Fréttablaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 22
20. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR22 JUST MARRIED 3.45, 5.50, 8 og 10.10 JOHNNY ENGLISH kl. 4 og 6DREAMCATCHER kl. 10 BULLETPROOF MONK kl. 8Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 kl. 6NÓI ALBINÓI THE QUIET AMERICAN Sýnd kl. 4, 5, 6, 8 og 10 b.i. 16 ára Sýnd í lúxus kl. 6 og 10 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl tali 4, 6 kl. 10SAMSARA kl. 8 kl. 8 og 10.05 UNE AFFAIRE DE GOUT kl. 8JOHNNY ENGLISH Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 11 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20 TÓNLIST Að þekkja mann og annan getur verið ágætis ávísun á plötu- samning. Það var a.m.k. tilfelli þeir- ra Jóhanns Ómarssonar og Þorsteins Ólafssonar sem völdu sér lista- mannanöfnin Skurken og Prince Valium. Jóhann, eða Skurken, kom prufuupptökum til bresku útgáfunn- ar Resonant í gegnum fyrrum skóla- félaga sinn. Eftir það hreyfðust hlut- ir hratt og nú er búið að dreifa fyrstu plötu þeirra félaga „Í þágu fallsins“ víða. „Ég er búinn að sjá að platan er til sölu í Japan, Hollandi, Kanada og bara hér og þar,“ segir Jóhann hálf hissa. Piltarnir fengu svo 150 eintök send hingað heim. Platan er nú þeg- ar fáanleg í 12 Tónum og verður dreift í aðrar plötubúðir fljótlega. Í fyrra gáfu Undirtónar út plötu með Skurken og Prince Valium sem innihélt lög sem þeir gerðu í sitt hvoru lagi. Samstarf þeirra er því eldra en sameiginleg tónlistarsköp- un þeirra. „Ég var nemi í Listaháskólanum og Prince Valium var alltaf að koma í heimsókn til mín,“ útskýrir Jóhann. „Ég var þar með fína aðstöðu og við byrjuðum að fikta eitthvað saman. Síðan endaði það á því að við vorum komnir með plötu sem við sendum út. Við höfðum alltaf verið að spila saman en alltaf gert tónlist í sitt hvoru lagi. Þetta er fyrsta tónlistin sem við gerum saman.“ Fyrir samstarfið gerðu félagarn- ir ólíka tónlist. Skurken var ögn furðulegri og hraðari en Prince Vali- um stóð undir nafni og gerði rólegri og draumkenndari tóna. „Síðan er þetta komið út í einhverjar tölvu- leikja bongópælingar. Ég er eigin- lega alveg hættur að reyna skil- greina þetta eitthvað.“ Félagarnir hafa verið iðnir við að koma fram á tónleikum, sem er frek- ar sjaldgæft í tilfelli rafsveita. Jó- hann segist skilja þann trega og seg- ist hafa fundið fyrir fordómum tón- leikagesta gagnvart raftónlist. „Fólk vill bara sjá einhvern með gítar og trommusett. Það er mjög þröngur hópur sem mætir. Þegar við mætum með græjurnar okkar erum við oft spurðir hvort við séum að fara að spila tölvuleiki. Þess vegna reynum við að setja upp einhverja smá sýningu utan um þetta líka. Það er svo leiðinlegt að horfa á einhvern gaur með fartölvu leggja kapal. Raf- tónlistarmenn hafa nú gert svoleiðis, meira að segja ég.“ biggi@frettabladid.is Fjórði leikurinn í Delta Force-seríuNovalogic gerist á tíu mánaða tímabili í Sómalíu árið 1993. Þetta er fyrstu persónu einmenningsskotleik- ur sem setur spilarann í hlutverk bandarísks sérsveitarhermanns og byggir á söguþræði samnefndrar kvikmyndar. Mikið er lagt upp úr því að hafa allt sem raunverulegast í leiknum (fyrir utan óþrjótandi skotfærabirgð- ir líklega) og gefst manni meðal ann- ars færi á að fljúga með þyrlu, sem er hressandi, og tæta upp rykið á Hummer vopnuðum 50 kalíbera vél- byssu. Grafíkin er ágæt, en Novalogic notar sína eigin þrívíddarvél til að smíða umhverfi