Fréttablaðið - 17.05.2003, Page 27
Má í raun segja að ekki sé síður
afrek að komast á þennan lista
með ákefðina og viljann að vopni
auk sérstæðra hæfileika. Við
erum að tala um ólíkindatólin í ís-
lenskri dægurlagatónlist.
Á þessu sviði dreifðust at-
kvæðin mjög enda af nægu að
taka líkt og einn álitsgjafanna orð-
aði það. Engu að síður er Megas
ótvíræður sigurvegari í þessum
flokki með fjórar tilnefningar.
Um Megas er meðal annars sagt
að hann sé alíslenskur og orginal:
„Alltaf skemmtilegt þegar samfé-
lagið öðlast nýja vídd í listum.“
Og: „Nördabarn úr Austurbæjar-
skóla sem hefði átt að verða efna-
fræðingur en varð poppari af því
hann hreifst af sterkum tíðar-
anda.“
Þrír popparar deila með sér
öðru sætinu: Birgitta Haukdal,
Geir Ólafsson, Einar Örn Bene-
diktsson. Nokkrir lýstu yfir því að
það hafi komið sér verulega á
óvart að Birgitta hafi orðið þessi
stjarna sem hún varð og Einar
Örn vildi ekki svíkja sjálfan sig
auk þess sem hann er sagður
þverbrjóta allar reglur en virki
samt einhvern veginn. Og þeir
sem nefndu Geir höfðu ríka þörf
fyrir að gera grein fyrir atkvæði
sínu: „Það má kannski segja að
það hafi verið óðs manns æði að
ráðast í sveiflu-ballöðu plötu að
hætti Dean og Frank, þar sem allt
er sungið í falsettu en bara um-
slag „Á minn hátt“ gerir hana þess
virði. Meir Geir!“ Og: „Geir
Sópranó er „one of a kind“ og einn
af örfáum sem hafa bara gefið út
eina plötu en samt komið fram í
hverjum einasta sjónvarps- og út-
varpsþætti, fyrir utan Dánar-
fregnir og jarðarfarir.“
Kann ekki að syngja, en
samt frábær...
Aðrir sem nefndir voru eru
Pétur W. Kristjánsson („Kom á
óvart þegar hann sleppti bassan-
um og tók um míkrófóninn. Ég er
enn að furða mig á því.“) og Björn
Jörundur („Örugglega eina rödd
sinnar tegundar í heiminum og þó
víðar væri leitað.“)
Fleiri óvæntar stjörnur á sviði
íslenskrar dægurtónlistar eru
Hreinn Laufdal, („Hann hefur
ekkert sem einkennir dægurlaga-
stjörnu en nýtur þó velgengni!“)
Björk, Jón Kr. í Falcon („Frjáls
eins og fuglinn hefur gert hann
ódauðlegan í íslenskri tónlistar-
sögu. Sannur karakter.“), Jónsi í
Sigurrós. („Kann ekki að syngja
en er samt sem áður frábær
söngvari!“), Gunnar Jökull Hákon-
arson, Ómar Ragnarsson („Hann
er svo ógeðslega hress, fyndinn og
kátur. Fyllti æsku mína af gleði,
gríni og hressleika. Og svo hvorki
reykir hann né drekkur og getur
samt verið hann sjálfur.“), Dr.
Gunni („Hann er svona hálffalsk-
ur alltaf en hefur eitthvað, húmor,
og mörg ágæt lög sem gera hann
að poppstjörnu.“) og Guðmundur
Jónsson óperusöngvari. („Hann
hefur sungið nokkur dægurlög og
er alveg ótrúlega flottur.“)
jakob@frettabladid.is
21LAUGARDAGUR 17. maí 2003
FYRIR GARÐEIGENDUR SEM VILJA GÓÐ VERKFÆRI
SLÁTTUORF GARÐSLÁTTUVÉLAR GARÐSLÁTTUVÉLARSLÁTTUORF HEKK KLIPPUR HANDSLÁTTUVÉLAR
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka, Glæsibæjarhreppi - Sími 461-1070
ÞAR SEM GÓÐU GARÐVERKFÆRIN FÁST
Létt og lipur.
Fyrir sumar-
bústaðinn og heimilið
Sú græna góða.
4,75 hp - 6,5 hp
Sú mest selda.
3,5 hp - 6 hp
Fyrir þá sem
vilja „alvöru“ hekkklippur
„Bumbubaninn“
sem bregst ekki
Hörkuorf
fyrir alla sláttumenn
Bó, Bjöggi eða
bara Björgvin er traustur í 4. sætinu
með 50 stig og 8 tilnefningar. Menn
hafa eitt og annað um hann að
segja: „Engum líkur og vex frekar en
hitt með árunum.“ „Stórkostleg rödd,
gríðarlega góður ballöðusöngvari.
„Það er algjör skylda að hafa hann á
þessum lista. Eina alvöru stjarna ís-
lenskrar dægurtónlistar.“ „Ðe Lónlí
Blú Bojs er besta hljómsveit sem
hefur verið stofnuð á Íslandi. Og úr
því maður má bara nefna fimm, þá
verður hann að standa fyrir hina
strákana. Heiðarlegur og einlægur
söngvari.“ „Mér þykir alltaf vænt um
hann, þó að hann hafi staðnað og
hafi ekki leitast við að þroskast, þá
syngur hann vel. Hann er bara Bó.“
„Þrátt fyrir „stærri en lífið“ persónu-
leika má ekki gleymast að Bó kann
vel að syngja. „Skýið“ er gott dæmi
um hæfileika Björgvins.“ „Bó er frá-
bær söngvari. Skýrmæltur, maður
nær alltaf textanum.“
4.
