Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2003 LEIKLIST „Auðvitað hefur þetta ein- hver áhrif. Þetta er áfall, því er ekki að leyna, en við stefnum að því að halda okkar striki,“ segir Gunn- ar Helgason, leikstjóri Grease, sem stendur til að frumsýna í Borgar- leikhúsinu 20. júní. Þar eru Júró- visjónstjarnan Birgitta Haukdal og Jón Jósep Snæbjörnsson í Svörtum fötum í aðalhlutverkum. Fjárdrátturinn í Símanum teygir anga sína víða en tveir þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna máls- ins eru þeir Kristján Ragnar Krist- jánsson og Árni Þór Sigfússon, at- orkusamir athafnamenn. Þeir reka, ásamt Bjarna Hauki Þórssyni, fyr- irtækið Free Sagas Entertainment, sem meðal annars framleiðir Grease-sýninguna sem nú er verið að æfa. Þá eru þeir jafnframt hand- hafar sýningarréttar á Norðurlönd- um hvað varðar Sellófon, leikrit Bjarkar Jakobsdóttur. Að sögn Gunnars tengist Bjarni Haukur ekki málinu og langeinfaldast væri ef hann tæki alfarið að sér fram- kvæmdastjórnina. „Annars þyrfti að endursemja við alla.“ ■ GUNNAR HELGASON Ætlar að halda sínu striki með Grease. Hann segir framleiðendurna duglega og áberandi pilta sem fólk hafi gaman af að tala um – en varast beri að fella dóma í fjölmiðlum. „Símamennirnir“ framleiðendur leiksýninga: Uppfærslan á Grease í uppnámi TÓMSTUNDIR Skákfélagið Hrókur- inn stendur í þeim stórræðum að skákvæða Grænland, þar sem þessi hugans list er lítið þekkt. Af þessu tilefni verður efnt til fyrsta stór- meistaramóts- ins í bænum Qu- aqartoq á Suður- Grænlandi í næsta mánuði. Þetta framtak hef- ur vakið mikla athygli á Græn- landi þar sem fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um mótið. „Okkur finnst þetta mjög spennandi verkefni og við viljum allt til þess gera að greiða götu Hróksins á Grænlandi,“ segir Kaj Lyberth, bæjarstjórnarmaður og skólastjóri Lýðháskóla Græn- lands í Qaqortoq, sem kom til Ís- lands á dögunum ásamt Björn Holm skrifstofustjóra. Þeir félag- ar áttu fund í Reykjavík með Hrafni Jökulssyni, forseta Hróks- ins. Forseti Hróksins heimsótti helstu byggðir á Suður-Græn- landi og gaf töfl í grunnskóla á svæðinu. Í kjölfar þess hafa verið stofnaðir skákklúbbar sem þegar starfa af miklum krafti. Á skákmótið í Qaqortoq munu mæta nokkrir af snjöllustu skák- mönnum heims. „Skákin verður þjóðargjöf Ís- lendinga til Grænlendinga,“ segir Hrafn Jökulsson, sem ætlar að kynna skákmótið með því að senda tímarit á grænlensku inn á hvert heimili á Grænlandi. Hrafni til aðstoðar við að koma skákmótinu á laggirnar er Bene- dikta Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra grænlensku lands- stjórnarinnar, sem er frá Qaqor- toq, en býr nú á Íslandi. Hrafn hefur unnið að því und- anfarin ár að vinna skákinni verð- ugan sess á nýjan leik á Íslandi og hefur þótt takast vel. Félag hans, Hrókurinn, hampar íslandsmeist- aratitli, og hefur verið leiðandi afl í íslensku skáklífi undanfarin ár. Hrafn segist hlakka til að leggja í landvinninga með félagi sínu. „Ég er viss um að skákin mun heilla Grænlendinga. Þetta er göfug og heillandi íþrótt sem ég vona að okkur takist að festa í sessi hjá grönnum okkar,“ segir hann. Samhliða stórmeistaramót- inu í Qaqortoq er áformað að halda mót fyrir grænlensk börn sem þá hafa haft þrjá mánuði til að læra mannganginn og ná ein- hverjum tökum á íþróttinni. Ríkisstjórn Íslands er meðal þeirra sem styðja verkefnið á Grænlandi, en aðrir helstu bak- hjarlar eru Flugfélag Íslands, Icelandair, Prentsmiðjan Oddi og Birtingaholt. Skák í norðri og Hrókurinn hafa í tilefni mótsins á Grænlandi opnað heimasíðu á þremur tungu- málum, grænlensku, íslensku og ensku. Slóðin er icechess.com. rt@frettabladid.is Hrókurinn hyggst skákvæða Grænland Stórmeisturum stefnt á mót til Grænlands þar sem skák er lítt þekkt. Sendinefnd frá Grænlandi kom til Íslands til fundar við Hrafn Jökulsson, sem gaf töfl í helstu grunnskóla á Suður-Grænlandi. FUNDUR MEÐ HRÓKNUM Kaj Lyberth og Björn Holm frá Qaqartoq á Suður-Grænlandi komu til Íslands til fundar við Hrafn Jökulsson. Mikill hugur er í Grænlend- ingum að nýta sér þekkingu Hróksins til að koma skákinni til vegs. „Þetta verð- ur þjóðargjöf Íslendinga til Grænlend- inga. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM Mikið úrval puma - nike - hummel buffalo london - el naturalista - bronx le coq sportif - björn borg face - roots - intenz - dna VERSLUNIN HÆTTIR Allt á að seljast 20-50% afsláttur K R I N G L A N , S . 5 3 3 5 1 5 0 Converse mokkasíur dömu og herra Áður kr. 9.990 nú kr. 4.990

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.