Fréttablaðið - 17.05.2003, Side 4
4 17. maí 2003 LAUGARDAGUR
Kom brúðkaup forseta Íslands
þér á óvart?
Spurning dagsins í dag:
Ætlar þú á leik í Íslandsmótinu í knatt-
spyrnu í sumar?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
43,9%
56,1%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Bráðalungnabólgan
Við gerum betur
Njóttu
þess
að
ferða
st um
landi
ð
á góð
um bí
l
Avis dagsleiga, helgarleiga, vikuleiga. Eyddu minna í bílinn en meira í sjálfan þig og þína.
Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum.
Hringdu í Avis sími 5914000
Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is
* Opel Corsa, innifalið 50 km, vsk. og trygging
Aðeins2.850á dag
*
KENYATTA FLUGVÖLLURINN
Öll bresk flug frá Afríkuríkinu hafa verið
kyrrsett.
Ótti við hryðjuverk í
Keníu:
Breskar
flugvélar
kyrrsettar
AFRÍKA, GUARDIAN Fimmtán hund-
ruð breskir ferðamenn eru
strandaglópar í Keníu þar sem
bresk stjórnvöld stöðvuðu öll flug
breskra flugfélaga eftir að fregn-
ir bárust um hugsanleg hryðju-
verk í landinu. Herma heimildir
að Fazul Abdullah Mohammed, fé-
lagi í al Kaeda og eftirlýstur
vegna sprengingar bandaríska
sendiráðsins í Nairóbí árið 1998,
sé í landinu og hyggi á frekari
hryðjuverk.
Ríkisflugfélag Keníu hefur
boðist til að hjálpa til með að
koma farþegum aftur til Bret-
lands en því verið tekið fálega enn
sem komið er.
Fulltrúi breskra stjórnvalda í
Keníu, Edward Clay, hefur beðið
fólk afsökunar á ástandinu en seg-
ir að taka beri allar tilkynningar
um yfirvofandi hættu alvarlega
og að öryggi farþega og breskra
þegna gangi fyrir. ■
Ísafjörður:
Handteknir
með fíkniefni
LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn um
tvítugt voru handteknir á Ísafirði
þegar kannabisefni fundust á öðr-
um þeirra eftir að bíll sem þeir
voru á var stöðvaður á ellefta tím-
anum á fimmtudagskvöld. Í við-
bót fannst áhald sem greinilega
hafði verið notað til hassreykinga
að sögn lögreglu. Mönnunum var
sleppt að loknum yfirheyrslum og
telst málið upplýst.
Í þessu sambandi má geta þess
að lágmarkssekt við fíkniefna-
broti nemur 25.000 krónum. ■
HERTAR REGLUR Á FLUGVÖLLUM
Flugvallayfirvöld í Suðaustur-
Asíu hafa ákveðið að mæla lík-
amshita allra flugfarþega á
svæðinu eigi síðar en frá og með
15. ágúst næstkomandi. Ennfrem-
ur verða farþegar látnir fylla út
samræmd eyðublöð með upplýs-
ingum um heilsufar. Komist var
að samkomulagi um að allir sem
sýndu einkenni HABL yrðu settir
í sóttkví og fengju aðhlynningu.
ÁRANGUR NÆST Í SINGAPÚR Yf-
irvöld í Singapúr vonast til þess
að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
muni lýsa því yfir um helgina að
tekist hafi að stöðva útbreiðslu
bráðalungnabólgunnar þar í
landi. Forsætisráðherrann hvatti
þó landsmenn til að vera áfram á
varðbergi. Líkti hann sjúkdómn-
um við hryðjuverk sem ávallt
gætu leynst handan við hornið.
REFSINGAR HAFNAR Yfirvöld í
Kína eru byrjuð að refsa fólki
sem brotið hefur þær reglur sem
settar hafa verið til þess að hefta
útbreiðslu bráðalungnabólgunnar.
