Fréttablaðið - 17.08.2003, Side 2
2 17. ágúst 2003 SUNNUDAGUR
Það fer eftir því í hvernig skapi ég er.
Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák,
er genginn til liðs við taflfélagið Hrókinn.
Spurningdagsins
Jóhann, ertu hrókur alls fagnaðar?
■ Lögreglufréttir
Lifandi miðbær
á Menningarnótt
MENNINGARNÓTT Miðborg Reykja-
víkur iðaði af lífi frá morgni og
fram eftir kvöldi í gær á Menn-
ingarnótt. Þúsundir þræddu
stræti borgarinnar og önduðu að
sér fersku menningarloftinu.
Þátttaka Menningarnætur í
miðbænum var minni framan af
sökum rigningar en oftast áður.
Veður var með rólegra móti þó
rigndi nokkuð, lítill vindur og í
raun varla þörf á regnhlíf. Upp úr
klukkan átján fjölgaði fólki mikið.
Í fyrstu bar mest á fjölskyldu-
fólki með börn sín, en þau heilluð-
ust ekki síst af blöðrum sem nóg
var af. Stórtónleikar hófust um
kvöldið, en trúbadorar nýttu tæki-
færið fram að því og komu sér
fyrir hér og þar og skemmtu veg-
farendum með söng sínum.
Yngstu börnin skemmtu sér best á
Austurstræti þar sem tívolítækj-
um hafði verið komið fyrir.
Hitt húsið var með stífa dag-
skrá allan daginn og var fólk á
förnum vegi lokkað inn með eld-
gleypum, syngjandi fjallkonum
og leikurum úr Ofleik. Innandyra
var eitthvað að gerast á öllu hæð-
um svo sem myndlistasýningar,
tónleikar Lúðrasveitar lýðsins,
danssýningar frá Fúsion, Ofleikur
var með kennslustund í stefnu-
mótafræðum og lauk dagskránni
með heljarinnar pönk tónleikum
bandarísku sveitanna Total Fuck-
ing Destruction og The Mother-
fucking Clash.
Nokkuð var um tónleika innan-
dyra og myndlistasýningar í búða-
plássum. Fullt var út að dyrum á
tónleikum Eivarar Pálsdóttur í
húsnæði Tryggingarmiðstöðvar-
innar við Aðalstræti. Margir sóttu
hiphopdagskrá Alþjóðahússins og
unglingarnir fylgdust gaumgæfi-
lega með þegar veggjakrotarar
skreyttu vegg í portinu fyrir aftan
húsið.
Rás 2 stóð fyrir afmælisdag-
skrá í tilefni tuttugu ára afmæli
hennar. Fyrst á Ingólfstorgi og
svo með stærðarinnar tónleikum
við Hafnarbakkann um kvöldið. Á
Ingólfstorgi skemmtu m.a. Súkkat
og líka var stiginn línudans. Flest-
ir komu saman á stórtónleikana á
Hafnarbakkanum sem hófust
klukkan níu með leik Quarashi.
Þar léku svo einnig Sálin og Stuð-
menn.
biggi@frettabladid.is
FISKVEIÐAR Skipstjórar í
kolmunnaflotanum hafa litlar
áhyggjur af kolmunnastofninn,
en sókn í stofninn hefur aldrei
verið meiri. „Við erum pollróleg-
ir yfir kolmunnastofninum og
menn eru helst ánægðir með að
hafa nóg að gera,“ segir Sturla
Þórðarson, skipstjóri á Berki frá
Neskaupstað.
Sturla segir flotann verða var-
an við kolmunna í kringum allt
landið. Börkur hefur löngum
verið framarlega í flokki síld-
veiðiflotans en í sumar sleppti
skipið síldinni fyrir kolmunna.
„Þetta er í fyrsta skiptið sem við
sleppum síldinni. Nú sækjum við
fyrst og fremst í kolmunnann. Ég
held að stofninn þoli þessa sókn,
en hvað sem öðru líður verðum
við að halda í við Evrópusam-
bandið í hlutdeildinni.“
Kolmunni er talsvert ódýrari
fiskur en síld og loðna, en hins
vegar er jafnan styttra að sækja
kolmunnann. „Kolmunninn er út
um allt. Hins vegar er aldrei á
vísan að róa með uppsjávarfisk-
inn. En maður heyrir ekkert
hræðslutal í talstöðinni varðandi
kolmunnann,“ segir Sturla. ■
Handtekinn fyrir guðlast:
Á von á
dauðadómi
PAKISTAN, AP Fertugur Pakistani hef-
ur verið handtekinn fyrir að fara
niðrandi orðum um Múhammeð
spámann. Niaz Ahmed getur átt
yfir höfði sér dauðarefsingu verði
hann dæmdur fyrir guðlast. Ahmed
var handtekinn eftir að trúarleið-
togar í þorpinu þar sem hann býr
höfðu kvartað yfir ummælum hans.
Hundruð manna sitja í fangelsi í
Pakistan vegna brota á lögum um
guðlast. Mannréttindasamtök
benda á að auðvelt sé að misnota
lögin þar sem hægt sé að höfða mál
á grundvelli vitnisburðar eins
manns og það sé hlutverk sakborn-
ingsins að sanna sakleysi sitt. ■
BUSH
Þjóðverji sem í tölvupósti sagðist ætla að
myrða Bandaríkjaforseta á yfir höfði sér
langa fangavist og 40 milljóna sekt.
