Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2003 hvað?hvar?hvenær? 24 25 26 27 28 29 30 MAÍ Þriðjudagur  17.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  18.00 Sýn Farið er yfir leiki síðustu umferðar og spáð í spilin fyrir þá næstu.  19.00 Sýn European PGA Tour 2003. Þáttur um evrópsku mótaröðina í golfi.  20.00 Sýn Toyota-mótaröðin í golfi.  22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  23.00 Sýn Trans World Sport. Íþróttir um allan heim. SMÁÞJÓÐALEIKARNIR „Við sendum 129 íþróttamenn á Smáþjóðaleik- ana á Möltu, 70 karla og 59 konur,“ segir Kristinn Reimarsson, sviðs- stjóri afrekssviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. „Skráðir þáttakendur eru 171, keppendur, fararstjórn, þjálfarar og aðstoðarþjálfarar auk dómara í körfuknattleik, sundi og júdó. Hópurinn heldur utan 1. júní og kemur heim 8. júní.“ Tíundu Smáþjóðaleikarnir hefjast á Möltu á mánudag. „Ís- land á keppendur í öllum tíu greinunum, frjálsum íþróttum, körfuknattleik, júdó, siglingum, skotfimi, skvassi, sundi, borð- tennis, tennis og blaki. Keppni í einum þyngdarflokknum í júdó hefur verið felld niður þar sem keppendur hættu við þátttöku. Þegar fjöldinn er kominn niður í þrjá þátttakendur verður keppni felld niður.“ Keppt verður á sjö stöðum í út- jaðri höfuðborgarinnar Valletta og tveimur stöðum vestar á eyj- unni Möltu en borðtenniskeppnin fer fram á eyjunni Gozo. „Möltu- menn ætla að standa vel að leikun- um. Það er helst húsið sem blaklandslið karla keppir í [Carra- dino Sports Pavilion í Paola] sem er farið að láta á sjá. Það er gam- alt fangelsi sem þeir breyttu í íþróttahús.“ Meðal keppenda eru margir af fremstu íþróttamönnum landsins. „Guðmundur Stephensen keppir í borðtennis, Örn Arnarson, Kol- brún Ýr Kristjánsdóttir og Jakob Jóhann Sveinsson í sundi og Magnús Aron Hallgrímsson, Silja Úlfarsdóttir og Sunna Gestsdóttir í frjálsum íþróttum. Sundmenn- irnir hafa möguleika á því að ná Ólympíulágmörkum á Möltu og leikarnir verða eina verkefni blaklandsliðanna á árinu.“ Auk Íslendinga og gestgjafa Möltu taka keppendur frá And- orra, Kýpur, Liechtenstein, Lúx- emborg, Mónakó og San Marínó þátt í Smáþjóðaleikunum. And- orra heldur næstu leika árið 2005 og Mónakó árið 2007 en röðin gæti komið að Íslandi árið 2009 eða 2011. Ísland hélt leikana árið 1997. Fyrstu Smáþjóðaleikarnir fóru fram í San Marínó árið 1985. Þá kepptu 304 íþróttamenn en kepp- endur verða um 880 á leikunum á Möltu. ■ KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður gerir sér vonir um að vera orðinn vel ról- fær aftur eftir meiðsli eftir eina til tvær vikur en missir engu að síður af Smáþjóðaleikunum sem hefjast 2. júní næstkomandi. Jón Arnór tekur hins vegar þátt í nýliðavali bandarísku körfuknattleiksdeildarinnar, NBA, sem einnig fer fram í júní. „Ég geri mér engar vonir um að komast í fyrsta valið vegna þess að það er alveg fullt. Ef þú kemst þar inn færðu örugglega samning en af því ég tek þátt í vali númer tvö er ekkert gefið að ég komist að. Hins vegar eru mörg lið að sýna mér áhuga í Evrópu þannig að ef ekkert gerist í nýliðavalinu fer ég þangað. Annars er þát- ttaka í nýliðavalinu, jafnvel þó ég verði ekki valinn, ákveðin aug- lýsing og alveg eins líklegt að það bætist við eitthvað af tilboðum fljótlega eftir það. Þá er ég samn- ingslaus og það gæti vel heillað einhver lið.“ ■ KRISTINN REIMARSSON „Við sendum 129 íþróttamenn á Smáþjóðaleikana á Möltu, 70 karla og 59 konur,“ segir Kristinn Reimarsson, sviðsstjóri afrekssviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Spila í gömlu fangelsi á Möltu Tíundu Smáþjóðaleikarnir hefjast á Möltu á mánudag. Íslenskir sundmenn reyna að ná Ólympíulagmarki en leikarnir verða eina verkefni blaklandsliðanna á þessu ári. JÓN ARNÓR Spennandi mánuður fram undan fyrir hann. Orðinn spenntur fyrir nýliðaval NBA: Jón Arnór á batavegi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.