Kona var dæmd í árs fangelsi
fyrir að leiða hóp mótmælenda
sem vann skemmdir á byggingu
sem taka átti undir sóttkví. Kín-
versk yfirvöld hafa jafnframt
frestað öllum ættleiðingum til
annarra landa um óákveðinn
tíma.
MILLJÖRÐUM VARIÐ TIL AÐ LAÐA
AÐ FERÐAMENN Borgaryfirvöld í
Toronto hafa ákveðið að verja
sem nemur um 12,7 milljörðum
íslenskra króna í alþjóðlega aug-
lýsingaherferð til að auka straum
ferðamanna til borgarinnar. Út-
breiðsla HABL í Toronto varð til
þess að fæla frá þúsundir ferða-
manna. Nú hefur tekist að hefta
útbreiðslu sjúkdómsins í borg-
inni.
YFIR 600 LÁTNIR Heilkenni alvar-
legrar bráðalungnabólgu hafa
orðið að minnsta kosti 613 manns
að bana um heim allan. Yfir 7.700
manns hafa greinst með sjúk-
dóminn en mikill meirihluti
þeirra hefur nú þegar náð sér
að fullu.
SLYS Tvennt var í flugvél sem koll-
steyptist í lendingu á flugvellin-
um í Stykkishólmi. Fólkið, einka-
flugmaður og farþegi, var flutt á
heilsugæslustöðina í Stykkishólmi
en reyndist ekki vera alvarlega
slasað þótt nokkuð lemstrað væri.
„Óhapp varð í lendingu eins
hreyfils Cessna vélar með þeim
afleiðingum að hún lenti á nefinu
og kollsteyptist,“ segir Ólafur
Guðmundsson, yfirlögregluþjónn
í Stykkishólmi. Það tók Rannsókn-
arnefnd flugslysa nokkurn tíma
að koma á staðinn og gætti lög-
reglan vélarinnar á meðan. „Við
lukum vettvangsrannsókn í gær-
kvöldi og að því loknu var vélin
flutt til Reykjavíkur þar sem
rannsókn verður haldið áfram.
Vélin reyndist töluvert skemmd.
Fólkið hafði komið frá Reykjavík
og var í útsýnisflugi yfir Snæ-
fellsnesi,“ segir Þormóður Þor-
móðsson, formaður Rannsóknar-
nefndar flugslysa. ■
HEILBRIGÐISMÁL Fulltrúi sjúklinga
er ný staða á Landspítala - há-
skólasjúkrahúsi og hefur Ingi-
björg Pálmadóttir, fyrrum heil-
brigðisráðherra, verið ráðin til
starfsins. Hlutverk hennar er að
veita sjúklingum og aðstandend-
um þeirra stuðning, koma málefn-
um þeirra á framfæri og beina
umkvörtunum þeirra í réttan far-
veg til úrlausnar.
Ingibjörg segir starfið leggjast
mjög vel í sig og fyrstu dagana
hafi henni fundist eins og hún hafi
alla tíð verið í þessu starfi. „Ég
hef unnið að heilbrigðismálum
síðan ég var 18 ára með einum eða
öðrum hætti. Því er ekki neitt sem
komið hefur á óvart.“
Hún segir að viðfangsefni
þessara fyrstu daga hafi komið
sér afar kunnuglega fyrir sjónir.
„En ég er nú bara rétt að fóta mig
í starfinu,“ segir Ingibjörg.
Hún segist ekki í vafa um að
þetta eigi eftir að koma sjúkling-
um að gagni enda fólk aldrei við-
kvæmara en þegar það er sjúkt.
Þeir sem vilja nýta sér þjón-
ustu fulltrúa sjúklinga geta haft
samband í síma 543 1100. Þjónust-
an er veitt mánudaga, þriðjudaga
og fimmtudaga frá kl. 9:00 til
14:00 eða eftir nánara samkomu-
lagi. ■
Flugslys í Stykkishólmi:
Tvö slösuðust þegar
flugvél kollsteyptist
VIÐSKIPTI Það var lítið unnið meðal
æðstu yfirmanna íslenskra fyrir-
tækja í gær. Ástæðan var sú að
nánast allir forkólfar atvinnulífs-
ins hlýddu á Jack Welch, fyrver-
andi forstjóra General Electric,
þar sem hann svaraði spurning-
um gesta á Hotel Nordica. Welch
var staddur hér á landi í boði
Baugs og Kaupþings.
