Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 2
2 27. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR “Kjörtímabilið er rétt að byrja.“ Kristinn H. Gunnarsson var felldur úr stóli þing- flokksformanns Framsóknarflokksins í gær. Spurningdagsins Kristinn, ertu svekktur? ■ Lögreglufréttir UNGUR UPPREISNARMAÐUR HANDTEKINN Indónesískir hermenn handtaka meðlim frelsishreyfingar Aceh-hérðs á Indónesíu, GAM. Handtökubeiðni frá Indónesíu: Interpol á eftir Svíum INDÓNESÍA, AP Lögregluyfirvöld í Indónesíu hafa beðið um stuðning alþjóðalögreglunnar Interpol til að handtaka fjóra útlaga sem sagðir eru tengjast GAM, frelsishreyf- ingu Aceh-héraðs á Indónesíu. Út- lagarnir eru allir sænskir ríkis- borgarar og segjast ekki vera hræddir um að vera handteknir þar sem þeir hafi ekki brotið nein lög. Enn fremur segjast útlagarnir vera heiðvirðir sænskir ríkisborg- arar sem borgi skatta og vinni fyr- ir sér á heiðarlegan hátt. ■ EVEREST Horft upp á tindinn frá fyrstu búðum. Hraðamet á Everest: Annað metið á tveimur vikum NEPAL, AP Nýtt hraðametið var sett á Everest þegar Sherpinn Appa komst á 8.850 metra háan tindinn í gær. Hann sló met sem annar Sherpi, Pemba Dorjee, setti í síð- ustu viku. Enn einn Sherpi, Lakpa Gyelu, setti hraðamet þegar hann fór frá fyrstu búðum í 5.600 metra hæð upp á tindinn á tæpum 11 klukkustundum. Eins og flestir Sherpar ólust Appa og Gyelu upp við rætur þessa stærsta fjalls í heimi og eru vanir því að klífa tindinn, þar sem báðir hafa unnið við að bera búnað ferðamanna upp á toppinn. ■ FJÁRDRÁTTUR „Þetta er áfall fyrir okkur og eins og að fá kalda vatns- gusu.“ Þetta sagði einn starfs- manna Lífstíls, eins fyrirtækja þeirra Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ra Kristjánssonar, sem sæta gæsluvarðhaldsvist á Litla- Hrauni í framhaldi þess að þeir voru handteknir, grunaðir um aðild að fjárdráttarmáli hjá Landssímanum. S a m k v æ m t heimildum Frétta- blaðsins hefur fjórði maðurinn verið handtekinn en það hefur ekki fengist staðfest hjá lögreglu. Í höfuðstöðvum Lífstíls á Mýr- argötu 2 ríkti upplausn þegar Fréttablaðið bar að garði í gær. Starfsmenn sögðust vita minna en ekkert um framvindu mála og lög- regla hafði ekki komið til að skoða tölvur Árna Þórs og Kristjáns Ra. Undir merkjum Lífstíls eru rek- in veitingahúsin Café Borg og Fel- ix, áður Sportkaffi. Nýlega seldi fyrirtækið kaffihúsið Prikið. Þá rekur Lífstíll einnig líkamsræktar- stöðina Planet Reykjavík og fyrir- tækið Scandic Timber. Ráðvilltir starfsmenn Lífstíls gerðu í gær fátt annað en rangla um nýinnrétt- aða sali og spyrja frétta af stjórn- endum fyrirtækisins. Á meðan Fréttblaðið var á staðnum komu tveir ungir menn og kröfðu fjár- málastjórann um greiðslu vegna hreingerninga í fyrirtækinu. Einn starfsmannanna sagði að starfsmenn hafi ekki séð nein ein- kenni þess hjá Kristjáni Ra og Árna Þór undanfarið að eitthvað þessu líkt væri í vændum. Þvert á móti hafi legið vel á þeim báðum. Annar sagðist efast um að Árni Þór ætti neina aðild að fjárdrættinum. Árni Þór væri einfaldlega ekki sú manngerð sem stæði vísvitandi í misferli. Starfsmenn fjármálasviðs Lífstíls sóru og sárt við lögðu að ekkert fjárstreymi væri á milli fyrirtækisins og Alvöru lífsins. Einn bókara Lífsstíls sagði að hann hefðu fyrst heyrt af Alvöru lífsins í fjölmiðlum eftir að tví- menningarnir voru handteknir. Starfsfólkið var á einu máli um að fjársvikamálið gæti haft í för með sér alvarlegar afleiðing- ar fyrir Lífsstíl. Hætta væri á því að fyrirtækjasamstæða félag- anna „myndi hrynja sem dómínókubbar“ ef lánardrottnar létu til skarar skríða vegna hand- tökunnar. Þriðji eigandi Lífstíls, Bjarni Haukur Þórsson, rær nú lífróður til þess að tryggja hags- muni fyrirtækjanna. rt@frettabladid.is ENGINN STJÓRI Enginn situr við skrifborð Árna Þórs Vigfússonar. Hann var handtekinn á föstudag og sætir nú rannsókn. Aldrei minnst á Alvöru lífsins Handtaka tvímenninganna sem köld vatnsgusa í andlit starfsfólks Lífstíls. Ringulreið í höfuðstöðvunum. Starfsmenn óttast að fyrirtækja- samstæðan hrynji. Lögreglan hafði ekki komið í höfuðstöðvarnar. ■ Í höfuðstöðvum Lífstíls á Mýrar- götu 2 ríkti upplausn. HÖFUÐSTÖÐVARNAR Fyrirtæki Árna Þórs og Kristjáns Ra er á Mýrargötu. Skelfing ríkir þar eftir að for- svarsmennirnir voru handteknir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ALÞINGI Atkvæði úr alþingiskosn- ingunum verða ekki endurtalin eins og Frjálslyndi flokkurinn fór fram