Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 30
24. maí 2003 LAUGARDAGUR32 VIEW FROM THE TOP 2, 4, 6, 8 og 10 JOHNNY ENGLISH kl. 2, 4 og 6 SKÓGARLÍF 2 kl. 2 og 3.50 DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINNkl. 2 GULLPLÁNETAN kl. 2 DREAMCATCHER kl. 10 BULLETPROOF MONK kl. 8Sýnd kl. 8 og 10.20 b.i. 16 ára Sýnd kl. 3, 5, 6, 8, 9 og 11 b.i. 12 ára kl. 3NÓI ALBINÓI THE QUIET AMERICAN Sýnd kl. 2, 4, 5, 6, 8, 10 og 11 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 2, 6 og 10 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl. 2, 4 og 6 kl. 10SAMSARA kl. 8 kl. 3 og 5JOHNNY ENGLISH Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20 TÓNLIST Á miðvikudag var fjölmiðl- um tilkynnt um að Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Hljóðsmiðjan hefðu náð samningum við fyrirtækið The Mottola Company um útgáfu hljóm- platna söngkonunnar um allan heim. Samningurinn gerir ráð fyrir fimm plötum og ef að útgáfu þeirra verður gæti hann dugað henni næstu fimm til átta árin. The Mott- ola Company er í eigu Tommy Mott- ola sem lét af störfum sem forstjóri eins stærsta útgáfufyrirtækis heims, Sony Music Entertainment, um síðustu áramót. Með öðrum orð- um, Jóhanna er komin í feitt. „Þegar hún kom til mín átta ára gömul í söngskólann sá ég alveg í hvaða gæðaflokki hún var,“ segir María Björk Sverrisdóttir, umboðs- maður Jóhönnu. „Við erum svo búin að betrumbæta það alveg helling. Hún hefur þroskast og er búin að læra heilmikið.“ Þreifingar úti hafa staðið yfir í um eitt og hálft ár. Á þeim tíma hef- ur Jóhanna m.a. ferðast til Svíþjóð- ar, London og þrisvar til Bandaríkj- anna. Síðasta sumar var hún í Flór- ída að læra ensku. Í gegnum Steinar Berg komst María Björk í samband við Ric Wake sem m.a. sá um tónlistina í söngva-myndinni Chicago, auk þess að hafa áður unnið með Celine Dion og Jennifer Lopez. Upp frá því fengu stóru útgáfurnar áhuga á Jó- hönnu og segir María að þær hafi getað valið úr tilboðum frá risaút- gáfum á endasprettinum. „Jóhanna verður ekki markaðs- sett sem barnastjarna. Í dag er hún tólf ára og það er áætlað að fyrsta platan komi út á næsta ári. Á henni syngur hún lög eftir sömu lagahöf- unda og semja fyrir Celine Dion. Hún verður ekki sett í svona Britn- ey búning. Hún verður bara frábær söngkona og fólk verður ekki alveg með á hreinu hvað hún er gömul.“ Við undirritun fékk Jóhanna „rausnarlega“ fyrirframgreiðslu, að sögn Maríu. „Þetta er náttúru- lega stór samningur og hún á ekk- ert að þurfa að líða skort á meðan hún er að vinna plöturnar sínar. Það er gert ráð fyrir því að mamma hennar taki sér frí í vinnunni og að það sé kennari sem fer með þegar hún þarf að vera frá skóla.“ Plötu- fyrirtækið borgar svo allan ferða- kostnað þegar hún fer í tónleika- ferðir. María segir að þrátt fyrir ungan aldur taki Jóhanna mikinn þátt í að taka ákvarðanir. „Það á ekki að þvinga hana í ein- hvern stíl sem henni líkar ekki við sjálfri. Hún á líka endilega að byrja semja sjálf og taka meiri þátt í gerð laganna. Hún hefur verið að læra á gítar í vetur sem er fyrsta skrefið í því að fara að semja. Það er búið að vinna grunninn fyrir hana mjög vel. Það er aldrei að vita nema við fáum flottan lagahöfund út úr þessu líka,“ segir María að lokum. biggi@frettabladid.is Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 3, 6 og 9 DARKNESS FALLS b.i. 16 kl 8 og 10 Jóhanna komin í feitt Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur gert einn veigamesta plötusamning sem Íslendingur hefur gert við bandaríska útgáfu. Fyrsta platan á alþjóðamarkaði kemur út á