Þrítugur Þjóðverji
ákærður:
Hótaði að
myrða Bush
FLÓRÍDA, AP Volker Czechanowsky,
33 ára þjóðverji á yfir höfði sér
allt að tíu ára fangelsi og 40 millj-
óna króna sekt fyrir að hóta að
ætla að myrða George W. Bush,
Bandaríkjaforseta. Czechanow-
sky sendi tölvupóst frá almenn-
ingsbókasafni í Broward sýslu á
Flórída en í skeytinu segir; „Ég
mun myrða forsetann 30. maí
2003. Reynið bara að ná mér.
Saddam lengi lifi.“
Czechanowsky er þýskur rík-
isborgari en hefur atvinnu- og
dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Yf-
irvöld gefa ekki upp hvar hann er
í haldi eða hvar réttað verður
yfir honum. ■
DANSKIR DAGAR Mikill fjöldi
fólks er staddur í Stykkishólmi á
Dönskum dögum, en að sögn lög-
reglu er talið að um það bil 2500-
3000 manns séu í bænum. Hátíða-
höld gengu vel fyrir sig í gær.
NEW YORK, AP Bilun í þremur flutn-
ingslínum í norðurhluta Ohio er
nú talin líklega orsök mesta raf-
magnsleysis sem orðið hefur í
sögu Bandaríkjanna. Sérfræðing-
ar grafast nú fyrir um orsakir
hins útbreidda rafmagnsleysis
sem varð í norðaustur- og mið-
vesturhluta Bandaríkjanna og
suðurhluta Bandaríkjanna.
„Við erum nokkuð viss um að
vandamálið hófst í Ohio. Nú erum
við að reyna að öðlast skilning á
því hvers vegna ekki var unnt að
komast fyrir bilunina,“ sagði
Michehl Gent, yfirmaður orku-
ráðs Norður-Ameríku.
Bandaríkjamenn og Kanada-
menn hafi stofnað sameiginlega
rannsóknarnefnd til að grafast
fyrir um orsakir rafmagnsleysis.
Rafmagn er víðast hvar komið á
að nýju. Rannsakendur hafa farið
yfir 10.000 blaðsíður af upplýsing-
um úr sjálfvirku kerfi sem skráir
upplýsingar um raforkudreifingu
um landið. Það hefur þó torveldað
rannsókn hve ört upplýsingar bár-
ust daginn örlagaríka sem raf-
magnið fór af.
„Við munum engu að síður
komast til botns í þessu,“ sagði
Michehl Gent. ■
ORMSTEITI Á VOPNAFIRÐI Fjöldi
fólks lagði leið sína til Vopna-
fjarðar um helgina en þar var
haldið Ormsteiti. Tjalddansleikur
var haldinn á föstudagskvöld og
fór allt vel fram.
NOKKUR UMFERÐ Nokkur um-
ferð var norður yfir heiðar um
helgina, en umferðin hefur verið
hæg. Einn útlendingur var þó
stöðvaður fyrir of hraðan akstur,
en hann keyrði á 140 kílómetra
hraða á klukkustund.
TÖÐUGJÖLD Töðugjöld á Hvols-
velli fóru vel fram í fyrrakvöld.
Talið er að um 500 manns hafi
safnast saman á Hvolsvelli, en
þar lék Á móti sól fyrir dansi.
Skipstjórar ánægðir með fiskerí:
Engar áhyggjur
af kolmunnanum
BÖRKUR FRÁ NESKAUPSTAÐ
Sleppti síldinni í sumar í fyrsta skiptið og
stundaði kolmunnaveiðar í staðinn.
Líklega orsök rafmagnsleysisins vestanhafs:
Bilun í þremur
flutningslínum í Ohio
RANNSÓKN
Rafmagn er nú víðast komið á vestan hafs.
Kanada og Bandaríkin hafa nú stofnað
sameiginlega rannsóknarnefnd sem ætlað
er að komast að orsökum þessa mesta
rafmagnsleysis sögunnar.
Fjölmenni lét rigningu ekki koma í veg fyrir gleði á Menningarnótt. Miðborgin iðaði af lífi
frá morgni og fram eftir kvöldi. Borgarbúum og gestum var boðið upp á fjölda skemmtiatriða.
Á HESTBAKI Á LAUGAVEGINUM
Þeir yngstu gripu margir einstakt tækifæri til
þess að fara á hestbak á Laugaveginum.
LÚÐRASVEIT LÝÐSINS
Það var notaleg stofustemning hjá Lúðrasveit lýðsins á 2. hæð Hins hússins í gær.
SYNGJANDI FJALLKONUR
Fjallkonurnar dáleiddu vegfarendur með fallegum söng í Austurstrætinu. RÓSA MEÐ KASSAGÍTARINN
Rósa Guðmundsdóttir tónlistarkona söng
af líf og sál við Skólavörðustíginn.
■ Lögreglufréttir
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Ríkisstjórakosningar
í Kaliforníu:
Schwar-
zenegger
næstefstur
KALIFORNÍA, AP Demókratinn Cruz
Bustamente, núverandi vararíkis-
stjóri Kaliforníu, mælist með
mest fylgi þeirra 135 frambjóð-
enda sem vilja í embætti ríkis-
stjóra í Kaliforníu. Fylgi Busta-
mentes mælist nú 25% en fylgi
Arnolds Schwarzeneggers aðeins
22%. Fylgi annarra frambjóðanda
mælist miklu minna. Munur
tveggja efstu manna er þó innan
skekkjumarka. Larry Flint útgef-
andi Hustler, mælist aðeins með
1% fylgi.
Ríkisstjórakosningar fara
fram í Kaliforníu 7. október næst-
komandi. Kjósendur gera fyrst
upp við sig hvort umboð Gray
Davis, sem var kjörinn ríkisstjóri
í fyrra, verður afturkallað. Geri
kjósendur það, velja þeir milli
frambjóðendanna 135. ■