Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 30
30 27. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR ...fær Guðni Bergsson fyrir að halda áfram að spila með landsliðinu þótt hann sé hættur að spila fótbolta. Hrósið ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Frelsi Símans virðist ná alla leið inn í bókhaldið. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. 1. júní. Heiðrún Jónsdóttir. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Íslenski fáninn að húni hvern 17. júní Ib Árnason Riis komst í heims-fréttirnar eftir að Lundúnablað- ið Sunday Times birti fréttir af því að samkvæmt gögnum sem nýlega hafa verið gerð opinber hafi breska leyniþjónustuan haft grun um að hann læki upplýsing- um í Þjóðverja. Ib þvertekur fyrir þetta og segist ekki hafa haft hug- mynd um hvað dulkóðuð skeyti sem hann sendi hafi innihaldið. Í bók Ásgeirs Guðmundssonar, Gagnnjósnari Breta á Íslandi, seg- ir Ib sögu sína. IB er fæddur í Hellerup í Dan- mörku. Foreldrar hans voru bæði fædd á Ísafirði og var íslenska töl- uð á heimilinu í Danmörku. Eftir að Þjóðverjar hertóku Danmörku var hann sendur til Íslands til að njósna fyrir Þjóðverja. Ib komst í land við Langanes í apríl 1942. Hann gaf sig fram við bresk hern- aðaryfirvöld og gerðist gagn- njósnari Breta hér á landi. Á stríðsárunum kynntist Ib eiginkonu sinni, Sigrúnu Þórar- insdóttur. Ib var ekki sáttur við hvernig Bretar launuðu honum starfann í stríðinu og taldi sig hafa verið settan út í kuldann. Fjölskyldan fluttist til Danmerk- ur við lok stríðsins. Þar gekk illa að finna framtíðarstarf og kom fjölskyldan til Íslands 1947. Tveimur árum síðar fluttist hún aftur til Danmerkur og þaðan til Kanada. 1955 flutti fjölskyldan til Kali- forníu. Ib og Sigrún eignuðust fjögur börn sem öll búa í Banda- ríkjunum. Þau reistu sér heimili í Pacifica í Kaliforníu. Ib starfaði lengst af á Sjóminjasafninu í San Francisco. Sigrún starfaði lengi á bæjarbókasafninu í Pacifica. Ib er bandarískur ríkisborgari en seg- ist líta á sig sem Íslending og dregur íslenskan fána að húni við heimilið hvern 17. júní. ■ IB ÁRNASON RIIS Gekk illa að fá vinnu eftir stríðið og fluttist vestur um haf og býr í Kaliforníu. Persónan IB ÁRNASON RIIS ■ var gagnnjósnari Breta á Íslandi. Bretar launuðu honum illa greiðann. Hann flutt- ist á endanum til Kaliforníu fyrir tæpri hálfri öld og bjó þar ásamt konu sinni og fjórum börnum. Regnbogi meistarans yfir Suðursveit BÓKMENNTIR Málþing um Þórberg Þórðarson verður haldið að Hrollaugsstöðum í Suðursveit á uppstigningardag, þann 29. maí. Tækifærið verður einnig notað til þess að ganga frá formlegri stofn- un sjálfseignarstofnunar um Þór- bergssetur að Hala og skrifað und- ir samstarfssamning við tíu rann- sóknar- og menningarstofnanir um uppbyggingu setursins. Hægt er að nálgast dagskrá ráðstefnunnar og skrá sig til þátt- töku á vefnum www.thorbergur.is en þar má einnig finna fjöldann allan af greinum um Þórberg, verk hans, ritaskrá og tilvitnanir í meistarann sjálfan en vefurinn var síðast tekinn hressilega í gegn á afmælisdegi meistarans þann 12. mars. Þorbjörg Arnórsdóttir kom að gerð síðunnar ásamt „galdra- mönnunum“ hjá vefsmiðjunni Galdri á Höfn í Hornafirði. Hún segir starf þeirra hafa fallið í frjó- an jarðveg í Háskólanum og fræðasamfélaginu og þannig hafi stofnun sjálfseignarstofnunarinn- ar komið til. „Setrið sjálft mun ekki rísa í bráð. Í það minnsta ekki næstu tvö árin en það mun standa fyrir fleiri málþingum sem við ráðgerum að gera að árlegum við- burði.“ Meginmarkmiðið með stofnun setursins og uppsetningu vefjar- ins er að leggja áherslu á þann menningararf sem Suðursveit á í verkum Þórbergs og viðhalda staðbundinni þekkingu sem hefur verið á nokkru undanhaldi í breyttum heimi. Málþingið verður sett við minn- isvarðann um Þórberg ofan við gamla bæinn á Hala. Fjöldi erinda um Þórberg verður haldinn og þeir sem leggja orð í belg eru með- al annarra Soffía Auður Birgis- dóttir bókmenntafræðingur, Pétur Gunnarsson rithöfundur og Vé- steinn Ólason prófessor. Þá mun Svavar Sigmundsson frá Örnefna- stofnun fjalla um örnefnin hjá Þórbergi, Hjörleifur Guttormsson kynnir Suðursveit og Helga Jóna Ásbjörnsdóttir segir frá Sobbegga afa og Mömmugöggu. ■ ÞORBJÖRG ARNÓRSDÓTTIR „Við erum fyrst og fremst að vekja athygli á tengslum Þórbergs við sveitina en það vill svo heppilega til að umhverfi og saga Suðursveitar er að hluta til skrifuð inn í verk hans. Ég held að það megi segja að engin önnur sveit eigi sambærilegan menningararf og þetta býður upp á ýmsa möguleika í menningartengdri ferðaþjónustu og annarri nýrri atvinnu- starfsemi.