Fréttablaðið - 20.05.2003, Síða 30

Fréttablaðið - 20.05.2003, Síða 30
TÓNLEIKAR „Oscar Manuel Hern- andez Meneses, skiptinemabróðir minn í Mexíkó, var myrtur föstu- dagskvöldið 11. apríl á heimili sínu úti í Mexíkó,“ segir Sigfús Ólafs- son, trommuleikari hljómsveitar- innar Tvö dónaleg haust, sem stendur fyrir styrktartónleikum fyrir ekkju þessa fallna félaga síns á Gauknum í kvöld. „Oscar var að koma heim ásamt Pilar, eiginkonu sinni, og þriggja ára syni þegar þrír innbrotsþjófar sátu fyrir þeim. Þeir fóru með hana og barnið upp á efri hæðina þar sem þau voru bundin niður. Þegar Pilar losnaði úr böndunum um einum og hálfum klukkutíma síðar kom hún að Oscari þar sem hann hafði verið myrtur.“ Morð- ingjarnir stálu öllum verðmætum af heimilinu og fjárhagsstaða Pilar er því afar slæm. „Ég fór út og var viðstaddur jarðarförina og hafði stuðning af því að vera innan um fjölskyldu Oscars. Þegar ég kom aftur heim langaði mig að gera eitthvað til að hjálpa. Þar sem ég er í hljómsveit gat ég hóað saman fólki og úr varð að þessi styrktartónleikar verða haldnir á afmælinu mínu í kvöld.“ Sigfús verður 29 ára í dag en Oscar var 31 árs þegar hann var myrtur. Náin vinátta Sigfús dvaldi í Mexíkó hjá fólki Oscars frá 1994 til 1995. „Við höf- um verið í stöðugu sambandi síð- an. Ég held að það sé mjög óvenju- legt að svona náin tengsl myndist, en þetta er alveg einstakt fólk. Oscar og Pilar bjuggu hjá foreldr- um mínum haustið 1995 á meðan þau unnu að lokaverkefni sínu í viðskiptafræði og störfuðu hjá Út- gerðarfélagi Akureyrar. Þá hafa skiptinemaforeldrar mínir og fleiri fjölskyldumeðlimir komið í heimsókn til Íslands og pabbi minn var fulltrúi minn við brúð- kaup þeirra Oscars og Pilar sum- arið 1997 þar sem ég gat ekki mætt.“ Sigfús segist vonast til þess að geta linað þrautir Pilar og guðson- ar síns með fjársöfnuninni og bendir á að „þó 1.000 kall sé ekki mikill peningur hérna þá er kaup- mátturinn meiri í Mexíkó og það munar um hverja krónu þegar svona hörmungar hafa dunið yfir.“ Tónleikarnir hefjast klukk- an 21 á Gauknum en þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið er einnig bent á reikningsnúmerið 1150-05-409671 í Spron við Skóla- vörðustíg. thorarinn@frettabladid.is Hrósið 30 20. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Mér líður eins og ég sé sextánára og haga mér eins og ég sé tólf ára,“ segir Jack Welch, fyrr- verandi forstjóri General Elect- ric, en viðurkennir um leið að hann viti betur. Welch á að baki sérlega glæsilegan feril sem for- stjóri stórfyrirtækis og er goð- sögn í viðskiptaheiminum. Hann er 68 ára gamall og ástríðumaður til vinnu og eftir að hann lét af störfum hefur hann verið ráðgjafi hjá mörgum af stærstu fyrirtækj- um heims. Áhugamálin eru tekin af sömu ástríðu. Hann er liðtækur golfleikari og hefur meðal annars lagt golfleikarann heimsþekkta Greg Norman á vellinum. „Það er ekkert gaman að spila golf þegar maður er hættur að vinna,“ segir Welch og vísar til sæta bragðsins sem er af stolnum stundum. „ Ég vinn mikið, en ég leik mér líka mikið. Ég vinn á meðan ég horfi á íþróttir í sjónvarpinu. Ég vinn seinni part sunnudaga, en ég hef yfirleitt tekið mér frí á föstu- dags- og laugardagskvöldum. Þá skemmti ég mér. Ég er írskur. Ís- lendingar vita hvað ég á við.