Fréttablaðið - 17.05.2003, Side 18
20 17. maí 2003 LAUGARDAGUR
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
200 sæti í
fiú velur
dagsetningu,
bókar og grei›ir
sta›festingargjald.
Gistista›urinn
ver›ur sta›festur
viku fyrir brottför.
36.242 kr.
Ver›dæmi til
Mallorca e›a Benidorm
m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn
2ja til 11 ára ferðist saman.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar,
gisting í 1 viku, akstur til og frá
flugvelli erlendis og íslensk
fararstjórn.
Barnaafsláttur fyrir 2ja til og
með 11 ára, 12.000 kr.
Ef 2 ferðast saman 47.630 kr.
Krít
19. og 26. maí, 2. og 9. júní
Benidorm
4., 11. og 21. júní
Mallorca
22. maí og 12. júní
Portúgal
20. maí, 3. og 10. júní
Verð á mann
4 í íbúð 38.900
3 í íbúð 41.900
2 í íbúð 43.900
Aukavika
stgr. á mann
4 í íbúð
m/1 svefnherb. og stofu 10.500
3 í íbúð
m/1 svefnherb. og stofu 13.500
2 í íbúð eða stúdíói 17.500
Aukagjald fyrir einbýli
m.v. stúdíó 16,900
Aukavikuverð
m.v. 1 í stúdíó 29,400
Barnaafsláttur 12.000
Verð
Brottfarir
Sólar
Plús
Misjafn reynist smekkurmanna þegar tónlistin er ann-
ars vegar og eru margir kallaðir
en fáir útvaldir þegar leitað er
álits á því hverjir standi upp úr á
hinu íslenska dægurlagasviði,
bæði að fornu og nýju. Úrslitin eru
engu að síður ótvíræð. Ellý Vil-
hjálms sigrar í þessari óformlegu
könnun Fréttablaðsins með
nokkrum yfirburðum og skýtur
þar ýmsum kempum ref fyrir rass.
20 sérlegir álitsgjafar blaðsins
voru beðnir um að nefna sinn topp
fimm lista og raða honum í for-
gangsröð. Sá sem sat efstur á lista
hlaut 10 stig, sá næsti 8 og þannig
koll af kolli. Sá söngvari sem var í
5. sæti hlaut 2 stig. Flestir kvört-
uðu undan því að þröngt væri snið-
inn stakkurinn og vildu fá að nefna
fleiri – en það var ekki hægt. Í ljósi
þessa er óhætt að fullyrða að nokk-
ur heiður sé því samfara að kom-
ast á blað.
Eldri kynslóðir
einoka sviðið
Það sem má heita einkennandi
er að söngvarar liðinna tíma
standa uppi sem sigurvegarar.
Þannig er þau sem eru í þremur
efstu sætunum horfin yfir móðuna
miklu og Haukur Morthens laumar
sér milli söngsystkinanna Ellýar
og Vilhjálms Vilhjálmsbarna. Þau
sem næst koma eru flest komin um
og jafnvel vel yfir fertugt. Bó,
Bubbi og Björk, béin þrjú í ís-
lenskri rokksögu, mega öll ágæt-
lega við una sem og Egill Ólafsson.
Egill og Björk eru jöfn að stigum
en Egill fékk talsvert fleiri tilnefn-
ingar, sem gerir hans árangur
betri. Yngsta kynslóðin setur hins
vegar ekki mark sitt á þessa könn-
un svo nokkru nemi. Hvort þar ráði
gæði eða íhaldssemi álitsgjafanna
skal ósagt látið. Annað það sem má
heita athyglisvert er að tónlistar-
gáfan virðist liggja í genunum:
Systkinin Ellý og Vilhjálmur og
frændurnir Haukur og Bubbi eru í
sátt og samlyndi á topp tíu listan-
um.
