Fréttablaðið - 17.05.2003, Page 14
Ég veit nú ekki hvort ég er aðmála mig út í horn eða ekki.
Það væri ágætt að vera búinn að
mála sig út í horn og halda því svo
bara áfram. Ég væri alveg sáttur
við það,“ segir Eggert Pétursson
listmálari.
„Síðastliðin fimmtán ár hef ég
nánast eingöngu málað íslenskar
plöntur. Þetta er einhver árátta
bara og þrjóska kannski. Ég hef
alltaf haft áhuga á þessu viðfangs-
efni og á endanum gaf ég eftir og
hellti mér alveg út í þetta. Ein-
hvern veginn dettur mér ekki í
hug að mála neitt annað núna.“
Eggert er fyrir löngu orðinn
landsþekktur fyrir olíumálverk
sín, sem eru fjölskrúðugur ævin-
týraheimur út af fyrir sig. Hann
opnaði í vikunni sýningu á
nokkrum nýjum málverkum í
galleríi i8 við Klapparstíginn.
Málverkin eru öll unnin á þeim
tveimur árum sem liðin eru frá
því hann hélt síðast sýningu hér á
landi, sem var í sama galleríinu.
„Það er engin breyting í
vændum fyrir næstu myndir að
minnsta kosti. Ég held ótrauður
áfram að mála þessar íslensku
plöntur. Þetta er orðið það stór
hluti af persónuleikanum, hugsa
ég. Ef ég væri ekki svona stað-
fastur þá málaði ég kannski hitt
og þetta. Eitthvað allt annað en
plöntur. En einhvern veginn
finnst mér að ég verði að vinna úr
þessu efni eftir því sem ég get.“
Í samkeppni við náttúruna
Eggert segist þurfa að skipu-
leggja vinnuna við hverja mynd
af mikilli natni áður en hann hefst
handa við að mála. Síðan vinnur
hann hverja mynd í lögum, byrjar
á grófri áferð fyrst og fer síðan út
í fínni drætti sem hann nostrar
við þangað til settu marki er náð.
„Þetta er upphleypt allt saman
og ég þarf að vinna hvert einasta
lauf fyrir sig. Stór hluti af þessu
er líka bara allur tíminn sem fer í
það. Þetta er svolítið sérstakt
ástand að sitja dag eftir dag við
sömu myndina og halda áfram.
Það er gaman að sjá hvert það
leiðir mann.“
Hann segist ekkert endilega
hafa það markmið að líkja eftir
raunverulegum plöntum.
„Ég fylgi einhvers konar
plöntufræðilegri nákvæmni upp
að vissu marki,“ segir Eggert.
„Samt eru þetta meira málverk
hjá mér heldur en grasafræði.
Kannski kemur þarna fram ein-
hver ný gerð af plöntum án þess
að þetta sé nein fantasía beinlínis.
En ég er alltaf í svolítilli sam-
keppni við náttúruna líka.“
Stærri myndir
og litskrúðugri
Eggert byrjaði fyrst fyrir al-
vöru að gera myndir af íslenskum
plöntum þegar hann mynd-
skreytti bók Ágústs H. Bjarnason-
ar, Íslensk flóra, sem Iðunn gaf út
árið 1983.
„Þetta eru orðin ein tuttugu ár
síðan hún kom út. Reyndar var
þetta eitthvað að dúkka upp líka í
þeim myndum sem ég gerði áður.
Strax á fyrstu sýningunni minni í
Suðurgötu 7, það var árið 1980,
sýndi ég verk þar sem ég þrykkti
plöntum í vatnslitapappír. Ég
þurrkaði plönturnar á milli tvegg-
ja arka þannig að þær skildu eftir
sig far.“
Ekki fer hjá því að hæga þróun
megi merkja í málverkum Egg-
erts, þótt ekki séu breytingarnar
kannski stórvægilegar og við-
fangsefnið alltaf hið sama.
„Jú, það breytist nú alltaf eitt-
hvað. Myndirnar eru stærri núna.
