Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2003, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 17.05.2003, Qupperneq 12
17. maí 2003 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Arsenal og Southampton eigast við í úrslitum ensku bikar- keppninnar í dag á Millenium leik- vanginum í Cardiff. Arsenal, sem er núverandi bik- armeistari, hefur unnið titilinn átta sinnum en Southampton aðeins einu sinni, árið 1976. Þó nokkuð er um meiðsli í her- búðum Arsenal. Fyrirliðinn Patrick Vieira er meiddur og tekur David Seaman við fyrirliðabandinu í hans stað. Pascal Cygan á einnig við meiðsli að stríða auk þess sem Sol Campell verður fjarverandi vegna leikbanns. Lauren og Oleg Luzhny eru einnig tæpir vegna meiðsla. Síðasta viðureign liðanna í ensku deildinni endaði með 6:1 bursti Arsenal og því telja flestir að róðurinn verði erfiður fyrir Sout- hampton í dag. „Það yrðu ein af stórtíðindum leiktíðarinnar ef Sout- hampton vinnur Arsenal,“ sagði Gordon Strachan, knattspyrnu- stjóri Southampton. „En við getum alveg unnið og ég sé enga ástæðu til að láta 6:1 tapið á Highbury draga úr okkur kjarkinn.“ Markaskorararnir tveir, James Beattie hjá Southampton, og Thi- erry Henry, leikmaður Arsenal, verða vafalítið atvæðamiklir í dag. Beattie varð þriðji marka- hæstur í úrvalsdeildinni með 23 mörk, einu marki á eftir Henry og tveimur á eftir Ruud van Nistel- rooy. ■ FÓTBOLTI „Ég er ekki alveg sam- mála þeim spám sem hafa verið að birtast að undanförnu,“ segir Sig- urður Jónsson, þjálfari 1. deildar- liðs Víkings. „Ég tel að FH og Val- ur verði ofar í deildinni.“ Ef marka má spá leikmanna, þjálfara og forráðamanna félag- anna í Landsbankadeildinni verður KR meistari en FH og Vali er spáð falli. „Það verður gaman að fylgj- ast með KR-ingum því þeir hafa fengið gríðarlegan liðsstyrk en eins og Willum benti réttilega á hafa verið ýmis spurningarmerki varðandi varnarleikinn hjá þeim. KR-liðið á eftir að skapa sér urmul færa og það verður mjög erfitt að stoppa þá með leikmenn eins og Veigar, Einar Þór, tvíburana og Sigurvin.“ „Fylkir, KR og Grindavík, hafa sankað að sér flestum leikmönnum og eru með breiðustu hópana. Skagamenn hafa hefðina á bak við sig og hafa verið mjög sannfær- andi í undanförnum leikjum. Liðið er búið að spila mikið saman og Stefán og Þórður styrkja það mik- ið. Þórður er einn besti markvörð- ur landsins. Þetta er bara spurning um að halda öllum heilum og þá fara þeir ansi langt.“ Sigurður þekkir vel til liðanna í Landsbankadeildinni enda hefur Víkingur leikið gegn flestum þeirra í Deildabikar og á Reykja- víkurmóti. „Mér fannst Fylkir mest sannfærandi þeirra liða sem við höfum spilað við. Þeir eru með mjög heilsteypt lið og með breidd í öllum stöðum.“ Meðal leikja 1. umferðar er viðureign FH og ÍA. Sigurður Jónsson þekkir vel til beggja fé- laga sem leikmaður ÍA og þjálfari FH. „FH-ingar hafa verið ósann- færandi í vetur en eins og Ólafur Jóhannesson hefur sagt þá hafa þeir ekki náð að stilla upp sínu sterkasta liði. FH-ingar hafa bætt við sig leikmönnum frá því í fyrra en Baldur og Callum Bett hafa ekkert spilað í vetur og það kemur í ljós í hvernig leikformi þeir eru. Skaginn er með alla sína leikmenn heila og hafa verið mjög sannfær- andi. Miðað við það sem á undan er gengið tel ég Skagann vera sigur- stranglegri en þeir vita það á Skag- anum að þegar út í Íslandsmótið er komið skiptir engu máli hvernig þeim hefur gengið á undirbúnings- tímabilinu.“ ■ Skaginn líklegri Sigurður Jónsson telur ÍA sigurstranglegra gegn FH í 1. umferð Íslandsmótsins.  9.30 Sýn NBA. Útsending frá leik í úrslitakeppn- inni.  11.50 Rúv Formúla 1. Bein útsending frá tímatöku fyrir kappaksturinn í Austurríki. 13.25 Rúv Þýski fótboltinn. Bein útsending frá leik í þýsku úrvalsdeildinni.  13.00 Sýn Enski boltinn. Bein útsending frá úr- slitaleik Arsenal og Southampton í bik- arkeppninni.  15.45 Rúv Íslandsmótið í snóker. Bein útsending frá úrslitaleiknum.  16.20 Sýn Enski boltinn 2002-2003. Samantekt frá eftirminnilegu keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í vetur.  17.00 Kópavogsvöllur Breiðablik og Þór/KA/KS mætast í Landsbankadeild kvenna í fótbolta.  17.15 Sýn Landsbankadeildin 2003. Ítarleg umfjöll- un um keppni í Landsbankadeildinni. hvað?hvar?hvenær? 14 15 16 17 18 19 20 MAÍ laugardagur hvað?hvar?hvenær? 15 16 17 18 19 20 21 MAÍ sunnudagur  11.30 Rúv Formúla 1. Bein útsending frá kapp- akstrinum í Austurríki.  14.00 Grindavíkurvöllur Grindavík tekur á móti nýliðum Vals í Landsbankadeild karla í fótbolta.  14.00 Kaplakrikavöllur FH-ingar fá Skagamenn í heimsókn í Landsbankadeild karla í fótbolta.  14.00 Hásteinsvöllur Eyjamenn og KA-menn eigast við í Landsbankadeild karla í fótbolta.  19.15 Fylkisvöllur Fylkir tekur á móti Fram í Landsbanka- deild karla í fótbolta.  20.15 Rúv Guðni Bergsson. Tár, bros og takkaskór. Guðni Bergsson er að ljúka fimmtán ára ferli sínum sem atvinnumaður í knatt- spyrnu. Í þættinum kynnumst við lífi knattspyrnumannsins.  22.05 Rúv Fótboltakvöld. Sýnt verður úr leikjum í fyrstu umferð Íslandsmótsins.  22.50 Sýn Íslensku mörkin. Sýnt verður úr leikjum í fyrstu umferð Íslandsmótsins. TVEIR GÓÐIR Robert Pires og Thierry Henry fagna marki. Þeir verða í liði Arsenal í dag. Enska bikarkeppnin: Erfiður róður hjá Southampton AP /M YN D ÍA Sigurður Jónsson, þjálfari Víkings, telur ÍA sigurstranglegra í leiknum gegn FH.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.