Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2003 21 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 5.30, 8, og 10.15 b.i. 16 SKÓGARLÍF 2 m/ísl tali kl. 6 Sýnd kl. 6 og 9 Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15 bi 14. ára XMEN 2 CREMASTER 4 5 kl. 9.15 CREMASTER 3 kl. 6 X- MEN 2 kl. 5.30, 8 og 10.30 bi 12 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 an fyrir túlkun sína á fíkniefna- neytanda í The Barbarian In- vasions, sem segir frá manni á sex- tugsaldri sem er að deyja úr krabbameini. Leikstjóri myndar- innar, Denys Archand, hlaut einnig verðlaun fyrir handrit myndarinn- ar. Tveir aðalleikarar tyrknesku myndarinnar Ukak (Fjarlægur), Muzaffer Ozdemir og Mehmet Emin Toprak, deildu með sér verð- launum sem bestu karlleikararnir en Toprak lést í bílslysi skömmu eftir að tökum á myndinni lauk. thorarinn@frettabladid.is JEANNE MOREAU Þessi dáða franska leikkona var heiðruð fyrir framlag sitt til kvikmyndanna í Cannes. Hér kemur hún til athafnarinnar í fylgd borgarstjóra Parísar, Bertrand Delanoe. MARIE-JOSEE CROZE Var valin besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í kanadísku myndinni The Barbarian Invasions. PETER GREENAWAY Breski leikstjórinn var talinn eiga góða möguleika á verðlaunum í Cannes fyrir myndina The Tulse Luper Suitcases en varð að lúta í lægra haldi fyrir Gus Van Sant. EUROVISION Tyrkir eru í sjöunda himni eftir sigurinn í Eurovision- keppninni og fagna söngkonunni Sertab Erener sem þjóðhetju. Hún braut líka blað í sögu þjóð- arinnar með söng sínum þar sem Tyrkir hafa ekki fagnað sigri í keppninni áður. Hún er einn vinsælasti tónlistar- maður landsins og plötur hennar hafa selst í yfir fjórum milljónum eintaka í landinu. Tyrkneskir fjölmiðlar halda ekki vatni af hrifningu og spara ekki stóru orðin: „Sertab tókst það eftir 28 ár,“ 0g „við fengum ham- ingjusaman endi á Evróvisjónæv- intýrinu okkar,“ eru fyrirsagnir sem sést hafa á forsíðum tyrk- neskra dagblaða. ■ SERTAB ERENER Er orðin þjóðhetja í Tyrklandi. Sigurvegararnir: Ráða sér ekki fyrir kæti EUROVISION Þulur norska ríkisút- varpsins, Jostein Petersen, er ekki vinsæll í Svíaríki eftir lýsingu sína á Eurovision-keppninni á laugar- daginn en þar skammaðist hann út í sænsku keppendurna og sagði þá meðal annars hafa „minni útgeisl- un en bókahillan IVAR frá IKEA“. Petersen hefur lýst keppninni fyrir Norðmönnum frá árinu 1998 en ummæli hans á laugardaginn gætu orðið til þess að hann verði látinn sitja heima að ári þegar keppt verður í Tyrklandi. „Það er dæmigert fyrir Svía að hengja sig á þessi orð mín,“ segir Petersen. „Í Noregi köllum við þetta húmor og mér finnst það fyndið hvernig Svíarnir láta.“ Yfirmenn Petersen standa með sínum manni og segjast ekki geta fengið séð að hann hafi farið yfir nein strik í ummælum sínum. Magnus Backlund, söngvarinn sem Petersen líkti við bókahillu, tekur gagnrýninni einnig með stök- ustu ró. „Hann má segja það sem honum sýnist og honum má alveg finnast þetta.“ ■ FAME Þulur norska sjónvarpsins líkti þeim við sænskar bókahillur á laugardaginn. Sænsku keppendurnir: Minni útgeislun en IKEA-hilla EUROVISION Dúettinn Jemini frá Liverpool braut blað í sögu Breta og Eurovision á laugardagskvöldið. Í fyrsta skipti í Eurovision-sögunni fengu Bretar ekkert stig í keppn- inni. Chris Cromby og Gemma Abbey, sem skipa dúettinn, eru þó hvergi af baki dottinn og hafa gefið keppnislagið, Cry Baby, út á smá- skífu. Í samtali við útvarpsstöð í London eftir keppnina sagðist Gemma hafa óskað þess að fá ekk- ert stig. „Þegar leið á talninguna og við vorum enn án stiga fór ég að óska þess að við fengjum ekkert stig frekar en einhver örfá. það er betra að tapa með stíl.“ Aðspurð hvort dúettin hygðist breyta nafni sínu í „Núll stig“ sagðist hún hafa hugleitt það, en ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun. ■ DÚETTINN JEMINI FRÁ BRETLANDI Gemma Abbey og Chris Comby hafa verið gagnrýnd í heimalandinu fyrir frammistöð- una í Riga. Breski dúettinn Jemini sár eftir Eurovision: „Við getum víst sungið“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.