Fréttablaðið - 20.05.2003, Side 10

Fréttablaðið - 20.05.2003, Side 10
20. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Skráðu þig í tilboðsklúbb Iceland Express á Netinu Og njóttu þess að fá reglulega send til þín frábær tilboð sem eingöngu eru veitt félögum í tilboðsklúbbi Iceland Express. Skráðu þig á www.IcelandExpress.is núna! Daglegt flug til Kaupmannahafnar og London. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Nýrra reglugerða að vænta: Styttir einangrun gæludýra EINANGRUN Breytinga er að vænta á reglum um sóttkví á einangrun- arstöð gæludýra á næstunni. Í landbúnaðarráðuneytinu er í smíð- um reglugerð um að stytta tímann í einangrun í Hrísey úr sex og átta vikum niður í fjórar vikur. Að sögn Atla Más Ingólfssonar í landbúnaðarráðuneytinu tekur reglugerðin að fullu gildi um næstu áramót. „Reglugerðin er grundvölluð á áhættumati um inn- flutning gæludýra sem unnið var fyrir ráðuneytið fyrir skömmu. Hún felst í því að ferlið hefst í því landi sem dýrið kemur frá og styttir þar með tímann í einangr- un hér á landi,“ segir Atli. Þá er væntanleg reglugerð um einangrunarstöðvar en í henni er gert ráð fyrir að einkaaðilar geti rekið slíka stöð. ■ Kæra vegna leynimyndavélar Kona sem er sökuð um vændi kærir Stöð 2 til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. KÆRUMÁL Meint vændiskona í Hafnarfirði hefur kært Stöð 2 til siðanefndarBlaðamannfélags Ís- lands. Kæran snýst um för sjón- varpsmanna Íslands í bítið í bíl- skúr þar sem konan og sambýlis- maður hennar eru talin hafa stundað atvinnurekstur sem sner- ist um sölu á blíðu. Konan sakar sjónvarpsfólkið um að hafa komið á fölskum forsendum með falda myndavél í farteskinu. Útkoman var svo sýnd í Íslandi í bítið um m á n a ð a m ó t i n apríl/mars síð- astliðinn en þar sagði konan frá umsvifum sín- um. „Við vorum búin að kanna hina lagalegu hlið og töldum okkur hafa lögin okkar megin – að við værum í raun að ljóstra upp um ólöglegt athæfi,“ segir Þórhallur Gunn- arsson, þáttagerðarmaður í morg- unþætti Stöðvar 2 – Ísland í bítið. Hann telur málið vera athyglis- vert en að það hafi ekki komið al- gerlega flatt upp á sig. Konan hafi gefið það í skyn að hún myndi gera allt, fyrst til að stöðva sýn- inguna og svo að það yrðu eftir- málar. Fréttablaðið birti viðtal við konuna seint á síðasta ári þar sem hún lýsti starfi sínu sem vændis- kona. Lögreglan hóf á sínum tíma sjálfstæða rannsókn á starfi kon- unnar og niðustöðunum var svo skilað til ríkissaksóknara, sem sendi málið aftur til lögreglu. Lög- reglan hefur nú lokið seinni hluta rannsóknar sinnar og sent ríkis- saksóknara. Fari kæra konunnar lengra, en oft virðist sem úrskurður Siða- nefndarinnar sé eins konar próf- steinn, verður það í fyrsta skipti sem ákært verður fyrir notkun falinnar myndavélar hér á landi, sem og í fyrsta skipti sem gefin er út ákæra á hendur meintri vænd- iskonu. jakob@frettabladid.is VEITINGASTAÐIR Í júníbyrjun munu nýir eigendur taka við rekstri Vagnsins á Flateyri. Vagninn er landsþekkt krá sem rekin hefur verið í hartnær 20 ár á Flateyri undir slagorðinu Staður á undan sinni framtíð, sem er tilvísun í eitt þekktra orðatiltækja stofnenda staðarins, Guðbjarts Jónssonar. Árni B. Ólafssonar, veitingamað- ur á Ísafirði, hefur rekið staðinn að undanförnu en nú tekur við rekstrinum Þorvaldur Pálsson, sem rekur einnig Essóskálann. Sparisjóður Vestfirðinga á hús- næði Vagnsins og nafn. Héraðsfréttablaðið BB hefur eftir Þorvaldi að hann sé bjart- sýnn á sumarið enda mikið fram undan í menningarlífinu á Flat- eyri. Hæst ber hátíðina Grænlensk- ar nætur, sem haldin verður um miðjan júlí, og útihátíðina Rokk og reyk um verslunarmannahelg- ina. ■ UM NÆSTU ÁRAMÓT VERÐUR BIÐIN AÐEINS FJÓRAR VIKUR Dýr sem koma frá löndum þar sem er hundaæði hafa þurft að vera í einangrun í átta vikur. Nú þurfa þau aðeins fjögurra vikna einangrun. VÆNDI Í HAFNARFIRÐI Konan hefur kært Stöð 2 til siðanefndar blaðamannafélagsins fyrir notkun falinnar myndavélar en sjálf á hún yfir höfði sér kæru vegna vændis. „Fari kæra konunnar lengra verður það í fyrsta skipti sem ákært verður fyrir notkun falinnar myndavélar hér á landi. FLATEYRI Nýir aðilar hafa tekið við rekstrinum. Vestfirðir: Vagninn í nýjum höndum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.