Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 18
FUNDIR  20.00 Zen-fyrirlestur í Gerðubergi þar mun Zen-meistarinn Jakusho Kwong-Roshi fara ofan í kjölinn á hinni nýútkomnu bók „No Beginning No End“. Roshi les einn valinn kafla og svar- ar spurningum áheyrenda um Zen iðk- un.  20.00 Aðalfundur Alliance française verður í húsakynnum Alliance française, Hringbraut 121, 3. hæð.  20.00 Kynningarfundur í tilefni af útkomu bókarinnar Garðverkin eftir Stein Kárason. Í bókinni má finna hag- nýt ráð um ræktunarstörf í görðum, gróðurhúsum og sumarbústaðalöndum. Fundurinn er haldinn í Þingsal 1 á Hót- el Loftleiðum.  20.30 Kynningarfundur á visthópa- starfi Landverndar. Fundurinn er hald- inn í Foldasafni í Grafarvogskirkju. LEIKLIST  20.00 Söngvaseiður eftir þá Rich- ard Rodgers og Oscar Hammerstein er sýndur í Þjóðleikhúsinu. Það er Litli leikklúbburinn og Tónlistarskóli Ísa- fjarðar sem setja sýninguna upp í leik- stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur.  20.00 Leikrit eftir Sigtrygg Magna- son, Herjólfur er hættur að elska, sýnt í Leiksmiðju Þjóðleikhússins. TÓNLIST  20.00 Lúðrasveit Reykjavíkur er með tónleika í Borgarleikhúsinu.  20.00 Graduale Nobili heldur tón- leika í Langholtskirkju. Stjórnandi kórs- ins er Jón Stefánsson. SÝNINGAR  Hrafnhildur Sigurðardóttir sýnir lág- myndir, textílverk og myndverk unnin með tölvutækni í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 1. júní. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 er opið frá 13.00 til 17.00 alla daga nema mánudaga.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir yfirlitssýning á verkum Gerðar Helgadóttur.  Ljósmyndasýningin Myndaðir máls- hættir stendur nú yfir í Caffé Kúlture í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu, gegnt Þjóðleikhúsinu. Þetta er sýning á loka- verkefnum útskriftarnema í ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavík. Sýningin stendur til 6. júní og er hún opin á af- greiðslutíma kaffihússins.  „ÓRÓ“ nefnist vorsýning sex mynd- listarnema á öðru ári í Listaháskóla Ís- lands sem haldin verður í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þessa helgi og næstu helgi. Opnunartími er frá kl. 14- 17.  Yfirlitssýning á rússneskri ljósmynd- un stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Verk- in eru frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag og bera glöggt vitni um þær breyt- ingar sem hafa átt sér stað í rússneskri ljósmyndun.  Sýning á höggmyndum eftir Örn Þorsteinsson stendur yfir á Kjarvals- stöðum. Sýningin teygir sig um ganga Kjarvalsstaða og umhverfis húsið. 18 27. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 24 25 26 27 28 29 30 MAÍ Þriðjudagur Í kvöld mun kórinn GradualeNobili halda tónleika í Langholts- kirkju. Tónleikarnir eru liður í und- irbúningi ferðar sem kórinn fer í til Finnlands ásamt Kammerkór Lang- holtskirkju í júní. Í ferðinni tekur kórinn þátt í kórakeppni í Tampere auk þess sem hann heldur tónleika í Meilahti-kirkjunni og dómkirkj- unni í Helsinki. Graduale Nobili hefur getið sér gott orð að undanförnu og hefur meðal annars verið tilnefndur til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna og hlotið verðlaun í alþjóðlegum kóra- keppnum. Kórinn er skipaður 24 stúlkum á aldrinum 18 til 24 ára, sem áður hafa sungið í Graduale- kór Langholtskirkju. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson. Tónleik- arnir hefjast klukkan 20.00. ■ MUMMI Ég er skelfilegur kaffisvelgur.Menn halda því reyndar fram að kaffi sé þunglyndisvaldur – en ég hafna þeirri kenningu alfarið. Og besta kaffið er á Hótel Borg – á þriðjudagskvöldum. Ég er í strákagrúbbu, litlum karlrembu- klúbbi, sem hittist þar reglulega. Og þá fæ ég mér sviss mokka sem er gúrme-deildin í kaffinu. Topp- urinn á vikunni. Besta kaffiðí bænum Collector 33 Rafmagnssláttuvél 1000W rafmótor 27 ltr grashirðupoki Euro 45 Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Silent 45 Combi Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Verð: 17.900 Verð: 34.900 Verð: 44.900 Hágæða sláttuvélar Vetrarsól - Askalind 4 - Kópavogi - Sími 564 1864 A U G L Ý S I N G A S E T R I Ð Eðalstúlkur halda tónleika GRADUALE NOBILI Kórinn heldur tónleika í kvöld kl. 20 í Langholtskirkju. Graduale Nobili heldur til Finnlands í júní og eru tónleikarnir í kvöld liður í undirbúningi ferðarinnar. ■ TÓNLEIKAR ■ TÓNLIST Lúðrasveit Reykjavíkur fagn-ar sumarkomu með tónleik- um í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tónleikarnir eru þeir þriðju í vetur, en hljómsveitin hefur verið mjög iðin við tónleikahald. Tónleikarnir eru sérstakir að því leyti að finnski harmóniku- leikarinn Tatu Antero Kantoma leikur með hljómsveitinni. Að Lúðrasv

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.