Fréttablaðið - 20.05.2003, Page 28

Fréttablaðið - 20.05.2003, Page 28
Erlín Óskarsdóttir skurðhjúkr-unarfræðingur hlaut alþjóð- leg verðlaun á þingi evrópskra skurðhjúkrunarfræðinga sem haldið var á Krít. Átján verkefni frá jafnmörgum löndum voru lögð fram. Rannsóknarverkefni Erlínar var hluti af lokaverkefni hennar til meistaraprófs. Þar var sjónum beint að líðan sjúklinga sem dvelja í 48 klukkustundir eða skemur á sjúkrahúsi eftir að- gerð. „Helstu niðurstöðurnar eru þær að sjúklingar eru mjög vel upplýstir um allan sjúkdómsfer- ilinn, en vandi þeirra liggur í því að takast á við daglegt líf eftir heimkomu,“ segir Erlín. Mörgum hættir til að ofgera sér við dag- legt líf og hlífa sér ekki. „Svo skilja þeir ekki í því að batinn gangi hægar en þeir bjuggust við.“ Erlín segir að þetta megi leysa með því að auka eftirfylgni, til að mynda með símaráðgjöf. „Það að sjúklingar liggi ekki lengi á spít- ala eftir aðgerð leiðir til styttri biðlista.“ Erlín hélt erindi á ráðstefn- unni þar sem mættir voru 1.800 skurðhjúkrunarfræðingar víðs- vegar frá Evrópu. „Við erum í fremstu röð hér á landi á þessu sviði borið saman við Evrópu- lönd.“ ■ 41 ÁRS „Það er ljúft að eldast, róast og vitkast,“ segir Heimir Már Pét- ursson, skáld, fréttamaður, stjórn- málamaður og upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, sem er 41 árs í dag. „Annars veit ég ekki hvort það er leti eða aldurinn sem veld- ur því að maður er þrekminni til líkamlegri verka nú en þegar maður var tvítugur,“ segir afmæl- isbarnið, sem í gær var reyndar statt á flugslysaæfingu á Vopna- firði starfs síns vegna. „Ég lít ekki á aldurinn sem flugslys,“ bætir hann við. Á fertugsafmæli sínu í fyrra sló Heimir Már upp stórveislu í bragga við Nauthólsvík þar sem bróðir hans, Rúnar Þór, lék fyrir dansi ásamt félögum sínum. Þar voru á annað hundrað gestir og ár- unum fjörutíu fagnað margfalt. Það verður minna um að vera í dag: „Ætli það verði bara nokkuð nema hvað hugsast gæti að ég færi út að borða með kærastanum mínum. Annað hvort á Lækjar- brekku eða í Humarhúsið. Það eru fínir staðir,“ segir Heimir Már en kærastinn sem hann nefnir heitir Jean Francoise, frönskumælandi Quebec-búi frá Kanada. „Hann talar sex tungumál en saman töl- um við íslensku eða ensku.“ Eftir tíu ár vonast Heimir Már eftir að vera búinn að sjá eitthvað meira af heiminum en þegar er orðið og hafa lært eitthvað nýtt. Hann á sér engar sérstakar óskir um afmælisgjafir í tilefni dags- ins. Nema hvað: „Ég vona bara að ég verði við góða heilsu eins og hingað til. Það skiptir mestu,“ seg- ir hann. ■ 28 20. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Nýjar bækur Skotinn var að enda bréf til vinarsíns: Ég ætlaði að senda þér 10 pundin sem ég skulda þér en ég fattaði það ekki fyrr en ég var búinn að loka umslaginu. Áhugamáliðmitt Með súrmjólkinni Aldurinn ekkert flugslys Afmæli HEIMIR MÁR PÉTURSSON ■ ljóðskáld og upplýsingafulltrúi Flug- málastjórnar er 41 árs í dag. Hann var staddur á flugslysaæfingu á Vopnafirði í gær en ætlar kannski út að borða með kærastanum í Reykjavík í kvöld. AFMÆLISBARNIÐ Heimir Már Pétursson vill áfram- haldandi góða heilsu í afmælisgjöf – gæti hann valið. Útivist og veiði eru helstuáhugamálin. Það er sannar- lega góð tilfinning að sumarið sé að koma svo maður komist í að stunda þessi áhugamál. Svo er það fjölskyldan, bóklestur og stjórn- mál,“ segir Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda Flokksins. Sjúklingar ofgera sér heima Í FREMSTU RÖÐ Erlín Óskarsdóttir segir sjúklinga eiga það til að hlífa sér ekki þegar heim er komið eftir skurðaðgerð. BÓKIN Það er komin halastjarna er komin út hjá Máli