Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 6
6 27. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Lögreglufréttir GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71.55 -1,20% Sterlingspund 117.41 -0,82% Dönsk króna 11.39 -0,26% Evra 84.52 -0,29% Gengisvístala krónu 118,36 -0,14% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 236 Velta 3.438 milljónir ICEX-15 1.461 -0,05% Mestu viðskipti Baugur Group hf. 477.090.366 Kaupþing banki hf. 160.182.977 Samherji hf. 40.295.000 Mesta hækkun Sölumiðstöð Hraðfrystih. hf. 2,00% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 1,89% Nýherji hf. 1,25% Mesta lækkun Sláturfélag Suðurlands svf. -7,27% Fiskmarkaður Íslands hf. -2,44% Opin kerfi hf. -1,49% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8601,4 0,1% Nasdaq*: 1510,1 0,2% FTSE: 3979,8 -0,3% DAX: 2828,7 0,2% NIKKEI: 8227,3 0,5% S&P*: 933,2 0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvaða dag á Hafnarfjarðarbærafmæli? 2Hvað heitir upplýsingafulltrúi Lands-símans? 3Hver er ungfrú Ísland árið 2003? Svörin eru á bls. 30 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 2 12 66 05 /2 00 3 Lagadeild Við skipulagningu laganáms við HR var tekið mið af laganámi við marga af virtustu háskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Námið er hagnýtt og nútímalegt en byggir um leið á traustum fræðilegum grunni. www.ru.is Umsóknarfrestur er til 5. júní „Líflegar umræður í tímum, kraftmiklir nemendur og framúrskarandi kennarar eru einkenni laganáms í HR.“ Erna Mathiesen, lagadeild HR, stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík ÍSRAEL, AP Ariel Sharon og Mahm- oud Abbas, forsætisráðherrar Ísarels og Palestínu, ætla að hitt- ast á næstu dögum til að ræða friðarhorfur fyrir botni Miðjarð- arhafs. Fundurinn verður haldinn í kjölfar þess að Ísraelsstjórn sam- þykkti á sunnudag friðartillögur Bandaríkjamanna, sem nefnast Vegvísir til friðar. Þær miðast við að stofnað verði palestínskt ríki fyrir árið 2005. Að sögn Silvan Shalom, utan- ríkisráðherra Ísraels, verður fundur forsætisráðherranna að öllum líkindum haldinn í Jórdan- íu. Sagði hann að fundurinn væri „jákvætt skref í rétta átt“. Vonir standa einnig til að George W. Bush Bandaríkjafor- seti fundi með þeim Sharon og Abbas í næstu viku. Þar verður áhersla lögð á að fylgja eftir þeim tillögum sem lagðar eru fram í Vegvísinum. ■ Málefni Mið-Austurlanda: Sharon og Abbas funda VEGVÍSIR TIL FRIÐAR: MEGINATRIÐI 1. stig (maí 2003) Árásir Palestínumanna á Ísraela hætti. Stjórnarfarsbreytingar hefjist í Palestínu. Ísraelar dragi heri sína til baka frá svæð- um Palestínumanna. Kosningar í Palest- ínu. 2. stig (júní-des. 2003) Stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu. Al- þjóðlegur fundur um málefni Íraels og Palestínu. Alþjóðlegt eftirlit með því að Vegvísinum verði framfylgt. 3. stig (2004-2005) Annar alþjóðlegur fundur. Öllum átökum lokið. Landamæradeilur og málefni flóttamanna úr sögunni. Arabaríki sam- þykki friðarsamninga við Ísrael. ABBAS Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínu, ætlar að funda með Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, á næstu dögum. AP /M YN D STJÓRNMÁL Þingflokkur Framsókn- arflokksins kaus í gær Hjálmar Árnason formann þingflokksins í stað Kristins H. Gunnarssonar sem gegnt hefur embættinu und- anfarin ár. Magnús Stefáns- son var kosinn varaformaður þingflokksins í fjárlaganefnd. Kristinn hafði sóst eftir að gegna embætt- inu áfram en meirihlutinn kaus Hjálmar Árna- son til starfans. Athygli vakti í gær að Kristinn mætti ekki til þing- flokksfundarins klukkan níu í gær- morgun. Fjarvera Kristins er talin vera táknræn og til marks um óánægju hans en Kristinn hefur smám saman lent úti í kuldanum hjá forystu