Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 36
49 ÁRA „Ég man að einhvern tíma átti Laxness afmæli og hringdu þá í hann útvarpsmenn. Karlinn hváði og svaraði svo: Afmæli? Eru það ekki bara smábörn sem halda uppá það? Ha?“ segir Daði Guðbjörns- son listmálari – afmælisbarn dags- ins. Kona Daða er leikskólastjórinn Soffía Þorkelsdóttir og Daði segir hana oftast reyna að gera eitthvað úr afmælisdegi hans þó enn hafi hún gripið til þess, sem afmælis- barnið bindur þó nokkrar vonir við að verði, að útbúa á hann kórónu líkt og tíðkast í leikskólum. „Sjáðu til, það voru engir leikskólar þegar ég var á leikskólaaldri. Svo kannski dúkkar upp kóróna núna, hver veit?“ Þó þetta sé lognið á undan storminum, en næst verður sjálft hálfrar aldar afmælið, gerir Daði fastlega ráð fyrir því að nokkur gleði verði ríkjandi hjá fjölskyld- unni. Sonur hans af fyrra hjóna- bandi átti afmæli í gær. Hann er 19 ára menntskælingur og býr hjá þeim hjónum. Hann átti að verða afmælisgjöfin fyrir 19 árum en mætti of snemma til veislu. „Stóra stundin verður náttúr- lega að ári og að einhverju leyti reynir maður að halda sig til hlés í dag. Ekki verður blásið í neina lúðra.“ Eftirminnilegasta afmælis- veislan í tengslum við afmæli Daða var þegar hann var tuttugu og níu ára gamall en þá létu yngri bræðurnir Gunnar og Guðbjörn, tenórarnir glöðu, heldur betur til sín taka. „Margir kollega minna eru enn að tala um þessa veislu. Við bræður dönsuðum Zorba-dans við mikinn fögnuð. Þeir vissu ekk- ert hvað þeir ættu að gefa mér, og það varð úr að þeir keyptu 10 svínakótilettur í afmælisgjöf. Svo mættu þeir í heimsókn daginn eft- ir, elduðu kótiletturnar og átu.“ jakob@frettabladid.is 36 12. maí 2003 MÁNUDAGUR Hvernig er nýja úrið þitt?Alveg frábært! Það fer klukkutímann á 55 mínútum. ■ Jarðarfarir ■ Andlát Með súrmjólkinni Afmæli DAÐI GUÐBJÖRNSSON ■ listmálari er 49 ára í dag þá má gera ráð fyrir að hinir kátu tenórbræður Gunnar og Guðbjörn láti til sín taka líkt og þeir gerðu í eftirminnilegustu afmælisveislu Daða. Fjölmiðlafræði | samfélags- og hagþróunarfræði | sálarfræði | lögfræði www.unak.is Nánari upplýsingar á heimasíðunni og í síma 463 0900. Umsóknarfrestur er til 5. júní 2003. Nýtt og spennandi nám við félagsvísinda- og lagadeild Það eru litlir sigrar á hverjumdegi,“ segir Kári Ólafsson, sem ásamt tveimur félögum sínum úr Fjölbrautaskólanum í Ármúla er í maraþonpróflestri. Þeir félagarnir fengu til afnota lausa kennslustofu sem þeir búa í þar til prófum lýkur. Það eina sem þeir leyfa sér er að skjótast út til að fara í sturtu. Kári hefur verið í fjarnámi í vetur, stundaði sjóinn frá Rifi á Snæfells- nesi fyrstu þrjá mánuði ársins. Hinir tveir hafa hlaðið á sig náms- einingum og nú á að taka á því. „Við gerðum þetta fyrir síðustu annarpróf og árangurinn varð mjög góður.“ Þau próf sem þeir hafa þegar tekið nú hafa gengið vel. Þá fór tími til spillis í að fara heim og sofa. Nú eru þeir að allan sólarhringinn. „Hér fer þjófavarn- arkerfi í gang klukkan tíu á kvöld- in, en við flytjum okkur þá fram í anddyri þar sem við erum með borð og dýnur.