Welch er goðsögn í fyrirtækja-
heiminum enda
vöxtur General El-
ectric undir hans
stjórn gríðarlegur.
Hann er öflugur
talsmaður hnatt-
væðingar í við-
skiptum og stjórn-
unarstíll hans er persónulegur.
Undir hans stjórn störfuðu á
fjórða hundrað þúsund starfs-
menn. „Íslensk fyrirtæki eru lítil
og meðalstór. Stjórnendur þeirra
hafa enga afsökun fyrir því að
komast ekki í snertingu við hvern
einasta starfsmann.“ Hann segir
mikilvægt að stjórnendur komi
því til skila að þeim sé annt um
starfsmenn sína. Welch leggur
mikið upp úr liðsheild og segist
hiklaust hafa látið góða starfs-
menn fjúka hafi þeir ekki fylgt
stefnu liðsheildarinnar. „Láti
maður menn komast upp með það
að vinna gegn stefnunni, þótt þeir
skili árangri, mun á endanum
enginn taka mark á manni.“
Hann telur Íslendinga ekki
eiga erindi í Evrópusambandið.
„Ég veit ekki mikið um Ísland, ég
þekki tölur um þjóðarframleiðslu
á mann og ég sé brosin á andlit-
um ykkar. Ég veit ekki hvað
Brussel gæti gert fyrir ykkur.“
Welch er kunnur fyrir andstöðu
sína við skrifræði og lagði mikið
upp úr því að einfalda samskipt-
in.
Hann segir smæðina ekki
þurfa að þvælast mikið fyrir
mönnum. „Kosturinn við stór fyr-
irtæki er að þau hafa efni á að
gera stór mistök.“ Miklir mögu-
leikar séu fyrir hendi í íslensku
efnahagslífi. „Þið hafið áhugann
og menntunina. Hér hef ég hitt
marga forstjóra banka og stór-
fyrirtækja sem eru innan við fer-
tugt. Þið eruð að byggja upp öfl-
ugt lið sem getur sótt fram. Stoð-
ir efnahagslífsins á Íslandi eru
það traustar að þið ættuð að hafa
úthaldið til að sækja fram í al-
þjóðlegum viðskiptaheimi. Ég er
bjartsýnn fyrir ykkar hönd ef þið
sækið fram á grundvelli vits-
muna, þekkingar og hæfileika.“
haflidi@frettabladid.is
INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR
Hún er fyrrum heilbrigðisráð-
herra en hefur nú tekið að
sér að móta nýtt starf innan
Landspítala.
Landspítali - háskólasjúkrahús:
Fyrrum ráðherra mótar
starf fulltrúa sjúklinga
Góðir möguleikar
Íslands að ná langt
Jack Welch er goðsögn í viðskiptaheiminum. Hann talar enga tæpitungu
og leggur mikið upp úr liðsheild og persónulegri stjórnun. Forkólfar ís-
lensks atvinnulífs fengu í gær tækifæri til þess að spyrja þennan viðskipta-
snilling spjörunum úr. Mann sem tuttugufaldaði markaðsvirði General
Electric á jafn mörgum árum.
KONUNGUR FORSTJÓRANNA
Jack Welch náði einhverjum glæsilegasta árangri forstjóra með stjórnun sinni hjá General
Electric. Forkólfar íslensks viðskiptalífs fengu tækifæri til að spyrja hann um stjórnlistina í
gær. Kaupþing og Baugur buðu Welch til landsins.
■
Kosturinn við
stór fyrirtæki er
að þau hafa
efni að gera
stór mistök.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M