Fréttablaðið - 17.05.2003, Page 43

Fréttablaðið - 17.05.2003, Page 43
51 ÁRS „Þetta er besta hugsanlega afmælisgjöfin sem hann getur fengið og á líklega eftir að duga í mörg ár,“ segir Sjöfn Jóhannesdótt- ir, eiginkona séra Gunnlaugs Stef- ánssonar fyrrum alþingismanns, en hann er 51 árs í dag. Þau Gunnlaug- ur ætla að halda upp á afmæli bónd- ans með því að gifta einkason sinn í Hafnarfjarðarkirkju og slá upp 120 manna veislu að athöfn lokinni. Gunnlaugur hefur þjónað sem prestur í Heydölum í Breiðdal í 17 ár og eiginkonan, sem einnig er prestur, hefur þjónað á Djúpavogi. Og ekki nóg með það: Einkasonur- inn, sem gengur í heilagt hjónaband á afmælisdegi föður síns, er einnig guðfræðingur að mennt og starfar sem fræðslufulltrúi á Biskupsstofu. „Ég veit ekki hvað ég gef Gunn- laugi í afmælisgjöf en líklega verð- ur það eitthvað sem tengist hesta- mennsku eða veiðiskap. Kannski fær hann beisli,“ segir Sjöfn sem er vön að baka súkkulaðiköku fyrir Gunnlaug þegar hann á afmæli. „Það er eina sortinn sem hann borðar og eiginlega slæmt fyrir prest að borða bara eina tegund,“ segir Sjöfn en ítrekar að sóknar- börnin hafi fyrir löngu vanist þess- ari sérvisku prestsins í kökumálum og gæti þess að bjóða honum ekki upp á annað þegar hann vísiterar sveitina. ■ Tuttugu og fimm ára gamall Ís-firðingur hefur ráðist í þá fjárfestingu að flytja til landsins nokkur hundruð sólgleraugu sem ætluð eru til að horfa á sól- myrkva. Gleraugun eru framleidd í Frakklandi og eru þeirrar nátt- úru að hægt er að horfa beint í sól- ina án þess að skaða augun. Hins vegar er ekki hægt að sjá neitt annað með þeim. „Ég sel þetta bara á Netinu,“ segir Ísfirðingurinn, Skarphéðinn Ölver Sigurðsson, sem er áhuga- maður um sólmyrkva en starfar annars sem rafeindavirki hjá Póls á Ísafirði. Póls framleiðir raf- eindavogir og tengist ekki á nokkurn hátt sólmyrkvum. Þeir eru einkamál Skarphéðins. „Ég hef þegar selt nokkur hlífðargleraugu en þau kosta 5- 600 krónur eftir gerð,“ segir Skarphéðinn sem heldur úti sér- stakri vefsíðu um sólmyrkvann sem verður 31. maí og á að sjást vel á Vestfjörðum. „Gallinn er bara sá að sól verður heldur lágt á lofti í lok mánaðarins þannig að fólk ætti annað hvort að koma sér upp á fjöll eða fara fram hjá þeim til að sjá myrkvann,“ segir hann. Slóðin á sólmyrkvasíðu Skarp- héðins á Netinu er: www.hlekk- ur.net/solmyrkvi. ■ 37LAUGARDAGUR 17. maí 2003 Gleraugu ■ Skarphéðinn Ölver Sigurðsson á Ísa- firði hefur fjárfest í sérstökum hlífðargler- augum sem auðveldar fólki að fylgjast með sólmyrkva 31. maí næstkomandi. Sólmyrkvinn á að sjást vel á Vestfjörðum. 11.00 Bjarni Dagsson, Grænumörk 5, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju. 11.00 Guðmundur Ágúst Guðnason, Ranavaði 1, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Fáskrúðsfjarðar- kirkju. 11.00 Þórður Elíasson, Hólshúsum, Gaulverjabæjarhreppi, verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjar- kirkju. 13.00 Skúli Magnússon, Tókastöðum, Austur-Héraði, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju. 14.00 Aðalsteinn Ingólfur Eiríksson, Heiðarvegi 13, Reyðarfirði, verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðar- kirkju. 14.00 Anna Ragnheiður Ívarsdóttir, Bústaðabraut 5, Vestmannaeyj- um, verður jarðsungin frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. 14.00 Geir Einarsson frá Suður-Fossi, Mýrdal, verður jarðsunginn frá Reyniskirkju. 14.00 Kristín Alexanders, Tangagötu 23, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju. 14.00 Lilja Ólafsdóttir frá Súgandafirði verður jarðsungin frá Suðureyrar- kirkju. 14.00 Lúðvík Guðjónsson, áður í Hraunbæ 54, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju. 14.00 Matthías Kristjánsson, Há- brekku 6, Ólafsvík, verður jarð- sunginn frá Ólafsvíkurkirkju. 14.00 Ólöf Guðrún Guðbjörnsdóttir, Skólatúni 4, Bessastaðahreppi, verður jarðsungin frá Breiðaból- staðakirkju á Skógarströnd. Erna Karlsdóttir, Stekkjarhvammi 54, Hafnarfirði, lést 15. maí. Bóel Kristjánsdóttir, fyrrum húsfreyja, Miðhjáleigu, Austur-Landeyjum, lést 14. maí. Elísabet Vestdal-Abéla, Breiðabólsstöð- um, Álftanesi, lést í Frakklandi 14. maí. Hannes Kristjánsson, Silfurbraut 21, Höfn, lést 14. maí. Ólafur Jónsson, Hrafnistu, Reykjavík, lést 14. maí. Svanlaug Rósa Vilhjálmsdóttir, áður á Flókagötu 63, Reykjavík, lést 14. maí. Ásgeir Pétur Jónsson, Klausturvegi 3, Kirkjubæjarklaustri, lést 12. maí. Astrid Vik Skaftfells, áður í Bólstaðar- hlíð 34, lést 6. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. ■ Andlát ■ Jarðarfarir HORFT TIL SÓLAR Skarphéðinn og Hörður félagi hans Harð- arson með sólgleraugun sem nú er hægt að kaupa á Netinu á ákjósanlegu verði.Gleraugu fyrir sólmyrkva Afmæli GUNNLAUGUR STEFÁNSSON ■ fyrrverandi alþingismaður og prestur í Heydölum í Breiðdal, er 51 árs í dag. Hann heldur upp á daginn með því að gifta einkason sinn í Hafnarfjarðarkirkju og slá upp 120 manna veislu. Eiginkonan ætl- ar að baka súkkulaðiköku í tilefni dagsins. Giftir son sinn á afmælisdaginn GUNNLAUGUR STEFÁNSSON Fær kannski beisli í afmælisgjöf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.