næsta ári. Ég heillaðist fyrst af Mínus þeg-ar þeir tóku Negative Creep á Nirvana-tónleikum á Gauki á Stöng fyrir nokkru síðan. Kraftur- inn og miskunnarleysið var algert. Kannski var eitthvað varið í þessa hljómsveit eftir allt. Fram að þessu hafði ég haft þá skoðun að Mínus væri ekki minn tebolli. Taldi að þetta væru of harðir rokkarar fyrir gamlan Nirvana- og Metallica-hund eins og mig. Sem betur fer heldur Mínus áfram að koma mér á óvart. Platan Halldór Laxness er virkilega öfl- ug og stundum minnir hún meira að segja á ofangreindar sveitir. Hvaða rokkari sem er ætti að finna þarna ýmislegt við sitt hæfi því þrátt fyrir að harðkjarninn og drunginn séu jafnan undir- liggjandi er þetta fyrst og fremst bara rokk og ról eins og það gerist best. Mesta hrifningu mína vöktu upphafslagið kröftuga Boys of Winter, Romantic Exorcism, Flophouse Nightmares og síðast en ekki síst The Long Face. Mínusinn fengu My Name is Cocaine og I go Vertigo fyrir helst til mikla ofhleðslu. Halldór Laxness er yfirhöfuð mjög góð rokkplata þar sem heild- artónninn er verulega flottur. Og ekki má gleyma umslaginu. Afar (ó)smekklegt. Freyr Bjarnason Umfjölluntónlist Kröftugt nóbelsrokk MÍNUS: Halldór Laxness ■ ■ SKEMMTANIR  19.00 Veitingahúsið Chess, Grens- ásvegi 3, verður með Eurovisionpartí á laugardag til klukkan þrjú um nóttina.  19.00 Eurovisionpartí með Botn- leðju á Grandrokk. Þar verður Grillað og risaskermur settur upp á staðnum.  22.00 Eurovisionpartí á Brodway. Farið yfir þekktustu vinningslögin í Eurovisionkeppninni og nokkrum ís- lenskum skotið inn á milli. Söngvarar eru Davíð Olgeirsson, Hafsteinn Þór- ólfsson, Hjördís Elín Lárusdóttir, Guð- rún Árný Karlsdóttir og Guðbjörg Magnúsdóttir. Dansleikur verður í kjöl- farið með hljómsveitinni Hunang.  23.00 Hljómsveitin Sniglabandið spilar á Champions Café fram eftir nóttu.  23.00 Páll Óskar verður sérstakur plötusnúður á NASA og spilar helstu gullmola Eurovisionkeppninnar. Þegar líða tekur á nóttina tekur hann svo lagið ásamt öðrum íslenskum Eurovision- stjörnum. Má þar nefna Helgu Möller, Sigríði Beinteinsdóttur, Grétar Örvars- son, Eyjólf Kristjánsson og Stefán Hilmarsson. kl. 5,40, 8 og 10.20HOW TO LOSE A... LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít hvað?hvar?hvenær? 21 22 23 24 25 26 27 MAÍ Laugardagur  24.00 Hljómsveitin Stuðmenn mun leika á Sjallanum Akureyri.  24.00 Hljómsveitin Bax leikur á veitingahúsinu Cactus í Grindavík.  Sixties mun koma fram í Breiðinni á Akranesi.  Eurovisionkvöld hjá hljómsveitinni BSG á Players í Kópavogi.  Eurovisionkvöld hjá Gullfoss og Geysi á Leikhúskjallaranum.  Diskórokktekið & Plötusnúðurinn DJ SkuggaBaldur á Rabbabaranum Patreksfirði.  Eurovisionkeppnin á breiðtjaldi á Kringlukránni. Hljómsveitin Júdas úr Keflavík mun svo leika fyrir dansi fram eftir nóttu.  Hljómsveitin Ber heldur tónleika á Kaffi Akureyri. JÓHANNA OG TOMMY MOTTOLA Fyrirtækið sem Jóhanna samdi við, The Mottola Company, er stærsta nýja plötuútgáfan í Bandaríkjunum. Yfirmaður þess, Tommy Mottola, var yfirmaður Sony í 12 ár og var m.a. giftur Mariuh Carey. Í næsta mánuði hefjast upptökur á fyrstu breiðskíf- unni sem gefin verður út um allan heim. „Það er bara stefnt á toppinn, það er ekkert öðruvísi,“ segir María Björk. „Við erum með besta liðið í öllu og teljum okkur vera með ör- ugga hluti í höndunum. En maður veit aldrei.“ ABRAFAX m/ísl. tali 2, 4 og 6 Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif. Gifssteinar fyrir milliveggi og aðra breytingarvinnu. www.gifsverk.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.