og menn- ingu en hún hefur að geyma barnaljóð eftir tíu norræna rit- höfunda sem jafn margir teiknar- ar myndskreyta. Bókin kom sam- tímis út á sex tungumálum í sex löndum og er afrakstur sam- starfs sex nor- rænna útgefenda sem hófst vorið 2000. Fulltrúar Íslands í bókinni eru Þórarinn og Sigrún Eldjárn en Böðvar Guðmundsson þýðir ljóð erlendu skáldanna á íslensku. Eitt ljóð eftir hvert skáld er birt á frummálinu í öllum útgáfunum og bókinni fylgir geisladiskur þar sem skáldin lesa tvö af ljóðum sínum á sinni tungu. Norræna ráðherraráðið, Norræni þýðingarsjóðurinn og Sjóður til styrktar samvinnu milli Noregs og Danmerkur studdu verkefnið rausnarlega. ■ Hjúkrun ERLÍN ÓSKARSDÓTTIR ■ rannsakaði líðan sjúklinga sem fara fljótt heim eftir skurðaðgerð. Verkefnið var valið besta verkefnið af samtökum evrópskra skurðhjúkrunarfræðinga. rað/auglýsingar Aðalfundur SÁÁ Aðalfundur SÁÁ verður haldinn í Síðumúla 3 - 5, miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 17.00 Dagskrá: Skýrsla stjórnar um liðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar fyrir árið 2002 lagðir fram til samþykktar. Kosning stjórnar, varastjórnar, endur- skoðenda og varaendurskoðenda. Tekin ákvörðun um félagsgjald. Önnur mál Stjórn SÁÁ Með vísan til 65. gr. og 65. gr. A laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar dags. 15. maí 2003, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum, fyrir tímabilið 1. júlí 2003 til 31. desember 2003. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9:00- 16:00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 föstudaginn 23. maí nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 15. maí 2003. Tollkvótar vegna innflutnings á blómum. Með vísan til 65. gr. og 65 gr. A laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar, dags. 15. maí 2003, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á nautgripa-, svína-, ali- fugla- og hreindýrakjöti, fyrir tímabilið 1. júlí 2003 til 30. júní 2004. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9:00- 16:00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 föstudaginn 23. maí nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 15. maí 2003. Tollkvótar vegna innflutn- ings á nautgripa-, svína-, alifugla- og hreindýrakjöti. Með vísan til 65. gr. og 65. gr. A laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar dags. 15. maí 2003, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á smjöri og ostum, fyrir tímabilið 1. júlí 2003 til 30. júní 2004. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9:00- 16:00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 föstudaginn 23. maí nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 15. maí 2003. Tollkvótar vegna innflutnings á smjöri og ostum. Með vísan til 65. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglu- gerðar, dags. 15. maí 2003, er hér með aug- lýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna inn- flutnings á unnum kjötvörum, fyrir tímabilið 1. júlí 2003 til 30. júní 2004. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9:00- 16:00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 föstudaginn 23. maí nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 15. maí 2003. Tollkvótar vegna innflutnings á unnum kjötvörum. Frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar Vortónleikar í Laugarneskirkju kl. 12. miðvikudaginn 21. maí Skólaslit í Grensáskirkju miðvikudaginn 28. maí kl. 17.00 Umsóknir um skólavist næsta vetur óskast sendar inn fyrir 5. júní. Umsóknarblað og nánari upplýsingar á vefsíðu skólans www.tonskoli.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.