“ Hann segir skóla- meistara hafa tekið vel í þessa hugmynd, fundist jákvætt að þeir legðu þetta á sig fyrir námið. Kári segir að þeir nýti tímann vel og haldi hver öðrum við efnið. „Það er helst að tekin sé ein og ein skák á Netinu.“ Hann segir sólar- hringinn vera farinn að skekkjast hjá þeim. „Maður lærir þangað til maður er farinn að þreytast og þá leggur maður sig, sama hvað klukkan er.“ Þeir skiptast á að sofa og vekja hver annan ef svefninn ætlar að dragast á langinn. Ekkert hangs þar. „Það fer ekki mikill tími til spillis, helst að við spjöllum saman smávegis. Tökum fimm mínútna spjall og höldum svo áfram. Það er ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri og betri aðferð til að halda sér við efnið í próflestrinum.“ Kári hefur hug á því að fara í lögfræði. „Þetta er ágætis undir- búningur undir það. Vera hér og gera ekkert annað en að lesa. Mér skilst að það sé svoleiðis í laga- deildinni.“ Þeir félagar eru með heima- síðu, þar sem fylgjast má með námsframvindunni. Heimasíðan er http://www2.fa.is/~n19088159/webcam. haflidi@frettabladid.is ÚTVARP Jón Gnarr er á förum úr starfi hjá útvarpsstöðinni muzik FM 88,5 en þar var hann ráðinn til að stjórna morgunþætti: „Það var erfitt að fá auglýsing- ar eftir umræður um meint barna- klám sem hér hafði átt að vera,“ segir Valgeir Magnússon, einn eigenda stöðvarinnar, en Jón Gnarr flutti leikþætti í morgunút- varpi sínu þar sem kynferðisleg misnotkun á börnum kom við sögu. „Jón Gnarr hefur ákveðið að hætta og snýr sér að öðrum störf- um frá og með næstu mánaðamót- um. Þetta gekk ekki eins og við vonuðum. Nú setjum við stöðina í endurskoðun því hún skilaði ekki hagnaði,“ segir Valgeir. Í síðustu hlustendakönnun náði muzik FM 88,5 ágætri hlustun hjá karlmönnum á aldrinum 18-29 ára. Hjá öllum aldurshópum og báðum kynjum var hlustunin hins vegar aðeins 2,7 prósent. ■ 13.30 Aðalsteinn Thorarensen, Háholti 23, Hafnarfirði, verður jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju. 14.00 Sigríður Narfheiður Jóhannes- dóttir, Tjarnargötu 22, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju. 15.00 Ólafur Jónsson verður jarðsung- inn frá Kapellunni í Fossvogi. 17.00 Minningarathöfn um Þórönnu Rósu Jensdóttur verður í Fella- og Hólakirkju. Kristín Alexanders, Tangagötu 23, Ísa- firði, lést 8. maí. Birgir Karlsson, Reynilundi 11, Garða- bæ, lést 7. maí. Bernhard Adolf Andrésson, Rofabæ 43, Reykjavík, lést 3. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. 10 svínakótilettur tenórbræðranna kátu DAÐI GUÐBJÖRNSSON Bindur vonir við að konan útbúi á hann kórónu í tilefni dagsins. JÓN GNARR Hættir í útvarpi. Auglýsendur vildu ekki barnaklám Engum tíma sóað MARAÞONMENN Kári Ólafsson og Ingvar Gylfason taka á því fyrir prófin. Þeir búa saman í kennslustofu fram yfir próf. Á myndina vantar Jón Leví. Próflestur ■ Þrír félagar í Ármúlaskóla ákváðu að vera saman allan sólarhringinn í skólan- um og lesa fyrir próf. Þeir láta ekki tím- ann fara til spillis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.