Páll Rósinkrans er yngstur á
topp tíu listanum og óvænt á lista
er Hallbjörg Bjarnadóttir. Þeir
sem berja á dyrnar eru Helgi
Björnsson, Emilíana Torrini, Þor-
valdur Halldórsson, Daníel Ágúst,
Einar Örn, Andrea Gylfadóttir og
Jóhann Helgason. Auk þeirra hlutu
tilnefningar: Bjarki Tryggvason,
Dr. Gunni, Rúni Júll, Óttarr
Proppé, Heiðar í Botnleðju, Rúnar
Gunnarsson, Hreinn Pálsson, Atli
Geir Grétarsson, Jenni úr Brain
Police, Engilbert Jensen, Stefán
Hilmarsson, Ellen Kristjánsdóttir,
Björn Jörundur, Shady Owens,
Svanhildur Jakobsdóttir, Margrét
Eir, Karl Örvarsson, Höskuldur í
Quarasi, Sigurður Bjóla og Pálmi
Gunnarsson. Án efa hefðu margir
söngvarar aðrir átt erindi, til dæm-
is má heita undarlegt að sjálfur
Raggi Bjarna komst ekki á blað
þrátt fyrir ótvíræða yfirburði
elstu kynslóðarinnar.
Ólíkindatólið Megas
Samhliða því að nefna sinn
topp 5 lista voru álitsgjafarnir
beðnir um að nefna til sögunnar
þann einstakling sem telja má
ólíkindalegan á dægurlagasvið-
inu. Sá sem hefur kannski ekki al-
veg það til að bera sem menn jafn-
an leggja sem mælistiku á dægur-
lagastjörnu: Hvorki góða rödd né
raddbeitingu, jafnvel að útlitið sé
ekki alveg í samræmi við það sem
vel kann að reynast á þessu sviði.
Leitin að þeim sem skarar fram sem söngvari á hinu íslenska dægurlagasviði barst um víðan völl.
En niðurstaðan liggur fyrir – álitsgjafar Fréttablaðsins hafa kveðið upp sinn dóm:
Ellý Vilhjálms
– dægurlagastjarna Íslands
Ellý er ótvíræður sigurvegari þessar-
ar könnunar með 74 stig og 9 til-
nefningar. Meðal þess sem álitsgjaf-
arnir hafa um hana að segja er:
„Falleg rödd...“ „Guðdómleg rödd.“
„Íslendingar voru heppnir að eiga
hana og synd að restin af heimin-
um skyldi hafa misst af henni. Hún
er á heimsmælikvarða.“ „Ellý hafði
þessa ofboðslega fallegu dýpt og
miklu tjáningu. Mönnum stóð ekki
á sama þegar hún söng, snerti
mann alltaf.“ „Þegar maður hlustar á
hana kemst maður að því aftur og
aftur hvað hún er frábær. Allt sem
hún syngur er einhvern veginn full-
komið og ég sakna hennar.“ „Ég
fékk Ellý í pela þegar ég var lítil. Og
henni tekst að tengja mig við raun-
veruleikann og róa taugarnar
hvenær sem er.“ „Allt gott sem hún
flutti. Hlustaði nokkrum sinnum á
hana og hef stúderað hana. Yfir-
burðahæfileikar og hefði átt að
verða heimsfræg.“
1.
Ellý
Vilhjálms
Haukur skýst á milli Ellýar og Vil-
hjálms með 68 stig og 10 tilnefn-
ingar. Um hann er meðal annars
sagt: „Sinatra Íslands. Náði lengra
en Stuðmenn því hann söng í Tívolí
í alvöru.“ „Svalur,
hvort sem það var
í stuðinu eða ball-
öðunum. Hann er
svona „the man“ í
þessum fræðum.“
„Gamla Ísland
birtist manni ljós-
lifandi þegar mað-
ur heyrir í honum,
klassísk rödd fortíðar.“ „Hann er
duglegasti dægurlagasöngvari Ís-
landssögunnar. Veit ekki um neinn
sem veit ekki hver hann er. Sungið
sig í hjörtu allra.“ „Hann er kóngur-
inn í dægurlögunum.“ „Sjarmerandi
söngvari.“ „Til eru fræ.“
2.HaukurMorthens
Álitsgjafarnir
Álitsgjafarnir eru úr ýmsumáttum og valdir af handahófi.
