Fréttablaðið - 17.05.2003, Side 16
18 17. maí 2003 LAUGARDAGUR
Söluskrifstofan er á
Suðurlandsbraut 24
Opið alla virka daga 9-17.
Þjónustuverið er opið virka daga 9-17, laugardaga 10-16 og sunnudaga 10-14,
sími 5 500 600. Þú getur einnig skoðað og bókað á IcelandExpress.is.
Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl.
Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Sumir vilja Davíð
og aðrir Halldór
Á meðan leiðtogar stjórnarflokkanna sitja að samningum um áframhaldandi ríkis-
stjórnarsamstarf veltir þjóðin einnig fyrir sér hvernig málin fara. Ekki er annað að
sjá en að áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggist
þokkalega í þá vegfarendur sem urðu á vegi blaðamanns.
Blendinn
hugur til nýrrar
ríkisstjórnar
Arnaldur Bjarnason telur allar
líkur á að ríkisstjórnarmyndun
takist á milli Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks. „Það er
blendinn hugur sem ég hef til
þeirrar stjórnar en mér líst mun
betur á Halldór í forsæti. Ég tel
hann vera einn sterkasta stjórn-
málamann þjóðarinnar.“
Arnaldur segist ekki hafa
myndað sér skoðun um skiptingu
ráðherraembætta en er ekki frá
því að það verði erfitt fyrir
Framsókn að skipa í stólana.
„Þeir hafa á að skipa nýju og
óreyndu fólki en það fer eftir því
hvernig þau skiptast á milli
flokkanna. Það er ekkert gefið að
Framsókn fái eins mörg ráðu-
neyti.“
SIGURÐUR HARALDSSON
Hann ætlar ekki að gleyma eftir fjögur ár
ef flokkarnir svíkja kosningaloforðin.
Strandar á
skiptingu
ráðuneyta
„Mér líst vel á þessar viðræður
og er sáttur við nýja stjórn með
þessum tveimur flokkum,“ segir
Sigurður Haraldsson. Hann er á
því að menn viti hverju þeir
sleppi en ekki hvað þeir hreppi
og því séu allar breytingar vara-
samar. „Mér líst vel á að hafa
Davíð áfram en ég er ekki viss
um að þetta gangi eins vel og
menn halda. Ég er hræddur um
að þetta strandi á ráðuneytunum
en ekki málefnum.“
Sigurður vill ekki tjá sig um
hverjum hann vilji skipta út og
segir að fæst orð beri minnsta
ábyrgð. Hann er þeirrar skoðun-
ar að minnsta kosti einn ráð-
herrana hafi lítið að gera áfram.
Hann hafi klúðrað svo miklu
fram að þessu.
Heldurðu að þeir standi við öll
kosningaloforðin?
„Nei, sannarlega ekki, en ég
vildi gefa þeim tækifæri. Ég get
þá í öllu falli breytt því næst og
ég ætla ekki að gleyma eins og
við gerum svo oft.“
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Telur að þeir Davíð og Halldór
vilji vinna saman.
Sturlu út og
Jónínu inn
„Mér líst nokkuð vel á viðræður
þeirra Halldórs og Davíðs og kýs
frekar að Halldór leiði stjórnina
ef af henni verður,“ segir Krist-
ján Kristjánsson. Hann segist
hafa kosið ríkisstjórnina áfram
en vill breytingar á ráðherraskip-
an. „Ég held að Sturla ætti að
hvíla sig og ég vil fá Jónínu
Bjartmarz inn.“
Hann telur miklar líkur á að
stjórnarmyndun takist um helg-
ina og Davíð og Halldór muni
ekki eiga í vandræðum með að
mynda stjórn. Þeir vilji vinna
saman og litlar líkur á að upp úr
viðræðum slitni.
DÚFA KRISTJÁNSDÓTTIR
Sanngjarnt að Halldór taki við á
miðju kjörtímabili nýrrar stjórnar.
Ánægð
með Davíð
„Ég er mjög ánægð með þessa
stjórnarmyndun og vona að hún
takist,“ segir Dúfa Kristjánsdóttir.
Hún segist gjarnan vilja sjá
Davíð í stóli forsætisráðherra en
finnst í lagi að Halldór taki við
eftir tvö ár. „Mér finnst sjálfsagt
að breyta til í ráðuneytunum, en
hef ekki myndað mér neina skoð-
un um hver eigi að vera hvar.“
Dúfa er ekki í vafa um að þeim
Davíð og Halldóri takist að mynda
stjórn um helgina. „Þetta er allt
að smella saman hjá þeim,“ segir
hún.
HÁKON
BRAGI
VALGEIRSSON
Hann telur að
innan Fram-
sóknarflokks
og Sjálfstæðis-
flokks sé besta
fólkið
til að stjórna.
Hjálmar í
ráðherrastól
„Mér líst mjög vel á þessa
stjórnarmyndun og kaus stjórn-
ina áfram,“ segir Hákon Bragi
Valgeirsson. Hann vill sjá Davíð
áfram í forsæti nýrrar stjórnar
og er ekki í vafa um að sú stjórn
verði sú besta sem völ er á. „Inn-
an þessara flokka er hæfasta
fólkið til þessara verka og ég hef
verið mjög ánægður með stjórn-
ina fram að þessu.“
Hákon vill fá nýtt ráðuneyti
ferðamála í komandi stjórn og
telur gott að skipta lítillega út
ráðherrum. „Hjálmar Árnason vil
ég sjá í ráðherraembætti.“
RÁÐHERRABÚSTAÐURINN Í TJARNARGÖTU
Hér gerast hlutirnir en á götunni er einnig spáð og spekúlerað.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
ARNALDUR BJARNASON
Telur Halldór mesta stjórnmála-
leiðtoga þjóðarinnar.