Fréttablaðið - 27.05.2003, Síða 8

Fréttablaðið - 27.05.2003, Síða 8
8 27. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Lögreglufréttir ■ Dómsmál WASHINGTON, AP Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti á föstudag frumvarp um skatta- lækkanir upp á 350 milljarða Bandaríkjadollara eða sem nem- ur 25 billjónum íslenskra króna. Það eru þó mun minni lækkanir en stjórnin hafði áður boðað. Frumvarpið var samþykkt með 231 atkvæði gegn 200. George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði frumvarpið mikil- vægan áfanga og að það myndi án efa blása nýju lífi í efnahagslífið í landinu. „Frumvarpið er gott fyr- ir bandaríska verkamenn, fjár- festa og fjölskyldur, svo og bandarísk stórfyrirtæki og eig- endur minni fyrirtækja,“ sagði Bush. Frumvarpið hefur verið um- deilt þar sem fjármálasérfræðing- ar telja það geta valdið miklum tekjuhalla ríkissjóðs og þar af leið- andi lækkandi gengi dollarans. Fulltrúar demókrata voru harðorðir um skattalækkanirnar og sögðu þær eingöngu koma hin- um tekjuháu til góða. „Þetta er hættulegasti og óheiðarlegasti gjörningur ríkisstjórnarinnar til þessa,“ er haft eftir Mark Dayton, þingmanni frá Minnesota. ■ ATVINNUMÁL Íslenska krónan hefur styrkst verulega gagnvart gjald- miðlum viðskiptalanda okkar og talið er líklegt að hún styrkist meira næstu 5-6 árin. Stórfram- kvæmdir næstu ára eru þegar farnar að hafa áhrif og að öðru óbreyttu munu fyrirtæki í sjávar- útvegi og iðnaði þurfa að draga saman seglin enn frekar. Auk þess að verðmæti út- flutnings skerð- ist veldur hátt gengi krónunnar því að innfluttar vörur eru ódýr- ari og styrkja stöðu sína gagn- vart innlendri framleiðslu. Arnór Sig- hvatsson, deild- arstjóri hag- f r æ ð i s v i ð s Seðlabankans, segir útlit fyrir að fyrirtæki á þessum sviðum mæti erfiðleik- um á næstunni. „Ljóst er að virkjunarfram- kvæmdir munu að öðru óbreyttu styrkja enn gengi krónunnar. Einhverju verð- ur að ryðja í burtu til að koma fyr- ir þessum stóru framkvæmdum í þjóðarbúinu.“ Fyrirtæki í sjávarútvegi eru þegar farin að bregðast við sterkri stöðu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, sem lækkar söluandvirði afurða þeirra. Ólafur H. Marteinsson, framkvæmda- stjóri Þormóðs ramma – Sæbergs hf, segir að fyrirtæki muni á næstu mánuðum draga saman í landvinnslu, en stjórnendur fyrir- tækisins ákváðu nýverið að leggja rækjufrystitogaranum Sunnu SI- 67. „Á næstunni mun störfum í fiskvinnslu fækka, enda eru ekki mörg úrræði í stöðunni. Störfum mun líka fækka í ferðamannaiðn- aði og öðrum iðnaði,“ segir hann. Um miðjan nóvember 2001 var Bandaríkjadollar í 107 krónum ís- lenskum, en er nú í 71 krónu. Raungildi krónunnar, sem er reiknað út frá gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar, er nú 8 pró- sentum hærra en að meðaltali síð- ustu 10 árin. Að sögn Arnórs Sighvatssonar felst lykillinn að góðri hagstjórn næstu árin í því að reka ríkissjóð með myndarlegum afgangi. Ein leið til þess er að draga saman í starfsemi ríkisins. jtr@frettabladid.is GENGU BERSERKSGANG MEÐ HAFNABOLTAKYLFU Skemmdar- verk var unnið á tjaldmiðstöðinni Kleifum, rétt fyrir innan Kirkju- bæjarklaustur, um helgina. Tveir ungir Hafnfirðingar gengu ber- serksgang með hafnaboltakylfu og rústuðu meðal annars klósett- um, vatnslögnum og speglum. Málið telst upplýst. SÓLMYRKVI Sólmyrkvi mun sjást frá Íslandi þann 31. maí nú í ár og er það mesti sólmyrkvi