Þetta eru stærstu myndir sem ég
hef málað hingað til. Svo eru að
koma fleiri litir. Rauði liturinn er
farinn að láta meira á sér kræla
og kannski fleiri plöntutegundir
saman í mynd. Svo má segja að ég
sé farinn að leggja meiri áhersla á
hvert málverk þannig að það geti
staðið út af fyrir sig. Áður fyrr
hugsaði ég meira út frá rýminu
sem ég var að sýna í, en á þessari
sýningu eru mjög ólíkar myndir
sem ég hef fengist við hverja fyr-
ir sig.“
Heimkynni bernskunnar
Fyrir hálfu öðru ári hélt Eggert
til Japans, þar sem hann tók þátt í
íslensk-japanskri samsýningu í
tengslum við opnun íslenska
sendiráðsins þar.
„Mér leið þarna í Japan eins og
ég væri loksins kominn heim til
mín. Það hefur eitthvað að gera
með það hvað maður hefur lítinn
skilning á hlutunum. Þetta ástand
er svolítið líkt og í bernskunni.
Maður á heima þar sem bernskan
er. Maður er að upplifa hlutina
nýja og ferska einhvern veginn án
þess að vita alveg hvað er á ferð-
inni.“
Eggert segist sækja áhugann á
plöntum að vissu leyti til bernsku
sinnar.
„Ég hef verið heillaður af ís-
lenskum plöntum alveg frá því ég
var krakki. Svo held ég að flestir
listamenn sæki til bernskunnar á
einhvern hátt. Á þessum árum
upplifir maður hlutina svo sterkt
að það nægir manni einhvern veg-
inn alla ævi.“
Með árunum fjarlægjast menn
óneitanlega heim bernskunnar og
þá þarf kannski að hafa svolítið
fyrir því að tengjast honum aftur.
„Ég reyni kannski að tengjast
honum á ný í gegnum þessa þrot-
lausu vinnu. Ég vil ekki sleppa af
honum hendinni.“
gudsteinn@frettabladid.is
16 17. maí 2003 LAUGARDAGUR
■ MYNDLIST
EGGERT PÉTURSSON LISTMÁLARI
„Síðastliðin fimmtán ár hef ég nánast eingöngu málað íslenskar plöntur. Þetta er einhver árátta bara og þrjóska kannski.“
Sýning Eggerts í galleríi i8 stendur fram í júní.
Vildi gjarnan
mála sig út í horn
Kling og
Bang
Kling og Bang nefnist glænýttgallerí sem opnað var í gær
að Laugavegi 23, á efri hæðinni
fyrir ofan verslunina Boltamann-
inn.
Að galleríinu standa tíu ungir
myndlistarmenn, sem segjast
hafa það markmið að skapa lif-
andi og leiftrandi vettvang fyrir
framsækna íslenska myndlist.
Þau ætla sér að vera djörf í
verkefnavali í nýja galleríinu og
stefna eindregið að því að
hleypa spennu í lista- og menn-
ingarlífið. ■
■ MYNDLIST
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Kjarna-
vörur
Bakarahátíð
í Smáralind
Fylgist með spennandi keppni í brauð-
og kökubakstri í Vetrargarðinum,
Smáralind, dagana 16. til 18. maí
Föstudaginn 16. maí:
Baksturskeppni bakaríanna - Fyrri hópur .......
Laugardaginn 17. maí:
Baksturskeppni bakaríanna - Seinni hópur .......
Úrslit kynnt og verðlaunaafhending ..........................
Sunnudaginn 18. maí:
Verk keppenda til sýnis................................
Á keppnissvæðinu verða fyrirtæki með ýmsar kynningar og
uppákomur, marsipanskreytingar, súkkulaði, kaffi bakarans
og margt fleira. Á sunnudeginum gefst fólki kostur á að
ræða við meistarana og smakka á brauði og bakkelsi.
12:00 - 18:00
9:00 - 15:00
17:00
13:00 - 18:00
Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154
www.teflon.is
LAKKVÖRN
BRYNGLJÁI
Á BÍLINN!
Blettun-djúphreinsun-alþrif.
30% afsláttur af öllum vörum.
Síðasti
dagurinn
í dag.
V
or
út
sa
la