Fréttablaðið - 17.05.2003, Síða 30
32 17. maí 2003 LAUGARDAGUR
KVIKMYNDIR Fimmtugasta og sjötta
kvikmyndahátíðin í Cannes hófst
á miðvikudaginn með sýningu á
endurgerð kvikmyndarinnar
Fanfan La Tulipe með Penelope
Cruz í aðalhlutverki. Mikill fjöldi
kvikmynda er til sýnis á hátíð-
inni, meðal annars The Matrix
Reloaded, en fjöldi stórstjarna
mætti á frumsýningu hennar.
Annars er athyglin alltaf mest
á þeim myndum sem keppa um
hinn eftirsótta Gullpálma, en í ár
blanda leikstjórarnir Peter
Greenaway, Clint Eastwood og
Gus Van Sant sér í þann slag. Eft-
irvæntingin eftir mynd Eastwood,
Mystic River, með Sean Penn, Tim
Robbins og Kevin Bacon í aðal-
hlutverkum, er mikil. Þá vekur
Lars Von Trier alltaf athygli en
hann sigraði á hátíðinni árið 2000
með Dancer in the Dark sem
skartaði Björku í aðalhlutverki og
er nú mættur aftur til leiks með
Dogville með Nicole Kidman í að-
alhlutverki. ■
Kvikmyndahátíðin í Cannes:
Mikið um dýrðir
TORTÍMANDINN
Hefur auga með því sem fer fram á götum Cannes á meðan kvikmyndahátíðin stendur yfir.
MONICA BELLUCCI
Mætti ásamt franska leikaranum Lambert
Wilson á The Matrix Reloaded-sýninguna,
en þau leika í meira lagi vafasöm hjón í
myndinni.
ALBERT MÓNAKÓPRINS
Mætir á frumsýningu myndarinnar „Fanfan La Tulipe“, eftir franska leikstjórann Gerard
Krawczyk, ásamt frönsku leikkonunum Blandine Bury og Alexandra Lacoste.
MEG RYAN
Er í dómnefnd hátíðarinnar í ár og hún
spókar sig hér með forseta hátíðarinnar,
Patrice Chereau.
PENELOPE CRUZ
Skartaði sínu fínasta í Cannes á miðviku-
daginn.
ANDIE MACDOWELL
Kemur á frumsýningu „Fanfan La Tulipe“
ásamt frönsku leikkonunni Noemi Lenoir.