Fréttablaðið - 17.05.2003, Síða 10
12 17. maí 2003 LAUGARDAGUR
AFGANISTAN „Þeir lugu að okkur,“
sagði afganskur heimspekingur
sem stóð fyrir mótmælum gegn
afskiptum Bandaríkjanna í
Afganistan. „Þegar stríðið hófst
héldum við að Bandaríkin væru
eitt af góðu löndunum og þau ætl-
uðu að koma okkur til hjálpar.“
Mótmælaaðgerðirnar, sem voru
þær fyrstu síðan bandaríski herinn
steypti stjórn Talíbana af stóli, eru
taldar endurspegla vaxandi reiði
afganskra borgara í garð Banda-
ríkjanna, að því er fram kemur í
dagblaðinu Washington Post. Þær
raddir verða sífellt háværari sem
halda því fram að ríkisstjórn Geor-
ge W. Bush hafi svikið loforð sín
um að byggja upp landið að stríði
loknu og bæta lífskjör þjóðarinnar.
Margir halda því fram að banda-
rísk yfirvöld hafi beint öllum sín-
um kröftum að því að elta uppi
liðsmenn al Kaída og Talíbana og
uppbyggingarstarfið þar með ver-
ið látið sitja á hakanum.
„Auðvitað sér fólkið að ekkert
hefur verið gert,“ segir Hilaludd-
in Hilal, aðstoðarinnanríkisráð-
herra landsins. Hilal viðurkennir
að ekki sjái fyrir endann á því
ófremdarástandi sem ríkir í land-
inu. Vígamenn halda þjóðinni í
heljargreipum, flestir þjóðvegir
eru enn ófærir, atvinnuleysið er
gífurlegt og meira að segja þeir
sem hafa vinnu geta ekki fram-
fleytt sjálfum sér og fjölskyldum
sínum.
Sjóðir afgönsku ríkisstjórnar-
innar eru þurrausnir og hafa op-
inberir starfsmenn ekki fengið
greidd laun svo mánuðum skiptir.
„Við höfum þegar selt öll teppin
okkar og ísskápinn. Á endanum
neyðumst við til þess að stela
okkur til matar,“ segir afganskur
unglingspiltur. Faðir hans starfar
hjá afganska fjármálaráðuneyt-
inu en hefur ekki fengið laun í
yfir þrjá mánuði. Engin lausn
virðist vera í sjónmáli og reiðin
og biturðin í garð Bandaríkjanna
leyna sér ekki. „Við munum ekki
hika við að ganga til liðs við Talí-
bana ef þeir geta boðið okkur
betri kjör.“
Hjá innanríkisráðuneytinu
einu saman starfa um 96.000
manns sem ekki hafa fengið greitt
fyrir vinnu sína í meira en tvo
mánuði. Yfirvöld hafa óskað eftir
erlendum fjárstuðningi til þess að
geta tekið á þessu alvarlega
vandamáli áður en þegnar lands-
ins grípi til örþrifaráða. Er því
haldið fram að það fé sem alþjóða-
samfélagið hét afgönsku þjóðinni
hafi aldrei borist í réttar hendur,
að sögn dagblaðsins Independent.
Margir Afganar líta svo á að
úr því að Bandaríkjamenn ætli
ekki að efna loforð sín og bæta
lífskjör þjóðarinnar sé réttast að
hersveitir þeirra yfirgefi landið.
„Ef útlendingarnir hætta að
skipta sér af okkur getum við
byggt upp landið okkar sjálf,“
sagði atvinnulaus karlmaður á
þrítugsaldri. ■
VERKAMENN HVÍLA SIG
Þúsundir afganskra borgara hafa ekki fengið greidd laun fyrir vinnu sína svo mánuðum
skiptir. Óttast yfirvöld að fólkið muni grípa til örþrifaráða ef ekki verður gripið í taumana
nú þegar.
VINNANDI KONUR
Afganskar konur streymdu út á vinnu-
markaðinn í kjölfar falls Talíbanastjórnar-
innar. Þær fá greidd lúsarlaun og njóta
langt því frá sama réttar í samfélaginu og
karlmenn.
Bandaríkin hafa brugðist
trausti afgönsku þjóðarinnar
Afganar saka Banda-
ríkin um að hafa ekki
staðið við loforð sín
um að byggja upp
landið að loknu stríði
og bæta kjör þjóðar-
innar. Þúsundir lands-
manna eru á vonarvöl
eftir að hafa ekki feng-
ið greidd laun svo
mánuðum skiptir.
ÓSÁTTIR HÁSKÓLANEMAR
Afganskir háskólanemar efndu til mótmæla í höfuðborginni Kabúl. Létu þeir Bandaríkin
og forsetann Hamid Karzai fá það óþvegið.