flokksins. Kristinn mætti aftur á móti til síðari þingflokksfundar morguns- ins þar sem ákveðið var hver skip- an yrði í nefndir. Kristinn vildi að- spurður ekkert tjá sig um það mál eða hvort það myndi hafa í för með sér afleiðingar á störf hans innan Framsóknarflokksins. „Ég vil ekkert um þessi mál segja,“ segir Kristinn H. Gunnars- son. Kristinn fær í skaðabætur for- mennsku iðnaðarnefndar og vara- formennsku í sjávarútvegsnefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Þær bætur vega þó ekki upp for- mennskuna í þingflokknum. Heim- ildir Fréttablaðsins herma að Krist- inn hafi sóst eftir formennsku í fjárlaganefnd en það embætti féll í hlut Magnúsar Stefánssonar, félaga hans í Norðvesturkjördæmi. Kristinn er talinn vera kominn á fremsta hlunn með að yfirgefa flokkinn og fara í stjórnarand- stöðu. Heimildum ber ekki sam- an um það hvort nefndarfor- mennska í iðnaðarnefnd dugi til þess að halda honum innanborðs. Hjálmar Árnason, nýkjörinn þingflokksmaður, segist ekki ótt- ast að óeining spretti af kjöri hans sem þingflokksformaður. „Það var einhugur í öllum atkvæðagreiðslum morgunsins. Við erum að tala um breyttan þingflokk og eðlilegt að til- færingar eigi sér stað á hinum ýmsu póstum þannig að út komi sterk heild,“ segir Hjálmar. Auk óánægju Kristins eru stuðningsmenn Jónínu Bjart- marz æfir vegna þess að Árni Gunnarsson hreppti embætti fé- lagsmálaráðherra en gengið var framhjá Jónínu. Ekki er þó talið að hún muni efna til uppsteyts. rt@frettabladid.is ÞINGFLOKKSFUNDUR Örlagaríkir fundir voru hjá framsóknarmönnum í gærmorgun. Kristinn H. Gunnarsson var þar felldur úr sæti formanns þingflokksins. Kristinn H. sat ekki þingflokksfundinn Kristinn H. Gunnarsson var felldur sem þingflokksformaður en Hjálmar Árnason kjörinn. Formennska í iðnaðarnefnd í sárabætur. „Það var einhugur í öll- um atkvæða- greiðslum morgunsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Sala á kindakjöti: Ekki mikill samdráttur LANDBÚNAÐUR „Samdráttur í sölu á kindakjöti hefur orðið mikið minni en við bjuggumst við,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts. Að sögn Özurar var samdráttur í sölunni einungis 0,6% á síðasta ársfjórð- ungi, aðallega í sölu á ærkjöti. Aukning var í sölu á dilkakjöti. Að sögn Özurar eru birgðir af lambakjöti heldur meiri en æski- legt er, þar sem mikil framleiðsla var í fyrra. „Birgðir af kindakjöti þegar sláturtíð hefst eru yfirleitt 500-800 tonn,“ segir hann og reikn- ar með að frekar miklum brigðum við upphaf sláturtíðar. ■ VÆNDI Kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð af ríkissaksóknara fyrir að hafa stundað vændi í tæpa níu mánuði. Sambýlismaður konunnar, sem er á fertugsaldri, er einnig ákærður. Mál gegn þeim var þingfest fyrir luktum dyrum í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Talið er að þau hafi haft að minnsta kosti níu milljónir króna í tekjur þann tíma sem hún veitti fjölda manna kynlífsþjónustu, eða um eina milljón króna á mánuði. Þjónustuna veitti hún ýmist í íbúð þeirra, gistihúsi eða í bílskúr inn- réttuðum sem íbúð. Bílskúrinn leigðu þau af manni sem grunlaus var um hvers kyns athæfi fór fram þar. Parið var ekki viðstatt þing- festinguna þar sem þau eru flutt til Danmerkur. Verjandi þeirra staðfesti að þau yrðu viðstödd þegar málið fengi efnislega með- ferð í byrjun júní. ■ HÉRAÐSDÓMUR Samkvæmt ákærunni hafði konan um eina milljón á mánuði í tekjur. Héraðsdómur Reykjaness: Ákærð fyrir vændi BÍLVELTA Bíll valt í Skötufirði við Ísafjarðardjúp um miðjan dag í gær. Að sögn lögreglunnar á Ísa- firði þykir mikil mildi að öku- maðurinn skyldi sleppa með skrámur, en hann var í belti. Bíll- inn er gjörónýtur og þurfti að fjarlægja hann með dráttarbíl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.