Fréttablaðið - 17.05.2003, Síða 38
32 17. maí 2003 LAUGARDAGUR
rað/auglýsingar
VEFSÍÐUMEISTARI ÓSKAST
Óskum eftir samstarfi við aðila, sem hefur góða
þekkingu og reynslu á uppsetningu og gerð vefsíðna.
Spennandi verkefni framundan!
Vinsamlegast sendu okkur símbréf, með
nafni, símanúmeri (e - mail) og reynslu.
Telefax. 00 - 45 - 75 - 85 - 44 - 57.
Við munum svara öllum umsóknum !
Snæfellsbær
Tónlistarskólastjóri
óskast
við Tónlistarskóla Snæfellsbæjar
Verið er að sameina tónlistarskólana tvo í Snæfellsbæ
undir einum hatti og er starf tónlistarskólastjóra við nýj-
an skóla því spennandi brautryðjendastarf sem byggir á
traustum grunni.
Skólinn hefur þrjár starfsstöðvar; í Ólafsvík, á Hellissandi
og á Lýsuhóli.
Þetta er 100% starf og æskilegt er að umsækjendur
geti hafið störf 1. júlí 2003.
Gerð er krafa um að umsækjendur séu með góða tón-
listarmenntun auk reynslu eða þekkingar af stjórnun
eða sambærilegu.
Í boði er flutningsstyrkur og húsnæðisfríðindi.
Nánari upplýsingar fást hjá bæjarstjóra á skrifstofu Snæ-
fellsbæjar í síma 436-6900
Skriflegum umsóknum ber að skila til skrifstofu Snæ-
fellsbæjar fyrir 31. maí n.k. Umsóknareyðublöð má
finna á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is undir
Stjórnskipan og Eyðublöð
Snæfellsbær er ungt sveitarfélag sem vefur sig utan um Snæ-
fellsjökul: Staðarsveit, Búðir, Breiðuvík, Arnarstapi, Hellnar, Hell-
issandur, Rif, Ólafsvík og Fróðárhreppur. Í góðu veðri eru þétt-
býliskjarnarnir Hellissandur og Ólafsvík í aðeins tveggja tíma
akstursfjarlægð frá Reykjavík og veðrið er að sjálfsögðu alltaf
gott undir Jökli!
Hér býr gott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja Snæfells-
bæinga velkomna.
Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi þar sem Snæfells-
jökul ber hæst, enda býður bæjarfélagið upp á alla flóru lands-
ins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi.
Útivist og íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði
og snjóbretti, gönguferðir, golf, hestamennsku, sund og margt
fleira. Nýtt glæsilegt íþróttahús er í Ólafsvík.
Öflugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og félagastarfsemi með
miklum blóma.
Félag áhugafólks og aðstandenda alzheimers-
sjuklinga og annarra skyldra sjúkdóma.
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 21.
maí n.k. kl. 20:00 í húsnæði Pharmanor Hörgatúni 2,
210 Garðabæ, gengið inn frá Vífilstaðavegi.
1. María Th. Jónsdóttir formaður setur fundinn.
2. Venjuleg aðalfundastörf.
3. Jón Snædal öldrunarlæknir ræðir um nýjungar
í meðferð Alzheimerssjúklinga.
4. Ferilvöktun minnissjúkra - kynning.
5. Önnur mál.
Kaffiveitingar í boði Pfizer.
Allir velkomnir.
Ertu 18-25 ára?
Viltu fara í lýðháskóla í
Danmörku?
Ryslinge højskole á Fjóni tekur vel á móti ungmenn-
um á aldrinum 18-25 ára og býður upp á fjölbreytt
námskeiðaval, 40 spennandi fög og að auki dönsku-
kennslu og fræðslu um danska menningu.
Svo ef þú hefur áhuga á að stunda nám í Danmörku
eða bara kynnast landinu er dvöl í Ryslinge højskole
kjörið tækifæri. Boðið er upp á dvöl í 20 eða 38 vikur,
haustönn byrjar 17. ágúst en vorönn 4. janúar. Góðir
möguleikar eru á styrkjum til dvalarinnar og í skólan-
um er hægt að fá hjálp til að kanna frekari möguleika
á námi í Danmörku.
Ryslinge højskole er nútímalegur lýðháskóli sem
byggir á gömlum grunni. Hann er þriðji elsti lýðhá-
skóli í Danmörku, stofnaður 1866. Skólinn er á miðju
Fjóni, 20 km suður af Óðinsvéum og þangað er um
einnar og hálfrar klukkustundar akstur frá Kaup-
mannahöfn. Ef þú vilt kynnast skólanum nánar getur
þú skoðað heimasíðu skólans eða sent tölvupóst á
ensku eða dönsku og þú færð bæklinginn okkar
sendan með frekari upplýsingum.
Heimasíða: www.ryslinge-hojskole.dk
Netfang: mail@ryslinge-hojskole.dk
Sími: 004562671020
Össur hf
Sjúkraskósmiður og stoðtæknifræðingur
frá Össur hf. verða á Akureyri
dagana 20. og 21. maí.
Tímapantanir í síma 515-1398.
Fjarðabyggð
Lausar stöður kennara við
grunnskóla Fjarðabyggðar
Við Nesskóla í Neskaupstað vantar heimilisfræði-
kennara, smíðakennara, hannyrðakennara, bekkjar-
kennara á yngsta stigi og kennara á unglingastigi með
áherslu á ensku, íslensku og raungreinar.
Upplýsingar veita Eysteinn Kristinsson og Viðar Hann-
es Sveinsson skólastjórar í síma 477-1124 og 477-
1726, eysteinn@skolar.fjardabyggd.is
Við Grunnskóla Eskifjarðar vantar bekkjarkennara á
yngsta stigi, bókasafnskennara, íslenskukennara á
unglingastigi og heimilisfræðikennara. Upplýsingar
veitir Hilmar Sigurjónsson skólastjóri í síma 476-1472
og 476-1182, hilmar@skolar.fjardabyggd.is
Við Grunnskóla Reyðarfjarðar vantar kennara 1.bekk-
jar auk kennara í upplýsinga- og tæknimennt
(smíðar). Upplýsingar veitir Þóroddur Helgason
skólastjóri í síma 474-1247, thoroddur@skolar.fjard-
abygg.is
Við skólana starfa um 80 manns og nemendur eru
um 500. Skólarnir, sem allir eru einsetnir, hafa mikið
samstarf sín á milli, m.a. um innra mat á skólastarfi.
Fjarðabyggð býður flutningsstyrki og hagstæða
húsaleigu. Upplýsingar veitir jafnframt, Gunnlaugur
Sverrisson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs,
í síma 470 9092, netfang gulli@fjardabyggd.is
Skriflegar umsóknir skulu sendar til viðkomandi
skólastjóra.
Heimasíða: www.fjardabyggd.is