á. Kjörbréfanefnd Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til máls- ins. Meirihluti nefndarinnar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks, staðfesti niðurstöðu yfirkjör- stjórna um að framkvæmd kosn- inganna hefði verið samkvæmt lögum. Minnihluti kjörbréfanefndar- innar, sem skipaður er fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna, vildi hins vegar fresta afgreiðslu málsins í viku eða þar til búið væri að fara yfir skýrslur allra yfirkjörstjórna. Taldi minni- hlutinn brýnt að áður en kosning- arnar yrðu úrskurðaðar gildar væri búið að ganga úr skugga um öll óvissuatriði við talningu atkvæða. Umræða um málið fór fram á Alþingi í gær og riðlaði hún dag- skrá þingsins. Stefnuræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, sem átti að fara fram í gærkvöld, var t.a.m. frestað um óákveðinn tíma. Svo gæti jafnvel farið að hún verði ekki flutt fyrr en í haust. ■ ESKIFJÖRÐUR Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands var allri skipt út í gær. Ársfundur í skugga stórtaps: Elvar kosinn formaður LÍFEYRISSJÓÐIR Ársfundur Lífeyris- sjóðs Austurlands var haldinn í gær í skugga stórtaps sjóðsins. Fyrir lá að stjórn sjóðsins myndi öll hætta vegna þeirrar gagnrýni sem á henni hefur dunið. Meðal þess sem stjórnin er gagn- rýnd fyrir eru fjárfestingar í fyr- irtækjum og starfslokasamningur við fráfarandi framkvæmdastjóra upp á tæpar 30 milljónir króna. Þá samþykkti sjóðstjórnin að kaupa einbýlishús framkvæmdastjórans á verði sem reyndist vera yfir- verð. Hrafnkell A. Jónsson, fráfar- andi stjórnarformaður, hélt ræðu í upphafi fundarins þar sem hann gagnrýndi harkalega bæði fjöl- miðla og þá sem hafa haft athuga- semdir við fjárreiður sjóðsins. Elvar Aðalsteinsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, var kosinn formaður nýrrar stjórnar sjóðsins. Aðrir stjórnarmenn eru: Aðalsteinn Ingólfsson, Þorkell Kolbeins og Sigurður Hólm Freysson. ■ LANDSBYGGÐIN Sjómannadagsráð Ísafjarðar hefur aflýst hátíðar- höldum í tilefni Sjómannadagsins í ár. Björgunarfélag Ísafjarðar, sem hefur séð um hátíðarhöldin undan- farin ár fyrir hönd Sjómannadags- ráðs, hafði ekki áhuga á að halda áfram umsjón með sjómannadeg- inum, þar sem skort hafi á áhuga og þátttöku í hátíðinni síðustu ár. „Sjómannadagurinn er að verða barn síns tíma. Nú er það svo að mikill minnihluti fólks í bænum er starfandi við sjávarútveg. Sjó- mönnum hefur fækkað mikið og fleira fólk starfar nú hjá hinu opin- bera og hjá Sjúkrahúsinu á Ísa- firði,“ segir Pálmi Stefánsson, stjórnarmaður í Björgunarfélagi Ísafjarðar. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, segir fregnirnar mikil vonbrigði. „Þetta kemur mér mjög á óvart. Ég átti fund með forystumönnum sjó- manna og þar kom fram að ekki væri nógu mikill áhugi fyrir Sjó- manndeginum,“ segir hann. Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Ísafirði óslitið frá árinu 1938. Þrátt fyrir að venjubundin hátíðarhöld falli nið- ur þetta árið verður haldið í þann sið að heiðra aldraða sjómenn og leggja blómsveig að gröf týnda sjómannsins. ■ ALÞINGI Meirihluti kjörbréfanefndar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, staðfesti niðurstöðu yfirkjörstjórna um að framkvæmd kosninganna hefði verið samkvæmt lögum. Kjörbréfanefnd Alþingis klofnaði: Atkvæði ekki endurtalin LÍKFUNDUR Lík Þóris Jónssonar, sem saknað hafði verið síðan síðasta haust, fannst á laugardag- inn skammt frá Brúarstöðum í Ár- nessýslu. Að sögn Lögreglunnar í Reykjavík var það skammt frá þeim stað er bíll Þóris heitins fannst. Ekki er vitað hvernig lát Þóris bar að en málið er í rann- sókn og beðið útkomu krufningar. ÁREKSTUR Nokkuð harður árekst- ur varð á gatnamótum Reykjanes- brautar og Grindavíkurvegar í gær. Ökumaður annarrar bifreið- arinnar var fluttur á slysadeild Landspítalans en er þó ekki talinn alvarlega slasaður. Ófrísk kona var farþegi í hinum bílnum og var hún flutt til eftirlits á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja, en fékk að fara skömmu síðar. Bílarnir eru mjög illa farnir og voru fluttir á brott með dráttarbíl. HÁTÍÐ AFLÝST Aðstandendur sjómannadagsins á Ísafirði segja áhugann á hátíðarhöldunum skorta. Ísafjörður: Sjómannadags- hátíðarhöldum aflýst? KARLAR L U J T Stig Fylkir 2 2 0 0 6 Valur 2 2 0 0 6 ÍA 2 1 1 0 4 KA 2 1 1 0 4 KR 2 1 1 0 4 FH 2 0 2 0 2 Fram 2 0 1 1 1 Þróttur 2 0 0 2 0 Grindavík 2 0 0 2 0 ÍBV 2 0 0 2 0 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H LE M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.