leiksins, sem þýðir að leikurinn er ekki það flottasta á markaðnum en gerir hönnuðum BHD hins vegar kleift að smíða mjög stór borð sem hægt er að skoða hvern krók og kima í. Leiðangrarnir 20 sem spilarinn getur klárað snúast um að útrýma óvininum en jafnframt að bjarga samlöndum sínum úr klóm óvinarins. Manni gefst til dæmis kostur á að stjórna lítilli herdeild og þar fær leik- urinn mínus þar sem gervigreindin er alls ekki eins og hún gerist best. Hermennirnir beggja megin víglín- unnar eru einfaldlega ekki nógu gáf- aðir til að þetta teljist mjög raun- verulegt. Þetta er hins vegar ágæt af- þreying fyrir þá sem eru ekki of kröfuharðir að því leytinu til. Fjöl- spilunarmöguleikinn (sem undirrit- aður náði ekki að kynna sér) gæti einnig gefið leiknum aukinn líftíma. Einmennings/fjölspilunardemó er að finna á www.hugi.is/hahradi/ . Gunnlaugur Lárusson DELTA FORCE Black Hawk Down Umfjölluntölvuleikir Vélbyssugelt og þyrluflug Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 6 og 9 DARKNESS FALLS b.i. 16 kl 8 og 10 Ævintýri Skurken og Prince Valium SKURKEN & PRINCE VALIUM Eru komnir á mála hjá bresku útgáfunni Resonant og fá útgáfu víðs vegar um heim. Þess má geta að Staf- rænn Hákon hefur tryg- gt sér samning við út- gáfuna líka. Fréttiraf fólki Það á ekki afhenni Halle Berry að ganga í Kanada. Stúlkan er þar við tökur á kvik- myndinni „Got- hika“. Fyrst fannst henni sér vera ógnað af bráðalungna- bólgu sem hefur gert vart við sig í landinu, næst brýst maður inn í hús hennar á meðan hún er hálf berrössuð í nuddi og núna dettur hún og handlegg- brýtur sig. Berry var við tökur í gær þegar atvikið átti sér stað. Hún var keyrð upp á spítala þar sem kom í ljós að hún hafði brot- ið bein í hægri upphandlegg. Óvíst er hvenær hún getur mætt aftur í vinnuna. Stöllurnar Nicole Kidman ogPenelope Cruz leggja sig allar fram við að hittast ekki á kvik- myndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Þær þurftu báðar að heim- sækja borgina til þess að kynna nýjustu myndir sínar og vildu forð- ast það að rekast á hvor aðra. Þær hafa ekki talast við frá því að Penelope Cruz fór að vera með fyrrverandi eiginmanni Kid- man, Tom Cruise. Aðstandendur hátíðarinnar komu því þannig fyr- ir að Kidman þyrfti ekki að mæta á staðinn fyrr en vinnu Cruz væri lokið. Leikkonan Kate Winslet og JamesGandolfini, sem leikur Tony í „The Sopranos“, munu fara með að- alhlutverkin í væntan- legri söngleikjamynd Coen-bræðranna. Myndin kemur til með að heita „Romance and Cigarettes“ og hefur verið lýst sem „frum- stæðri, tilfinningaríkri og kaldhæðnislegri“ söngleikja- mynd. Susan Sarandon mun einnig fara með hlutverk í myndinni. Coen- bræður eru þekktastir fyrir myndir sínar „Fargo“, „The Big Lebowski“ og „Raising Arizona“. Söngkonan Cher hefur ákveðið aðframlengja heimsreisu sína um tvo mánuði. Hún kemur nú fram á tónleikum víðs vegar um heiminn undir þeim formerkjum að þetta verði í allra síðasta skipti sem hún fari í tónleikaferð. Upphaflega áttu lokatónleikar reisunnar að vera í janúar en þá frestaði hún endalok- unum fram í júní. Það er greinilega erfiðara að hætta en hana grunaði. Rafdúettinn Skurken og Prince Valium, eða Sk/um, gaf út plötuna „Í þágu fallsins“ í Bretlandi í lok apríl. Platan hefur fengið afbragðs dóma í þarlendum tónlistartímaritum. Gifssteinar fyrir milliveggi og aðra breytingarvinnu. www.gifsverk.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.