Björgvin
Halldórsson
Bubbi kóngur hef-
ur Egil Ólafs naumlega í þessari
könnun með 40 stig og 5 tilnefning-
ar. Bubbi og hans ætt öll má vel við
una og er traust staða hans og
Hauks frænda kannski til marks um
að tónlistin liggi í ættum. En þetta er
meðal þess sem menn vilja segja
um gúanórokkarann og söngva-
skáldið Bubba: „Fjölhæfur og karakt-
ermikill söngvari með flotta tækni og
fjögurra áttunda raddsvið, jafnvígur á
alla stíla en slær þó flestum við í
grenjandi rokki, sem er gott. Hefur
hins vegar undanfarin ár nær ein-
göngu reynt á röddina í boxlýsing-
um. Mætti fara að taka aftur upp
boxhanskann sem söngvari.“ „Rödd
sem fær endalaust nýtt líf. Endurnýj-
ar sig reglulega einhvern veginn.“
„Ekki besta röddin, ekki besta radd-
beitingin en hann tekur hlutina með
þeim stæl sem enginn gerir.“ „Gríðar-
lega öflugur söngvari sem er í góðu
sambandi við sín yrkisefni.“
Bubbi
Morthens
Egill er klemmdur
á milli Bjarkar og Bubba með 36
stig og 7 tilnefningar. „Ég verð að
nefna hann. Alhliða söngvari með
mikinn sjarma og túlkunarhæfi-
leika.“ „Ekki spurning í mínum huga.
Það sem hann gerði milli ‘75 og
‘80, það er með ólíkindum hversu
fjölbreytnin er mikil. Fjölhæfur um-
fram allt og þessi túlkun. Margir
dægurlagasöngvarar sem eru að
syngja og segja ekki neitt. Egill
kemur þessu lengra.“ „Hann sam-
einar það tvennt að búa yfir gífur-
legri tækni og færni um leið og það
er alltaf einhver djúpstæður fílíngur
í gangi. Ég hallast reyndar að þeim
sem hafa rétta tilfinningu frekar en
að tæknin sé mikil.“ „Spannar ótrú-
legan skala í músíkinni.“ „Hefur gert
þetta allt saman og á miklu meira
eftir.“ „Það er eitt sem er mjög
skemmtilegt með Egil, hversu mikið
kamelljón hann er í söngstíl og virð-
ist geta sungið hvað sem er.“
6.
Egill
Ólafsson Björk er jöfn Agli
að stigum, 36 stig,
en aðeins 5 til-
nefningar þannig að staða Egils er
talsvert traustari. „Hún er stjarna Ís-
lands og samkvæm sjálfri sér í öll
þessi ár.“ „Hún er söngfuglinn sem
flaug sínar eigin leiðir, andar öðru
vísi en aðrir og syngur með sínu nefi.
Það er vel.“ „Hún er alveg einstök og
ekki hægt að líta framhjá henni.
Hvernig hún notar þetta verkfæri sitt
og sýnir gríðarlegan fjölbreytileika.
Nafn hennar mun standa eftir að all-
ir eru búnir að gleyma Snorra Sturlu-
syni (rithöfundi).“ „Fyrst og síðast
röddin sem skóp hennar velgengni.“
7.
Björk
Sennilega kemur
mörgum skemmti-
lega á óvart að sjá
Hallbjörgu í þessu sæti en hún nýtur
greinilega vinsælda furðu margra.
Hallbjörg er með 81 stig og þrjár til-
nefningar. „Fyrsti alvöru íslenski
söngvarinn með ófalsaða tilfinningu
fyrir rokki. Alhliða söngvari með
frumlegan karakter og ótrúlega sér-
kennilega og „ljóta“ rödd og óvenju
faglega og fjölbreytilega beitingu.“
„Hún er einstök með sína dimmu
rödd. Svona rödd heyrist aldrei aft-
ur.“ „Besta söngrödd sem heyrst hef-
ur í íslenskri dægurtónlist. Lag með
henni var bannað í Ríkisútvarpinu.
„Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu
kynnum.“ Hún var með svo djúpa
rödd og það hljómar líkt og karl-
maður sem þá þótti jaðra við sam-
kynhneigð. Hallbjörg var misskilin.“
8.
Hallbjörg
Megas telst bæði
með þeim betri sem og er hann tal-
inn sérstæður kvistur í dægurtón-
listinni. Hann er með 16 stig og
þrjár tilnefningar. Og um hann hafa
menn þetta að segja: „Menn eiga
eftir að fatta það hvað hann er góð-
ur, þó síðar verði. Ótrúlega blæ-
brigðarík söngrödd sem er fyrst og
fremst að túlka texta fremur en að
blása eintómu lofti út.“ „Hann er
með sínar eigin leiðir og þær virka.
Léleg rödd, líkt og Dylan.“ „Textar og
rödd falla saman í heild sem er ein-
stök og órjúfanleg.“
9.
Megas
Páll má vel við
una sem yngsti maðurinn á listan-
um. Hann er með 14 stig og fjórar
tilnefningar. „Góður í ballöðum og
ennþá betri í rokki.“ „Hefur einn
mesta fílinginn fyrir þessu og er því
semsé einn stærsti „fíllinn“ í brans-
anum. Mætti minnka endurvinnslu.
Væri gaman að hann hefði jafn
góðan og óbrigðulan fíling fyrir
lagavali og hann hefur fyrir söng.“
„Guðdómleg rödd og næmni. Mjög
breið rödd, allt frá harðasta rokki út
í líflegasta gospel.“ „Á svo sem fá
listræn prik inni nú um stundir en
sá kann að syngja. Ef hann hættir
þessum peningaplötum sínum og
fer að syngja frá hjartanu aftur mun
honum farnast vel. Guð blessi Palla
Rós.“
10.
Páll
Rósinkrans
5.