún þegar hún kom fram í útvarpsþætti. Að loknu við- tali tók hún svo lagið fyrir þá 200 manns sem fengu aðgang. Að lok- um sagðist henni líða eins og heima hjá sér í Frakklandi en ekki heimalandinu. Fjórir einstaklingar hafa veriðkærðir fyrir að stela eintökum af væntanlegri Harry Potter-bók frá framleiðanda. Einn 44 ára gamall starfsmaður bókaprentun- ar var kærður fyrir að stela bók- unum og þrír unglingar fyrir að taka vísvitandi við þýfinu. Manson snýr aftur Í dag gefur þungarokkarinn Marilyn Manson út plötuna „The Golden Age of Grotesque“. Rokkarinn hefur verið umdeildur frá fyrstu plötu enda hápólitískur og ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum. MARILYN MANSON Það væri eflaust hægt að fylla heila opnu með hlutum sem Marilyn Manson hefur verið umdeildur fyrir. Stærsta málið er þó án efa þegar reiðir foreldrar í Bandaríkjunum vildu kenna tónlist hans um skotárásina í Columbine-skóla þegar tveir táningsstrákar skutu 13 skólafélaga sína til bana.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.