Fréttablaðið - 20.05.2003, Side 19
19ÞRIÐJUDAGUR 20. maí 2003
hvað?hvar?hvenær?
17 18 19 20 21 22 23
MAÍ
Þriðjudagur
Vegna tilkynningar um væntanlegt yfirtökutilboð
nokkurra aðila á hlutafé Baugs Group hf. hefur
aðalfundi félagsins, sem halda átti þriðjudaginn
20.maí nk., verið frestað. Fundurinn verður
haldinn fyrir lok júní svo sem áskilið er í
samþykktum félagsins.
F.h. stjórnar Baugs Group hf.
Hreinn Loftsson hrl.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
A
U
2
1
1
9
4
0
5
/2
0
0
3
Tilkynning um frestun
aðalfundar Baugs Group hf.
KÖRFUBOLTI Jason Kidd tryggði
New Jersey Nets sigur á Detroit
Pistons í úrslitakeppni NBA í
fyrrakvöld með frábæru skoti
þegar 1,4 sekúndur voru eftir af
leiknum.
Leiknum lauk með sigri Nets
76:74. Þetta var fyrsti leikurinn í
einvígi liðanna í úrslitum Aust-
urdeildarinnar. „Þjálfarinn kall-
aði nafnið mitt og samherjar
mínir höfðu trú á mér,“ sagði
Kidd eftir leikinn. „Maður vill fá
boltann í hendurnar á svona
mikilvægu augnabliki og loksins
náði ég að klára það.“
Kidd skoraði 15 stig í leikn-
um, tók 9 fráköst, gaf 7
stoðsendingar og stal boltanum
þrisvar. Kenyon Martin bætti 16
stigum við fyrir Nets. Richard
Hamilton var stigahæstur í liði
Pistons með 24 stig. Ben
Wallace, samherji Hamilton, tók
22 fráköst í leiknum, þar af 13 í
fjórða leikhluta.
Næsta viðureign liðanna
verður háð á heimavelli Pistons í
kvöld. ■
KIDD
Jason Kidd skorar sigurkörfuna gegn
Detroit Pistons. Chauncey Billups kemur
engum vörnum við.
Úrslitakeppni NBA:
Kidd með sigurkörfuna
Lokahóf HSÍ:
Stelmokas og
Hanna best
HANDBOLTI Andreas Stelmokas,
leikmaður KA, og Hanna Guðrún
Stefánsdóttir, leikmaður Hauka,
voru valin bestu leikmenn Esso-
deildar karla og kvenna á loka-
hófi HSÍ sem haldið var um
helgina.
Ásgeir Örn Hallgrímsson,
Haukum, og Elísabet Gunnars-
dóttir, Stjörnunni, voru valin
efnilegustu leikmenn deildar-
innar.
Bestu þjálfaranir voru þeir
Viggó Sigurðsson, hjá karlaliði
Hauka, og Gústaf Adolf Björns-
son, þjálfari kvennaliðs félags-
ins. ■
Martina Navratilova:
170. sigurinn
TENNIS Martina Navratilova, sem
eitt sinn var besta tenniskona
heims, sigraði í tvíliðaleik á
Opna ítalska meistaramótinu um
helgina.
Þetta var 170. sigur Navrat-
ilovu í tvíliðaleik á ferlinum,
sem spannar nú 28 ár. Það var
hin 17 ára gamla Svetlana Kuzn-
etsova frá Rússlandi sem lék við
hlið hinnar 46 ára gömlu Navra-
tilovu á mótinu.
„Ég veit að ég spila ekki eins
vel og fyrir 20 árum en fólki er
alveg sama,“ sagði Navratilova
eftir að sigurinn var í höfn. „Ég
elska það sem ég geri. Tennis er
mín ástríða alveg eins og lífið
sjálft.“ ■
15.00 Stöð 2
Trans World Sport. Íþróttir um allan
heim.
17.30 Sýn
Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta-
viðburði heima og erlendis.
18.00 Sýn
Meistaradeild Evrópu. Farið er yfir leiki
síðustu umferðar og spáð í spilin fyrir þá
næstu.
19.00 Sýn
European PGA Tour 2003. Sýnt frá móti
úr evrópsku PGA-mótaröðinni í golfi.
20.00 Sýn
Trans World Sport. Íþróttir um allan
heim.
20.00 Valbjarnarvöllur
Þróttur/Haukar mætir KR í Lands-
bankadeild kvenna í fótbolta.
20.00 Hásteinsvöllur
Eyjastúlkur taka á móti Stjörnunni í
Landsbankadeild kvenna í fótbolta.
20.00 Hlíðarendi
Valur og FH eigast við í Landsbanka-
deild kvenna í fótbolta.
22.30 Sýn
Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta-
viðburði heima og erlendis.
0.30 Sýn
Trans World Sport. Íþróttir um allan
heim.
NAVRATILOVA
Martina Navratilova hefur leikið sem at-
vinnumaður í tennis í 28 ár.
Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154
www.teflon.is
LAKKVÖRN
BRYNGLJÁI
Á BÍLINN!
Blettun-djúphreinsun-alþrif.