Fréttablaðið - 20.05.2003, Side 16

Fréttablaðið - 20.05.2003, Side 16
16 20. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR ÖRLAGARÍKT SPJALD Urs Meier sýnir Pavel Nedved gula spjaldið í leik Juventus og Real Madrid. Nedved braut á Steve McManaman átta mínútum fyrir leikslok og missir fyrir vikið af úrslita- leik Meistaradeildarinnar eftir átta daga. Fótbolti FÓTBOLTI Eftir að fregnir tóku að berast af gífurlegri skuldasöfnun undanfarinna ára hjá Chelsea töldu margir að peningavandræð- in myndu yfirbuga félagið. Talað var um 10,8 milljarða króna skuldahala vegna sjö ára endur- byggingar Stamford Bridge og gífurlegs kostnaðar vegna launa leikmanna. Ken Bates, eigandi Lundúna- liðsins, hefur blásið á allar vanga- velturnar og segir þær aldrei hafa angrað sig. Enda getur hann litið bjartsýnum augum á næstu leik- tíð. Chelsea hefur tryggt sér sæti í Meistaradeildinni að ári, sæti sem gefur félaginu um 2,4 millj- arða króna í vasann. Tekjur Chelsea af miðasölu og beinum út- sendingum munu aukast til muna, auk þess sem félagið hefur nú sterkari stöðu hvað varðar kaup og sölu leikmanna. Fall West Ham úr úrvalsdeild- inni þýðir um 2,4 milljarða tap, að því er fjármálaspekingar halda fram. Ljóst er að félagið þarf að lækka svimandi háan launakostn- að sinn og hefur stefnan verið sett á að draga úr honum um 1,2 millj- arða króna. Þegar hefur verið ákveðið að samningar tíu leik- manna verða ekki endurnýjaðir. Á meðal þeirra eru Ítalinn Paolo Di Canio, sem er sagður hafa þénað um 4,2 milljónir á viku, Lee Bowyer og gamla kempan Nigel Winterburn. „Það þarf að spara í mörgum hliðum rekstrarins en það verður samt ekki farið í afdrifaríkar að- gerðir. Við erum í viðkvæmri stöðu þar sem erfitt er að halda jafnvægi. En við ætlum okkur strax upp aftur,“ sagði Paul Aldridge, framkvæmdastjóri liðs- ins, eftir að ljóst var að samfelldri tíu ára veru liðsins í úrvalsdeild- inni væri lokið. Milan Mandaric, formaður Portsmouth, sigurvegara 1. deild- arinnar, hefur lofað því að setja næga peninga í liðið til að tryggja að það haldi sætinu í úrvalsdeild- inni á næstu leiktíð. Mandaric hefur þegar eytt um þremur millj- örðum króna á undanförnum árum til að koma liðinu í efstu deild. Harry Redknapp, knatt- spyrnustjóri Portsmouth, segist þurfa að minnsta kosti sex nýja leikmenn svo liðið fari ekki bein- ustu leið aftur í 1. deildina. Einn þeirra verður að öllum líkindum nígeríski framherjinn Yakubu Ayegbini, sem hefur verið í láni síðustu 6 mánuði hjá liðinu. Mandaric gerir sér grein fyrir því að krefjandi verkefni bíður Portsmouth: „Við þurfum að halda okkur í úrvalsdeildinni og byggja nýjan leikvang. Lífið snýst um áskoranir sem þessar. Þær skilja mennina frá drengjunum. Við þurfum að halda okkar striki á meðal þeirra bestu í eina leiktíð og það þýðir að ná í 40 stig eins fljótt og mögulegt er. Þegar það hefur tekist munum við reyna að festa okkur í sessi sem úrvals- deildarlið.“ ■ CHELSEA Óvíst er hvað tekur við hjá eldri leikmönnum Chelsea á næstu leiktíð. Zola, Petit, Stanic og Desailly eru allir komnir á fertugsaldur og fara brátt að syngja sitt síðasta. Chelsea hef- ur nú sterkari stöðu en áður hvað varðar kaup og sölu leikmanna og gæti freistast til að halda í þessa reyndu kappa fyrir næstu leiktíð. Milljarðar koma og fara Í íþrótt þar sem peningar skipta gríðarlegu máli er nauðsynlegt að halda rétt á spilunum. Ensku liðanna Chelsea, West Ham og Portsmouth bíða miserfið verkefni á næstunni. Næsti forseti franska liðsinsParis St. Germain segir að forsvarsmenn Manchester United hafi fyrir tveimur vikum óskað eftir fundi til að ræða um kaup á Brasilíumanninum Ron- aldinho. Hann segist hafa hafnað öllum viðræðum og því hafi eng- inn samningur verið gerður. Claude Makelele, miðjumaðurReal Madrid, segist ekki hafa áhuga á að semja við Manchester United. Fregnir af áhuga hans á að ganga til liðs við ensku meistarana í blaðinu News of the World virðast því hafa verið úr lausu lofti gripn- ar. Franski miðjumaðurinn Oli-ver Dacourt hefur gert þrig- gja ára samning við ítalska liðið Roma. Dacourt, sem er 28 ára gamall, kom sem lánsmaður til Roma frá enska liðinu Leeds í vetur. Félagaskiptin ættu að koma Leeds vel eftir öll fjárhagsvandræði liðsins. ■ Fótbolti FÓTBOLTI Fyrstu umferð Lands- bankadeildar kvenna lýkur í kvöld með þremur leikjum. Um- ferðin hófst á laugardag þegar Breiðablik vann Þór/KA/KS 2:1 í Kópavogi en í kvöld fær ÍBV Stjörnuna í heimsókn, Valur og FH leika að Hlíðarenda og sam- eiginlegt lið Þróttar og Hauka leikur gegn KR á Valbjarnar- velli. Val er spáð sigri á mótinu enda hefur félaginu gengið mjög vel í vormótunum. FH-ingum, gestum Vals, er hins vegar spáð falli en félagið hefur misst lykil- menn frá síðasta ári. Félögin hafa ekki mæst í ár en í 1. um- ferð í fyrra vann Valur 3:1 að Hlíðarenda og fylgdi því eftir með 3:0 sigri í Kaplakrika tveim- ur mánuðum síðar. ÍBV hefur hins vegar fengið mikinn liðsstyrk fyrir sumarið og ætti að sigra lið Stjörnunnar, sem hefur tekið miklum breyt- ingum frá því í fyrra. ÍBV vann leik liðanna í deildabikarnum í lok mars, 3:1. Þróttur/Haukar leikur gegn Íslandsmeisturum KR í frum- raun sinni í efstu deild. KR vann leik liðanna á Reykjavíkurmót- inu 11:1 í byrjun mars. ■ LANDSBANKADEILDIN KR hefur titil að verja. Búist er við að Valur, Breiðablik og ÍBV keppi við KR-inga um titilinn. Landsbankadeild kvenna: Frumraun Þróttar/Hauka

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.