Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2003, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 12.05.2003, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 12. maí 2003 21 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 4, 6.30, 9 JOHNNY ENGLISH kl. 6, 8 og 10.10 kl. 6 og 8 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40 b.i.14.ára THE HOURS b.i. 12 kl. 5.30 MAID IN MANHATTAN kl. 8 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 b.i. 16 ára SHANGHAI KNIGHTS kl. 4 og 10EXTREME OPS CONFESSIONS b.i. 14 kl. 10.20 Sýnd kl. 5,30, 8, og 10.15 b.i. 16 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 12 ára BOWLING FOR... kl. 5.40, 8 og 10.20 Svo gæti farið að leikkonan Pen-elope Cruz komi til með að raka af sér allt hárið. Hún er í viðræð- um við leikstjórann Pedro Almodovar um að taka að sér aðal- hlutverkið í næstu mynd hans og er víst reiðubúin til þess að gera hvað sem er fyrir þennan vin sinn. Hún hefur þegar samþykkt að láta lokkana fjúka, enda skiptir það litlu þar sem þeir muni bókað vaxa á hana aftur. Nú eru uppi hugmyndir um þaðað gera söguþráð myndarinn- ar „8 Mile“ sem skartaði Eminem í aðalhlutverkinu að efnivið í söng- leik. Rapparinn hefur gefið sitt samþykki fyrir því en sjálfur hef- ur hann engan metnað til þess að endurtaka hlutverkið á sviði. Eminem er búinn að gera samning við Universal-kvikmyndafyrirtæk- ið um að skrifa og leika aðalhlut- verkið í sínum eigin myndum. Ewan McGregor segist ekkivera búinn að útiloka það að hann taki að sér aðalhlutverkið í framhaldsmynd „Trainspotting“. Rithöfundurinn Irvine Welsh gaf út framhaldssöguna „Porno“ í fyrra og segist McGregor ekki hafa verið jafn hrifinn af henni og fyrri sögunni. Hann viðurkennir þó að gaman hafi verið að sjá hvað hafi orðið um persónurnar. Nú segir McGregor að ef handritið verði gott muni hann slá til, en ef- ast um að svo verði miðað við söguþráð bókarinnar. Söngkonan Pink hljóðritar núnýtt lag sérstaklega fyrir kvik- myndina „Charlie’s Angels 2: Full Throttle“ sem frumsýnd verður í sumar. Lagið verður einnig að finna á væntanlegri breiðskífu hennar. Lagið heitir „Feel Good Time“ og var samið af Beck. William Orbit stjórnaði upptökum. Mike Skinner, betur þekktursem The Streets, virðist ætla að standa undir því nafni að vera hinn „breski Eminem“. Hann greindi frá því í viðtali við tónlist- artímaritið Muzik að hann hefði hug á því að færa sig yfir í kvik- myndaleik. Hann gantaðist svo með það að vegna þessa sé vel hugsanlegt að önnur breiðskífa hans komi aldrei út. Söngvari og gítarleikari Ash hef-ur verið lagður inn á spítala vegna undarlegrar bólgu í hand- legg hans. Sveitin, sem er þekkt fyrir að láta ekkert stöðva leið sína upp á svið, íhugar nú hvort hún neyðist ekki til þess að hætta við fyrirhugaða tónleika í London um helgina. Tim er að minnsta kosti algjörlega ófær um að leika á gítarinn sinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.