“ Welch skildi við aðra eiginkonu sína fyrir ári. Núverandi kona Welch heitir Suzy Wetlaufer, en þau kynntust þegar hún tók við hann viðtal sem blaðamaður Harvard Business Review. Hún er 25 árum yngri en Welch og á fjög- ur börn. „Við eigum líka stóran hund. Ég reyni að verja tíma með fjölskyldunni. Ég er lukkunnar pamfíll. Það virðist vera alveg sama hvað ég geri, ég enda alltaf á góðum stað.“ Welch er doktor í efnaverk- fræði, en er ekki með formlega viðskiptamenntun. „Fyrir mér skiptir ekki öllu máli í hvaða grein bakgrunnur manna er. Það er alltaf hægt að kenna fólki á það sem það er að fást við. Það er per- sónuleikinn sem skiptir máli, hvort menn geta hrifið aðra með sér að markmiðunum.“ ■ Persónan JACK WELCH ■ er goðsögn í viðskiptaheiminum og miðlaði af þekkingu sinni á Íslandi. Hann er ástríðumaður til vinnu og áhugamála. Góður golfari og finnst hann lukkunnar pamfíll. Hann nýtur lífsins með sambýlis- konu sinni, fjórum börnum hennar og hundinum. Fær Alþjóðahúsið við Hverfis-götu fyrir frábæra matreiðslu á alþjóðlegum réttum á alþjóðlegu verði. Fréttiraf fólki Endar alltaf á góðum stað N‡tt fyrirtæki hefur liti› dagsins ljós sem skapar n‡tt vi›mi› á svi›i hra›flutninga,vöruflutninga og vörustjórnunar. Eftirtalin fyrirtæki hafa sameinast undir nafni DHL til a› bjó›a jafnvel enn fjölflættari fljónustu: DHL Worldwide Express, lei›andi fyrirtæki í hra›flutningum á heimsvísu, Danzas, sem er í fararbroddi í flug- og skipafrakt á heimsvísu, og Deutsche Post Euro Express, lei›andi evrópskt fyrirtæki í bögg- ladreifingu. Nú getum vi› bo›i› flér meiri afköst, meiri fljónustu og fleiri möguleika í yfir 220 löndum. Einu gildir hverjar flarfir flínar eru, vi› getum uppfyllt flær. Hringdu í okkur í síma 535 1100 e›a kíktu á www.dhl.is svo kraftur DHL geti stutt vi› baki› á rekstri flínum. Meiri kraftur. Ýmsar kenningar eru uppi íkringum stjórnarmyndunarvið- ræðurnar. Ein gengur undir nafn- inu Björns Bjarnasonar-kenningin. Burðarbitinn í henni er að Davíð dragi sig alfarið í hlé á miðju kjör- tímabilinu og Björn fái uppfylltan langþráðan draum og setjist í sæti utanríkisráðherra. Þar með hefur verið veitt svigrúm fyrir nýjan leiðtoga flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar að ári samhliða því að flokkurinn hafi öðl- ast tvo menn sem standa jafnfætis hvað varðar komandi leiðtogakjör: Geir Haarde og Björn. Sé horft til kandídata til að leiða slaginn um borgina líta menn til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og jafnvel hins feiki- vinsæla Gísla Marteins Baldurs- sonar sem hefur staðið á hliðarlín- unni sem varaborgarfulltrúi. JACK WELCH Tók ungur við stjórnartaumum General Electric og varð goðsögn í lifanda lífi. SIGFÚS ÓLAFSSON „Þegar við skildum árið 1995 vildum við tryggja það að við myndum hittast oftar en þá var það ekkert sjálfgefið þar sem við vorum báðir skítblankir og við sórumst því í fóstbræðralag.“ Söfnun OSCAR MENESES ■ var myrtur af ræningjum í Mexíkó í apríl. Skiptinemabróðir hans, Sigfús Ólafsson, trommuleikari hljómsveitarinn- ar Tvö dónaleg haust, efnir til tónleika til styrktar ekkju Oscars, á Gauknum í kvöld ásamt Landi og sonum, Heimilistónum, Sign og Amos. Styrkir ekkju myrts fóstbróður ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Landsím- inn vill ekki frelsi í notkun á orðinu frelsi né heldur deila því frjálst með öðrum á frjálsum makaði

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.