Þar innan um eru margir sem
löngum teljast ómissandi álits-
gjafar þegar poppsagan er ann-
ars vegar og auk þeirra nokkrir
sem eru ekki eins hefðbundnir í
þeim hópi. En allir þessir eiga
það sammerkt að hafa hlustað
mikið á tónlist í gegnum tíðina
og teljast án nokkurs vafa tón-
listarunnendur. Þeir eru: Andr-
ea Jónsdóttir, útvarpsmaður og
poppfræðingur, Arnar Eggert
Thoroddsen, poppskríbent á
Mogganum, Didda, skáld og
söngkona, Egill Helgason sjón-
varpsstjarna, Eiður Arnarson,
bassaleikari og útgáfustjóri,
Einar Örn, tónlistarmaður og
fjölmiðlafræðingur, Freyr Eyj-
ólfsson, dagskrárgerðarmaður á
Rás 2 og mandólínleikari, Gunn-
ar L. Hjálmarsson, útvarpsmað-
ur, poppfræðingur og pönkari,
Hallur Helgason, trommuleikari
Kátra pilta og leikhússtjóri, Ísar
Logi Arnarsson, framkvæmda-
stjóri Undirtóna, Kristín Ey-
steinsdóttir söngkona, Jói B.
Bjarnason, stuðbolti, tölvumað-
ur og plötusnúður, Jón Ólafsson
tónlistarmaður, Jónatan Garðar-
son, poppspekingur og Júró-
visjónlandsliðseinvaldur, Lísa
Páls, útvarpsmaður og söng-
kona, Magnús Kjartansson tón-
listarmaður, Margrét Hugrún
Gústavsdóttir blaðamaður, Mar-
grét Valdimarsdóttir, fyrrum
dagskrárstjóri Radíó X og blaða-
maður, Ragnar Gunnarsson,
golfari, rithöfundur og fyrrum
poppari, og Sverrir Stormsker
tónlistarmaður.
MEGAS
Ólíkindatólið í íslenskri dægurlagatónlist, er efstur í kjöri yfir þá sem mega teljast ólíklegir
á þessu sviði og – samkvæmur sjálfum sér – er einnig á topp tíu listanum yfir bestu dæg-
urlagasöngvara fyrr og síðar.
Vilhjálmur er öruggur í þriðja sæt-
inu, enda eftirlæti margra, með 60
stig og 9 tilnefningar. Um hann er
sagt: „Erfitt að útskýra snilldina.
Hún er ómennsk þessi rödd, svo
falleg er hún.“ „Tilgerðarlaus og
sannur flutningur.“ „Þvílíkt náttúru-
talent og söng nánast alltaf kórrétt.
Ef hann hefði einbeitt sér algerlega
að tónlistinni
hefði hann getað
sigrað heiminn.“
„Líklegast sá lát-
lausasti og ein-
lægasti í bransan-
um, laus við alla
tilgerð og upp-
skrúfaðan remb-
ing og belging
enda skildi hann textana og vissi
hvað hann söng. Skýr maður með
skýra rödd - því miður búinn að
syngja sitt síðasta.“ „Býr yfir miklum
trega og fallegum.“ „Falleg, óvenju-
leg, há rödd og mikil tilfinning.“ „Ég
veit ekki alveg hvenær sakleysið
hvarf úr íslenskri tónlist – en fólk
virðist hafa verið einlægara áður fyrr
og það virkar betur á mann.“ „Sá
besti. Sterk og tær rödd, kraftmikil
en um leið undurfalleg. Frábær
dægurlagasöngvari og sá besti sem
landið hefur alið.“
3.Vilhjálmur
Vilhjálmsson
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT