Fréttablaðið - 17.05.2003, Page 23
Hnitabankinn
Hnitabankinn heldur utan um upplýsingar um fastmerki sem notuð eru í tengslum
við mannvirkjagerð, s.s. nákvæma staðsetningu í plani og hæð, tegund merkis,
lýsingu, ljósmynd og fleira. Forritið getur varpað fastmerkjum á milli mismunandi
hnitakerfa og lesið og skrifað mismunandi hnitaskrár (s.s. skrár úr mælitækjum).
Þá er í forritinu öflug kortavinnsla þar sem hægt er að skoða og leita að ýmsum
upplýsingum s.s. fastmerkjum, götuheitum og örnefnum (s.s. ám, vötnum, fjöllum
o.fl.).
Hnitakerfi, fastmerki, mælingamenn, Delphi
Verkfræðistofan Hnit hf.
Börkur Guðjónsson, Magni Þór Birgisson, Sigurjón Atli Sigurðsson
Miðvikudagur 21. maí
Frumgerð Eff2 myndleitarkerfisins
Í verkefninu var unnið með nýja aðferð við myndaleit, sem er mjög nákvæm en
um leið mjög tímafrek. Markmið þessa verkefnis var að gefa notanda mynda-
þjónsins innsýn í leitarferlið og gefa honum stjórn yfir framgangi þess, án þess að
hægja á því. Útfærður var myndleitarþjónn sem notar sameiginlegt minni (e.
shared memory) til að geyma stöðuna á úrvinnslunni, auk frumgerðar að nýju
notendaviðmóti, sem getur birt stöðu leitarinnar og leyfir ýmislegt samspil við
hana.
Myndagagnagrunnar, myndaleit eftir fyrirmynd, myndaþjónn, notendaviðmót
Gagnasetur Háskólans í Reykjavík
Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir og Sigurður H. Einarsson
Klösunarvísar fyrir myndagagnagrunna
Leit í myndagagnagrunni eftir fyrirmynd hefur í gegnum tíðina ýmist verið
ónákvæm og hraðvirk, eða nákvæm og seinvirk. Unnið er með myndir sem búið er
að umbreyta í mjög lýsandi gögn á tölulegu formi. Gögn þessi eru margvíð, og því
hefur ekki áður verið hægt að leita í þeim á hraðvirkan hátt, þar sem ekki hefur
verið hægt að nota vísa á þau. Markmið verkefnisins er útfæra og rannsaka klös-
unarvísa (e. clustering indexes) sem gera leit í margvíðum gögnum af þessu tagi
bæði hraðvirka og nákvæma.
Myndagagnagrunnar, myndaleit eftir fyrirmynd, margvíð gögn, klösunaraðferðir,
klösunarvísar
Gagnasetur Háskólans í Reykjavík
Árni Geir Valgeirsson, Brynjólfur Erlingsson, Ísak Sigurjón Einarsson
Gæði Internettenginga
Markmið kerfisins er að gefa notendum mat á gæði internettenginga sinna. Kerfið
mælir afköst tengingarinnar, pakkatap, biðtíma, uppitíma og fleira þannig að hægt
sé að reikna hvort notandi fái þau gæði sem hann borgar fyrir. Notendur fá
niðurstöður mælinga birtar á myndrænan hátt. Einnig fylgist kerfið með niðurhali
notenda og getur birt þeim aðvörun þegar ákveðnu marki er náð.
Gæði internettenginga, tölvusamskipti, .NET, Windows þjónustur
Aco Tæknival
Brynjar Tryggvason, Kristrún Lilja Júlíusdóttir, Linda Björk Bjarnadóttir
StarManager
Tilgangur verkefnisins var að einfalda það ferli að búa til vefleik fyrir hvaða
hópíþrótt sem er. Hópurinn forritaði í þeim tilgangi generískan miðlara sem gerir
leikjaforriturum það kleift að þurfa aðeins að forrita sitt útlit og kalla svo í
miðlarann til að vinna flóknari virkni. Þannig geta þeir náð fram hámarksvirkni í
leikinn með lágmarks vinnu og kostnaði.
Vefleikjamiðlari, generík, Java, knattspyrnuleikur, Struts, JSP
Betware
Sigmar Stefánsson, Sveinbjörn Geir Hlöðversson, Tómas Jónasson
Replication of a Personal Musical Style
Kerfið greinir hlutmengi af verkum samið af Johann Sebastian Bach og reynir að
grípa undirliggjandi stíl þeirrar tónlistar. Að því loknu reynir kerfið að búa til nýtt
verk í sama stíl. Markmiðið var að láta tölvu herma eftir ákveðnu tónskáldi og
semja tónlist, án þess þó að forritaðar séu ákveðnar tónlistarlegar reglur. Kerfið
styðst eingöngu við þá greiningu sem það framkvæmir sjálft.
Bach, gervigreind, gagnanám, tónlist
Rannsóknarverkefni HR
Freyr Guðmundsson
Opin
kynning
á lokaverkefnum nemenda í
TÖLVUNAR-
FRÆÐIDEILD
Háskólans í Reykjavík
19.-21. maí
Allir velkomnir
Stuðningur Bandamanna Háskólans í Reyk jav ík
hefur ger t tö lvunar f ræðide i ld HR k le i f t að e f la
kenns lu og s tórauka rannsókni r í tö lvunar f ræði .
Á kynningunni verður farið yfir raunhæf verkefni sem
nemendur í tölvunarfræði HR hafa unnið í tengslum við
atvinnulífið.
Verkefnin eru sérstaklega athyglisverð og lausnir nemenda
fela í sér ýmsar nýjungar í framsetningu og hönnun.
Kynntu þér í dagskránni hér á opnunni hversu verkefnin
eru fjölbreytt og spanna ólík svið. Að þeim standa einstak-
lingar sem eiga eftir að setja mark sitt á íslenskt upplýs-
ingaþjóðfélag.
Háskólinn í Reykjavík býður framsækið og krefjandi nám
í tölvunarfræði sem gefur þér ótal möguleika.
Ef þú ert að íhuga háskólanám í tölvunarfræði hvetjum
við þig til að koma á kynninguna.
Kaffi og meðlæti í boði á milli erinda