Fréttablaðið - 17.05.2003, Side 19

Fréttablaðið - 17.05.2003, Side 19
Fjarnám í HR: Öðruv ís i náms le ið Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík býður fjarnám í tölvunarfræði. Um er að ræða námsefni af kjör- sviði notendahugbúnaðar. Nemendur í fjarnámi geta út- skrifast sem kerfisfræðingar-HR. Nemendur geta svo bætt við sig 30 einingum og lokið BS-gráðu í hefðbundnu námi. Námsefni og námskröfur í fjarnámi eru þær sömu og í staðarnámi. Námið fer fram í sérhönnuðu fjarnámsumhverfi sem byggir nær eingöngu á nettækni. Fjarnámið er tekið á hálf- um hraða; tvö námskeið á haustönn og tvö á vorönn ásamt verklegu námskeiði sem krefst þess að nemendur vinni verkefni í skólanum í þrjár vikur. Fjarnámið er meðal annars byggt upp á fyrirlestrum, verkefnum, vinnulotum, verklegum námskeiðum og samstarfshópum. Fyrirlestrar eru teknir upp og geta nemendur nálgast þá þegar þeir vilja og hlustað á hvar og hvenær sem er. Nemendur geta einnig tekið þátt í umræðum á Netinu, bæði við kennara og aðra nemendur. Fjarnám hentar vel þeim sem ekki hafa aðstæður til hefðbundinnar skólagöngu, hvort sem þeir búa nær eða fjær skólanum. Gagnasetur HR: Miðs töð þekkingar á gagnasafnsker fum Gagnasetur HR er þekkingarsetur á sviði gagnasafns- kerfa. Þar er unnið að rannsóknarverkefnum tengdum margmiðlunargagnasöfnum og afköstum gagnasafns- kerfa. Fyrsta meginverkefni setursins er þróun myndleitar- kerfis sem býður upp á hraðvirka og nákvæma leit í myndagagnasöfnun. Verkefnið er unnið í samstarfi við franska aðila. Einn nemandi vinnur nú við Gagnasetrið í hálfu starfi. Þar að auki vinnur fjöldi nemenda að lokaverkefnum og sjálfstæðum verkefnum á vegum setursins. Forstöðumað- ur Gagnasetursins er Dr. Björn Þór Jónsson, dósent. Verkefni Ragnheiðar og Sigurðar er unnið í samstarfi við rannsóknarstofnun í Rennés í Frakklandi en Dr. Björn Þór Jónsson, leiðbein- andi Ragnheiðar og Sigurðar, hefur verið í sam- starfi við stofnunina. „Aðferðir við leit að textum í gagnagrunnum eru afar þróaðar og það tekur mjög stuttan tíma að fá vitræn svör, jafnvel bara brot úr sekúndu. En þegar leita á að mynd getur það tekið mjög langan tíma,“ segir Ragnheiður Ýr. „Þær hraðvirku aðferðir sem eru til núna hafa ekki verið mjög nákvæmar. Þær fara eftir því hvað er almennt líkt með myndunum, til dæmis hvaða litir eru áberandi í þeim.“ Stofnunin í Frakklandi hefur verið að þróa nýja aðferð þar sem hver mynd er greind í talna- gögn eftir flóknum aðferðum sem auðveldar leit að myndunum. Ragnheiður og Sigurður hafa unnið að nýju aðferðinni í lokaverkefni sínu í HR. Þá brjótast þau inn í leitarferlið og fylgjast með hvað er að gerast á hverjum tíma og hversu fljótt marktækar niðurstöður fást. Styrkurinn frá Ný- sköpunarsjóði gerir þeim kleift að þróa verkefn- ið áfram. Þau reyna þá leitaraðferðina á mynd- um af nemendum HR. „Við ætlum að reyna að læra betur á þetta leit- arferli og reyna að komast að því fyrir hverju það er næmt. Getum við til dæmis fundið ákveðna mynd af manneskju ef hún er nákvæmleg eins og myndin eða ef persónan hallar undir flatt, er í annarri peysu og svo framvegis. Í raun hvenær við getum fundið mynd og hvenær ekki.“ Ef aðferðin gengur upp mun hún auðvelda alla leit í myndagrunnum. Ragnheiður tekur sem dæmi myndasafn Reuters-fréttastofunnar, sem hefur að geyma hundruð þúsunda mynda. Mynd sem finna á í safninu er skönnuð inn og ef hana er þar að finna, eða líkar myndir, skilar aðferðin þeim myndum. „Aðferðina er þá væntanlega hægt að nýta á öðrum sviðum, til dæmis í læknavísindum. Ef leita þarf til dæmis að líkum hlutum af röntgen- mynd er hægt að gera það vélrænt, jafnvel án þess að mannsaugað komi þar nærri, á mjög einfaldan hátt fyrir notandann,“ segir Ragnheið- ur Ýr. Lokaverkefni HR: F jö lbrey t t f lóra verkefna Hugbúnaður fyrir lófatölvur, siglingatæki, eftirlitskerfi, myndbandsupptökuvélar og stefnumóta- þjónusta fyrir farsíma eru meðal verkefna sem nemendur við tölvunarfræðideild HR hafa unnið að á síðustu árum. Lokaverkefnin eru unnin á fjórðu og sjöttu önn og gefst nemendum þar kostur á að vinna að raunverulegu hugbúnaðarverkefni í tengslum við fyrirtæki eða í samvinnu við kennara skólans. Viðfangsefnin endurspegla ávallt helstu nýjungar og tækniþróun í tölvunarfræði. Sjá nánar um kynningu á lokaverkefnum nemenda í Háskólanum í Reykjavík á bls. 3 og 4 Nemendur vinna spennandi rann- sóknarverkefni Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir og Sigurður H. Einarsson , lokaársnemar við tölvunar fræðidei ld HR, fengu fyrir skömmu úthlutað styrk úr Nýsköpunar- sjóði t i l að vinna að verkefni sem snýr að uppbyggingu myndagagnagrunns úr andli tsmyndum og rannsókn á lei tareiginleikum myndagagnagrunnsker f is. MYND/RÓBERT T Ö L V U N A R F R Æ ‹ I v i › h á s k ó l a n n í r e y k j a v í k Umsóknarfrestur í tölvunar- fræðideild er ti l 5. júní www.ru.is Nýjungar í námi: Meis taranám í haus t Háskólinn í Reykjavík býður í fyrsta sinn upp á meist- aranám við tölvunarfræðideild í haust. Meistaranámið (MSc) er tveggja ára nám með rannsóknaráherslu. Á fyrra ári taka nemendur 15 einingar í námskeiðum við tölvunar- fræðideild HR á haustönn og jafngildi 15 eininga í nám- skeiðum við samstarfsháskóla á vorönn. Seinna árið er unnið 30 eininga rannsóknarverkefni. Háskólinn í Reykja- vík hefur stofnað til samstarfs við nokkra erlenda há- skóla. Nemendum HR er gert kleift að sækja námskeið við skólana og vinna að sameiginlegum rannsóknum. Skólagjöld vegna meistaranáms eru lánshæf hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.