Fréttablaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 13
■ Asía
■ Lögreglufréttir
13ÞRIÐJUDAGUR 20. maí 2003
Afgreiðslutími
allra verslana Hörpu Sjafnar!
Alla virka daga kl. 8–18 og
laugardaga kl. 11–15.
Helgarvakt
í Skeifunni 4.
Opið laugardaga kl. 11–18
og sunnudaga kl. 13–18.
Skeifan 4
Reykjavík
Sími 568 7878
Snorrabraut 56
Reykjavík
Sími 561 6132
Stórhöfði 44
Reykjavík
Sími 567 4400
Austursíða 2
Akureyri
Sími 461 3100
Hafnargata 90
Keflavík
Sími 421 4790
Dalshraun 13
Hafnarfirði
Sími 544 4414
Austurvegur 69
Selfossi
Sími 482 3767
Bæjarlind 6
Kópavogi
Sími 544 4411
599kr. lítrinnm.v.10 lítra dós
672kr
.
lítrinn
789 kr. lítrinn
399kr. lítrinn
Stórafsláttur af útimálningu og viðarvörn
SUMARTILBOÐ
NAYEF PRINS
Nayef innanríkisráðherra tilkynnti að fjórir
menn væru í haldi vegna gruns um aðild
að hryðjuverkaárásunum í síðustu viku.
Hryðjuverkárásirnar í
Sádi-Arabíu:
Liðsmenn al
Kaída í haldi
SÁDI-ARABÍA, AP Yfirvöld í Sádi-
Arabíu hafa handtekið fjóra menn
í tengslum við hryðjuverkaárás-
irnar í Riyadh í síðustu viku. Að
sögn Nayef prins, innanríkisráð-
herra landsins, bendir allt til þess
að fjórmenningarnir séu liðsmenn
hryðjuverkasamtakanna al Kaída.
Í yfirlýsingu ráðherrans kom
einnig fram að þrír hryðjuverka-
mannanna sem létust í árásunum
hefðu verið eftirlýstir af yfirvöld-
um vegna meintra tengsla þeirra
við al Kaída. ■
FLÓÐ OG AURSKRIÐUR Að
minnsta kosti 84 hafa látið lífið í
flóðum og aurskriðum í suður-
hluta Sri Lanka. Yfir 150.000
manns hafa orðið að yfirgefa
heimili sín. Neyðarástand ríkir á
svæðinu og hafa srílönsk yfirvöld
beðið nágrannaríkið Indland um
að aðstoða við björgunaraðgerðir.
MANNTJÓN OG UPPSKERUBREST-
UR Flóð af völdum rigninga hafa
kostað 40 manns lífið í mið- og
suðurhluta Kína. Að minnsta
kosti 18.000 manns hafa orðið að
yfirgefa heimili sín. Vatnsflaum-
urinn hefur eyðilagt uppskeru og
sópað burt fjölda bygginga. Tjón
af völdum flóðanna er metið á
sem svarar yfir 2,5 milljörðum
íslenskra króna.
Bílslys í Vestmanna-
eyjum:
Óbreytt
líðan
SLASAÐIR Stúlkan sem lenti í bíl-
slysi í Vestmannaeyjum um
þarsíðustu helgi liggur enn á gjör-
gæsludeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss. Að sögn vakthafandi
læknis er líðan hennar óbreytt.
Hin stúlkan sem einnig var flutt á
Landspítalann er á batavegi. Sem
kunnugt er voru stúlkurnar þrjár
í bílnum þegar slysið varð. Ein
þeirra lést á sjúkrahúsinu í Vest-
mannaeyjum.
Slysið var með þeim hætti að
bíllinn sem stúlkurnar voru á
lenti utan vegar og hafnaði á
steinvegg. ■
ELDUR Í BÍLSKÚR Eldur kviknaði í
bílskúr sem sambyggður er húsi
við Suðursali í Kópavogi klukkan
fjögur í fyrrinótt. Þegar lögreglan
kom á vettvang voru íbúar komnir
út úr húsinu. Eldur logaði í einu
horni bílskúrsins og náðu lögreglu-
menn að slökkva hann með því að
úða úr duftslökkvitæki. Skemmdir
af völdum eldsins urðu óverulegar
en reykræsta þurfti bílskúrinn og
íbúðina.
62 KÆRÐIR FYRIR HRAÐAKSTUR
Sextíu og tveir ökumenn voru
kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi
lögreglunnar á Selfossi í síðustu
viku og átta fyrir að hafa ökuskír-
teini ekki meðferðis. Fjórir öku-
menn voru kærðir vegna gruns um
ölvun við akstur og mega þeir bú-
ast við að verða sviptir ökuréttind-
um. Átta umferðaróhöpp urðu þar
sem tjón varð á ökutækum en eng-
in teljandi slys urðu á fólki.