“ Sobbeggi afi ■ Málþing um meistara Þórberg Þórðar- son verður haldið á Hrollaugsstöðum á fimmtudaginn. Fjöldi skemmtilegra fyrir- lesara tekur þátt í þinginu og Þórbergur sjálfur mun mæta í eigin persónu þegar Jón Hjartarson leikari stígur á svið. Fjölmiðlafræði | samfélags- og hagþróunarfræði | sálarfræði | lögfræði www.unak.is Nánari upplýsingar á heimasíðunni og í síma 463 0900. Umsóknarfrestur er til 5. júní 2003. Nýtt og spennandi nám við félagsvísinda- og lagadeild ARNALDUR INDRIÐASON Danskir gagnrýnendur eru yfir sig hrifnir af Mýrinni og segja hana meðal annars glæpasögu í hæsta gæðaflokki. Brimsaltur reyfari BÆKUR Sakamálasagan Mýrin eftir Arnald Indriðason kom út í Dan- mörku nýlega og þarlendir fjöl- miðlar hafa undanfarið birt um hana afskaplega lofsamlega dóma. Gagnrýnandi Weekend- avisen segir Mýrina vera glæpa- sögu í hæsta gæðaflokki og hún hafi verðskuldað verið kosin besta norræna glæpasagan í fyrra. Politiken hrósar stíl bókarinn- ar og segir hana „frábæra afþrey- ingu“ og hún sé „í senn kjaftfor og mannleg“. Gagnrýnandi In- formation slær heldur ekki af og segir Mýrina „brimsaltan og fjári vel saman settan og skrifaðan bita frá sögueyjunni“. Hann segir bók- ina ekki vera fyrir viðkvæmar sálir. „Sviðið er regnvot Reykja- vík, það er dimmt og drungalegt haust, og hrifnir Íslandsfarar sem vonast kannski eftir fögrum nátt- úrulýsingum og hugljúfum skáld- skap geta gleymt öllu slíku.“ ■ Þó hugmyndin hljómi kannskivel er þetta fölsk vörn,“ segir Þórólfur Guðnason, læknir á sótt- varnardeild landlæknisembættis- ins, um ferðamenn sem hafa tekið upp á því að ferðast með hanska til að forðast HABL-smit erlendis. „Þó hanskarnir hlífi höndunum er viðkomandi alltaf í snertingu við hanskana og spurning hvernig ætti að framkvæma þetta,“ segir Þórólfur, sem hvetur ferðamenn frekar til að þvo sér reglulega um hendur og gæta ítrasta hreinlætis á ferðalögum sínum. „Sjálfur væri ég hræddari við salmonellu á ferðalagi í Evrópu vegna þess að álfan er enn vel sett hvað HABL varðar. Fólk ætti að gæta þess vel að þvo alla ávexti og grænmeti sem það neytir erlend- is. Það er það sem gildir í Evr- ópu,“ segir sóttvarnalæknirinn. Mikið er hringt í Landlæknis- embættið þessa dagana frá fólki sem er að leggja í ferðalög og vill fá að vita hvað varast eigi í til- teknum löndum. Þórólfur gefur alltaf sama svarið: Gæta hrein- lætis og þvo sér reglulega um hendur. Þó hanskar séu ágætir til síns brúks og notaðir af starfs- fólki á sjúkrahúsum sé það hand- þvotturinn sem sé reglan og besta vörnin gegn smiti. Hansk- arnir komi sér vel í návígi við blóð og annað slíkt en þegar allt kemur til alls sé það handþvott- urinn sem gildi. ■ Hanskar fölsk vörn gegn HABL HANSKAR Handþvotturinn haldbetri á ferðalögum. HABL ■ Ferðamenn hafa í auknum mæli tekið upp á því að ferðast með hanska til að forðast smit af bráðalungnabólgunni. Það er í raun óþarfi í Evrópu. VALA FLOSADÓTTIR Sumarmót kennt við hana á Bíldudal. Vala til Bíldudals ÍÞRÓTTIR Vala Flosadóttir mætir á sumarmót íþróttasinnaðrar æsku sem haldið verður á Bíldudal í sumar. Mótið er kennt við Völu sjálfa en hún er sem kunnugt er alin upp á staðnum og á þar rætur. Hafa börn og táningar á Bíldudal verið dugleg við æfingar fyrir Völumótið og hlakka mjög til komu íþróttagoðsins, sem fyrr í vor dvaldi í þrjár vikur í æfingabúðum á Kúbu. Segir Vala íþróttaanda á Kúbu stórmerkilegan og góðan. Vala vinnur nú að því að fínpússa stangarstökktækni sína og ætlar að sýna sínar bestu hliðar á sumar- hátíðinni í Bíldudal því hún veit sem er að þar munu mörg lítil augu mæna til hennar og ungviðið taka hana sér til fyrirmyndar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.