Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 27
27ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2003 MÓTMÆLANDINN ER ALLTAF EINN Maðurinn er alltaf einn var titill bókar Thors Vilhjálmssonar. Víst er að með samvisku sína er maðurinn alltaf einn. Þessi unga stúlka er óhress með ríkisstjórnina og nýtti lýðræðis- legan rétt sinn til að tjá skoðun sína. Um 55 börn á aldrinum sjö tiltólf ára héldu risatombólu í Kringlunni um helgina. Tombólan var til styrktar stríðshrjáðum börnum í Írak. Með sölu á ýmsum smávarningi tókst þeim að safna 85 þúsund krónum og rennur upp- hæðin til hjálparstarfsins. Mikil stemning var meðal tombólubarn- anna, en utan um hópinn hélt Sóveig Zophaníasdóttir, Ungfrú ísland.is árið 2000, og auk hennar voru með vinkonur hennar úr keppninni. Á sama tíma og tombólan fór fram hélt Rauði kross Íslands að- alfund þar sem meðal annars var mótuð sú stefna að auka verulega þátttöku ungs fólks í starfi sam- takanna. Með þann vaska hóp sem stóð fyrir tombólunni þarf Rauði kross Íslands ekki að kvíða fram- tíðinni. ■ SELT MEÐ SVEIFLU Þessi stelpa fór fimum höndum um varninginn sem var til sölu á risatombólu Rauða kross Íslands til styrktar börnum í Írak. Rauði krossinn leggur áherslu á að efla starf með og fyrir ungt fólk. Risatombóla Rauða krossins FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI Rauði kross Íslands leggur sittaf mörkum til uppbyggingar eftir stríðið í Írak. Kristjón Þor- kelsson verkfræðingur er þegar lagður af stað. Hann var að störf- um í Írak eftir síðasta stríð fyrir rúmum áratug og mun vinna að mati á ástandi vatnsveitu. Í næstu viku fara til Íraks á vegum Rauða krossins Eva Laufey Stefánsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir, hjúkr- unarfræðingar sem báðar hafa reynslu af hjálparstörfum í út- löndum. Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða kross Ís- lands, er nýkomin frá Írak og seg- ir ástandið í landinu slæmt. „Ástandið öryggismála er ótryggt og hamlar því að fólk geti lifað eðlilegu lífi við þessar óeðlilegu aðstæður. Það hamlar líka hjálp- arstarfi.“ Innviðir samfélagsins virka ekki sem skyldi og segir Sigrún mikilvægt að koma reglu á samfélagið til þess að hægt sé að hefja uppbyggingu þess. Sigrún hitti fulltrúa Rauða krossins frá 33 löndum. „Það ríkti mikill stuðn- ingur allra þessara landa við að koma að uppbyggingunni í gegn- um Rauða hálfmánann í Írak og þann strúktúr sem er fyrir í land- inu.“ Sigrún segir að brýnustu verkefnin lúti að heilbrigðismál- um og grunnþörfum landsmanna, svo sem vatni og fæðu. „Svo er mikilvægt að huga að vernd borg- aranna og koma á tengslum milli fjölskyldna. Veita upplýsingar um týnda og látna.“ Sigrún segir að í Írak séu fimm hundruð heilsugæslugæslustöðv- ar sem þurfi að byggja upp á ný. Margir læknar búi í landinu, en skortur sé á hjúkrunarfræðing- um. Þá sé Rauði hálfmáninn sterk- ur í landinu og mikilvægt að nýta sér þann styrk til uppbyggingar í landinu. ■ UPPBYGGING Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, er nýkomin frá Írak. Hún segir ástandið slæmt og mikið verk óunnið við uppbyggingu landsins. Byggja upp innviði Íraks Hjálparstarf ■ Íslenskir starfsmenn Rauðakrossins eru á leið til Íraks. Ástandið í landinu er slæmt og mikið verk framundan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.