sem sést hefur hér á landi síðan árið 1986. Um hringmyrkva er að ræða, tunglið fer allt inn fyrir sólar- kringluna en nær ekki að hylja hana. Rönd sést því af sólinni í kringum tunglið. Myrkvinn sést fyrst við Bretlandseyjar en færist síðan til vesturs yfir Færeyjar, Ís- land og Grænland. Hringskugginn mun fara yfir Ísland á sjö mínútum, frá suð- austri til norðvesturs, um klukk- an fjögur eftir miðnætti. Hring- myrkvinn mun ekki sjást frá Reykjavík þar sem Esjan mun skyggja á sólina, sem er mjög lágt á lofti svo snemma morguns. Fyrir áhugasama Reykvíkinga má þó benda á að myrkvinn mun væntanlega sjást yst af Seltjarn- arnesi. ■ SKATTABROT Stjórnarmaður og framkvæmdastjóri fyrirtækis var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í þriggja mánaða fang- elsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Einnig var hann dæmdur til að greiða sekt upp á tæplega 20,5 milljónir króna, auk sakar- kostnaðar. Hann stóð ekki skil á virðisaukaskatti um tæplega 7,7 milljónir króna og staðgreiðslu um tæpar 2,8 milljónir. STÁLU RÚLLUBAGGAVÉL Tveir menn voru dæmdir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þeir stálu rúllu- baggavél að verðmæti rúmlega 2,4 milljónir. Vélin komst óskemmd til eigenda. FÍKNIEFNABROT Tuttugu og eins árs gamall maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skil- orðsbundið til tveggja ára. Hann var tekinn í fjórgang með fíkni- efni. Hann var tekinn með tæpt gramm af amfetamíni og rúm fimmtán grömm af kannabisefn- um.Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Bi llu nd Bi llu nd DANMÖRK Beint leiguflug me› ICELANDAIR 4. j ún í - 4 . se pt . 21 .6 52 21 .6 52 V er › fr á kr. á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið er flug og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman, 24.950 kr á mann. Takmarkað sætaframboð GEORGE W. BUSH Segir skattalækkanir koma öllum Bandaríkjamönnum til góða. Demókratar eru ekki sama sinnis. Ríkisstjórn George W. Bush: Lækkar skatta um 350 milljónir dala SELTJARNARNES Sólmyrkvinn mun að öllum líkind- um sjást yst af Seltjarnarnesi. Hann mun ekki sjást frá Reykjavík þar sem Esjan mun skyggja á sólina. Sólmyrkvi sést frá Íslandi 31. maí: Fer yfir Ísland á sjö mínútum RUÐNINGSÁHRIF Hátt gengi krónunnar grefur undan landvinnslu og iðnaði. „...virkjunar- framkvæmdir munu að öðru óbreyttu styrkja enn gengi krón- unnar. Ein- hverju verður að ryðja í burtu til að koma fyrir þessum stóru framkvæmd- um í þjóðar- búinu. Styrkur krónunnar sligar sjávarútveginn Yfirvofandi stórframkvæmdir munu að óbreyttu valda frekari gengis- hækkun krónunnar næstu 5 til 6 árin. Fyrirtæki í sjávarútvegi eru farin að bregðast við háu gengi og uppsagnir virðast óumflýjanlegar. HU JIANTO, FORSETI KÍNATíbetar binda vonir um að með hans hjálp náist sátt í langvarandi deilu þeirra og Kín- verja. Tíbetar og Kínverjar: Viðræður að hefjast PEKING, AP Fulltrúar frá Dalai Lama, hins útlæga andlega leið- toga Tíbeta, eru komnir til Peking til að hefja formlegar viðræður við Kínverja að nýju. Þetta er í annað skipti sem full- trúar Dalai Lama koma að máli við kínversk stjórnvöld síðan í september, þegar viðræður hófust aftur eftir níu ár. Tíbetar binda vonir við að nýir leiðtogar komm- únistaflokks Kína, með forsetann Hu fremstan í flokki, eigi eftir að sýna málefnum Tíbets meiri skilning en forverar þeirra. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.