Fréttablaðið - 20.05.2003, Qupperneq 31
Bækurnar Skrýtnastur er mað-ur sjálfur. Hver var Halldór
Laxness? og Vitar á Íslandi. Leið-
arljós á landsins ströndum 1878-
2002 hlutu viðurkenningu sem
bestu frumsömdu fræðibækurnar
á aðalfundi Upplýsingar – Félags
bókasafns- og upplýsingarfræða á
dögunum. Bók Auðar Jónsdóttur
um afa sinn, Halldór Laxness, var
að mati dómnefndar félagsins
besta frumsamda fræðibókin fyrir
börn og unglinga en bók þeirra
Guðmundar Bernódussonar, Guð-
mundar L. Hafsteinssonar og
Kristjáns Sveinssonar um vita á
Íslandi þótti best í flokki fræðirita
fyrir fullorðna.
Upplýsing veitir þessi verð-
laun á hverju ári og vill með þeim
vekja athygli á mikilvægi þess að
gera fræðibækur vel úr garði,
hvort sem um er að ræða fræði-
bækur fyrir börn eða fullorðna,
almenning eða sérfræðinga.
Þegar kemur að fræðibókum
fyrir börn hefur ekki verið um
auðugan garð að gresja og á þeim
11 árum sem Upplýsing og forver-
ar þess hafa veitt verðlaunin hafa
einungis þrjár bækur staðist þær
lágmarkskröfur sem félagið gerir
til rita af þessu tagi. Félagið skor-
ar á útgefendur að leggja aukna
áherslu á frumsamdar fræðibæk-
ur fyrir börn og unglinga en á síð-
ustu 11 árum hafa aðeins þrjár
slíkar bækur hlotið náð fyrir aug-
um félagsins. ■
31ÞRIÐJUDAGUR 20. maí 2003
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Mundur ehf.
Casablanca.
Ilmur Stefánsdóttir.
Allir áfangastaðir Icelandair
í Evrópu og Bandaríkjunum.
Þú færð ódýrustu fargjöldin hjá Icelandair
með Netsmelli á www.icelandair.is
Engin þjónustugjöld og 1000 auka ferðapunktar.
Ath. fleiri fargjöld, með öðrum
skilmálum en Netsmellur,
eru í boði á www.icelandair.is
NETSMELLUR - alltaf ódýrast á Netinu
Bókið á www.icelandair.is
Flugsæti á broslegu verði
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
21
07
5
0
5/
20
03
Fréttiraf fólki
LARS VON TRIER
Danski leikstjórinn og dogma-frömuðurinn stendur hér á milli leikaranna Nicole Kidman
og Stellan Skarsgård. Þau eru stödd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes til að kynna nýjustu
mynd Triers, Dogville. Myndin er í hópi þeirra sem keppa um Gullpálmann eftirsótta á
hátíðinni.
Fróði hefur auglýst eftir nýjumritstjórnarfulltrúa á tímaritið
Mannlíf. Ritstjórnarfulltrúinn Sól-
veig Kr. Bergmann mun vera á för-
um og sagt er að hún sé að hefja
störf hjá RÚV, fréttadeild Sjón-
varps. Margir þekkja ásjónu Sól-
veigar frá því Skjár einn rak
fréttastofu en þar var hún frétta-
stjóri og helsti þulur. Sólveig hefur
í raun ritstýrt síðustu tveimur tölu-
blöðum Mannlífs og hefur blaðið
þótt vera með frísklegasta móti að
undanförnu. Fróði virðist því vera
að missa góðan starfskraft. Rit-
stjórinn Gerður Kristný mun hins
vegar vera að leggja lokahönd á
skáldsögu.
Laxness og leiðarljós
HALLDÓR LAXNESS
Bók Auðar Jónsdóttur, barnabarns hans, er
besta frumsamda fræðirit síðasta árs sem
ætlað er börnum og unglingum að mati
Uplýsingar – Félags bókasafns- og upplýs-
ingarfræða.
Bækur
■ Bók Auðar Jónsdóttur um afa sinn
Halldór Laxness var valin önnur af bestu
fræðibókunum af bókasafnsfræðingum.